New York maraþon

2. - 5. nóvember 2018 (4 dagar)

New York maraþonið er haldið fyrsta sunnudag í nóvember ár hvert og er eitt af allra stærstu og þekktustu maraþonum í heimi.

Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar, rásmarkið er á Staten Island og er hlaupið í gegnum Brooklyn og Queens, þaðan yfir East River til Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park. Það er ógleymanleg upplifun að hlaupa í gegnum öll hverfin með mismunandi menningu og ólíkum þjóðarbrotum eins og New York hefur að geyma. 
 
Maraþonið í New York er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum sem margir hlauparar safna. Þeir sem ljúka öllum 6 hlaupunum komast á lista yfir Six Star Finishers og fá sérstakan verðlaunapening til minningar um afrekið. Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin.
 
Tryggðu þér örugga skráningu í eitt vinsælasta maraþon heims!

Verð á mann í tvíbýli 109.800 kr.

Verð á einbýli 163.800 kr.

Þátttökugjald í New York maraþonið er 79.900 krVið bókun í hlaupaferðina tryggja farþegar sér rétt á öruggri þátttöku í maraþonið, athugið að þátttökugjaldið er ekki innifalin í verði hlaupaferðarinnar.
Ganga þarf frá þátttöku í hlaupið við bókun hjá Bændaferðum.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Gisting í 3 nætur á The Lexington, Autograph Collection, 2. – 5. nóvember 2018.
 • Morgunverður á veitingastað hótelsins.
 • Töskuburður á hóteli.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara í haust.
 • Íslenskur hópstjóri.
 • Réttur á skráningu í New York maraþonið. Bændaferðum er skylt að selja hlaupanúmer sem hluta af ferðapakka.

Ekki innifalið

 • Þátttökugjald í New York maraþonið.
 • Flug til og frá New York.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Þátttökugjald í hlaupið

Þátttökugjald í New York maraþonið 79.900 kr.

Við bókun í hlaupaferðina tryggja farþegar sér rétt á öruggri þáttöku í maraþonið, athugið að þátttökugjaldið er ekki innifalin í verði hlaupaferðarinnar.

Ganga þarf frá skráningu í hlaupið við bókun hjá Bændaferðum.

Innifalið í þátttökugjaldinu

 • Hlaupanúmer í New York maraþonið, ásamt tímaflögu.
 • Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu, TCS New York City Marathon Expo.
 • Rútuferð að rásmarkinu.
 • Stuttermabolur og tímarit um hlaupið.
 • Glæsilegur verðlaunapeningur, hitateppi og poki með drykk og orkubita í endamarki.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

Maraþonið í New York 4. nóvember 2018

New York maraþonið er risastórt á alla kanta, rúmlega 50 þúsund manns taka árlega þátt í hlaupinu sem gerir það að fjölmennasta maraþonhlaupi veraldar. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1970 þegar 55 manns luku hlaupinu, en þá var eingöngu hlaupið í Central Park. Nú teygir hlaupið sig í öll fimm hverfi borgarinnar og er svo sannarlega viðburður á heimsmælikvarða. Hlaupið hefur líka verið nefnt áhorfendamaraþon, enda áætlað að 2,5 milljón manns raði sér við brautina til að hvetja hlauparana áfram, bjóða þá velkomna í hverfið sitt og bjóða ýmis konar hressingu á leiðinni. Auk þess er fjöldinn allur af hljómsveitum að spila fyrir keppendur sem skapar einstaka stemningu.

Vefsíða New York maraþonsins.

Kort af hlaupaleiðinni.

New York

Margt er að sjá og upplifa í þessari stórkostlegu borg sem aldrei sefur. Fjöldi skoðunarferða er í boði en við mælum sérstaklega með hjólaferð með leiðsögn um borgina, það er frábær leið til að liðka sig og kynnast borginni betur. Svo má ferðast um Manhattan í Hop on Hop off strætó eða taka hina einu sönnu Subway neðanjarðarlest um alla borg, upplifa Little Italy og Chinatown, rölta um Central Park, kíkja í verslanir eða kaffihús og snæða á einhverjum af óteljandi veitingastöðum borgarinnar sem bjóða mat frá öllum heimshornum. Ein af aðalverslunargötum New York er 5th Avenue og auðvitað má finna tröllvaxnar verslunarmiðstöðvar. Ekki er hægt að yfirgefa New York án þess að dást að útsýninu yfir borgina.

Hægt er að fara upp í ýmsa skýjakljúfa, t.d. Rockefeller Center, en þaðan er magnað útsýni yfir Central Park, Empire State og Chrysler bygginguna. Aðrir staðir sem vert er að skoða eru t.d. One World Trade Center sem er hæsta bygging álfunnar og var opnuð almenningi 2014, Times Square, Frelsisstyttan, Metropolitan Museum of Art og Museum of Modern Art (MoMA). Íþrótta- og tónlistaviðburðir á heimsmælikvarða og leiksýningar á Broadway, það er ómögulegt að láta sér leiðast í New York.

Myndir úr ferðinni

Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar. Rásmarkið er á Staten Island, farið verður í gegnum Brooklyn, Queens yfir á Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park.

Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar. Rásmarkið er á Staten Island, farið verður í gegnum Brooklyn, Queens yfir á Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park.

Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar. Rásmarkið er á Staten Island, farið verður í gegnum Brooklyn, Queens yfir á Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park.

Hótel

The Lexington Marriot

Gist verður á The Lexington, Autograph Collection, 4ra stjörnu Marriott hóteli sem fær góða dóma frá gestum. Staðsetningin er þægileg fyrir hlaupara, í göngufæri við Public Library þar sem rútur munu sækja hlaupara fyrir startið og tæplega 2ja km fjarlægð frá endamarkinu í Central Park.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir