Maraþon í New York - Væntanlegt

31. október - 2. nóvember 2020 (4 dagar)

New York maraþonið er haldið fyrsta sunnudag í nóvember ár hvert og er eitt af allra stærstu og þekktustu maraþonum í heimi. Hlaupið er um öll fimm hverfi New York borgar, rásmarkið er á Staten Island og er hlaupið í gegnum Brooklyn og Queens, þaðan yfir East River til Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park. Það er ógleymanleg upplifun að hlaupa í gegnum öll hverfin með mismunandi menningu og ólíkum þjóðarbrotum eins og New York hefur að geyma. Að loknu maraþoni eru allir sigurvegarar og þá er gaman að koma saman með samferðafólki og fagna yfir máltíð líkt og þúsundir hlaupara gera um alla New York borg.

Maraþonið fer fram þann 1. nóvember 2020.

Ef þú hefur áhuga á þessu hlaupi getur þú skráð þig á áhugalista og við látum þig vita þegar það fer í sölu.

Maraþonið í New York er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum sem margir hlauparar safna. Þeir sem ljúka öllum 6 hlaupunum komast á lista yfir Six Star Finishers og fá sérstakan verðlaunapening til minningar um afrekið. Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin.
Tryggðu þér örugga skráningu í eitt vinsælasta maraþon heims!

Nánari upplýsingar og verð væntanlegt

Með bókun í ferðina hjá öðlast farþegar rétt á öruggri þátttöku í Berlínarmaraþonið (athugið að þátttakan í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka. 


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Gisting í 3 nætur á The Westin New York Grand Central Hotel, 30. október – 2. nóvember.
 • Töskuburður á hóteli.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara í haust.
 • Íslenskur hópstjóri.
 • Réttur á skráningu í New York maraþonið. Bændaferðum er skylt að selja hlaupanúmer sem hluta af ferðapakka.
 • Rútuferð að rásmarkinu frá hótelinu.

Ekki innifalið

 • Flug.
 • Þátttökugjald í New York maraþonið.
 • Morgunmatur á hótelinu.
 • Hátíðarkvöldverður að loknu maraþoni

Þátttökugjald í hlaupið

Upplýsingar um þátttökugjald í hlaupið væntanlegt

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í New York maraþonið (athugið að skráningin í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka. 

Innifalið í þátttökugjaldinu

 • Hlaupanúmer í New York maraþonið, ásamt tímaflögu.
 • Aðgangur að hlaupasýningu, TCS New York City Marathon Expo.
 • Síðermabolur og tímarit um hlaupið.
 • Glæsilegur verðlaunapeningur, hitateppi og poki með drykk og orkubita í endamarki.

Abbott World Marathon Majors

New York maraþonið er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum sem margir hlauparar hafa að markmiði að klára. Abbot World Marathon Majors er mótaröð fyrir bæði atvinnu- og áhugamenn. Í hlauparöðinni eru þekktustu og stærstu maraþon heimsins, þ.e. Tokyo, London, Berlín, Chicago, New York og Boston. Ár hvert keppa atvinnumenn innbyrðis í stigakeppni hlauparaðarinnar sem nú fer fram í 13. sinn. Það eru þó ekki einungis atvinnumenn sem taka þátt í Abbot World Marathon Majors því allir þeir sem ljúka öllum sex hlaupunum eru skráðir á frægðarvegginn og kallast „six star finishers“. Þeir sem ná afrekinu fá sérstakan verðlaunapening sem samanstendur af verðlaunapeningum úr öllum sex hlaupunum. 6248 hlauparar um allan heim hafa hlotið þann heiður að vera skráðir á frægðarvegginn og þar af eru 27 Íslendingar, sem margir hverjir hafa náð þeim árangri með Bændaferðum.

Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin.

Tryggðu þér örugga skráningu – í hraðasta maraþon veraldar!

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Maraþonið í New York 1. nóvember 2020

New York maraþonið er risastórt á alla kanta, rúmlega 50 þúsund manns taka árlega þátt í hlaupinu sem gerir það að fjölmennasta maraþonhlaupi veraldar. Fyrsta maraþonið var haldið árið 1970 þegar 55 manns luku hlaupinu en þá var eingöngu hlaupið í Central Park. Nú teygir hlaupið sig í öll fimm hverfi borgarinnar og er svo sannarlega viðburður á heimsmælikvarða. Hlaupið hefur líka verið nefnt áhorfendamaraþon, enda áætlað að 2,5 milljón manns raði sér við brautina til að hvetja hlauparana áfram, bjóða þá velkomna í hverfið sitt og bjóða ýmis konar hressingu á leiðinni. Auk þess er fjöldinn allur af hljómsveitum að spila fyrir keppendur sem skapar einstaka stemningu.

Maraþonið hefst með því að hlauparar hlaupa yfir hina tilkomumiklu 4 km löngu Verrasano-narrow brú yfir á Staten Island. Hlaupið er í gegnum Brooklyn og Queens, þaðan yfir East River til Manhattan og Bronx áður en komið er í mark í Central Park.

Vefsíða New York maraþonsins.

Kort af hlaupaleiðinni.

Hátíðarkvöldverður að loknu maraþoni

Það er órjúfanlegur þáttur að loknu maraþoni að fagna með samferðarmönnum – punkturinn yfir i-ið! Það eru allir sigurvegarar að loknu maraþoni, óháð tíma, og sigrum ber að fagna! Bændaferðir bjóða upp á hátíðarkvöldverð á veitingarhúsi með lifandi tónlist, ljúfu andrúmslofti og góðri þjónustu.

Verð fyrir hátíðarkvöldverðinn kemur síðar.

New York

Margt er að sjá og upplifa í þessari stórkostlegu borg sem aldrei sefur. Fjöldi skoðunarferða er í boði en við mælum sérstaklega með hjólaferð með leiðsögn um borgina, það er frábær leið til að liðka sig og kynnast borginni betur. Svo má ferðast um Manhattan í Hop on Hop off strætó eða taka hina einu sönnu subway neðanjarðarlest um alla borg, upplifa Little Italy og Chinatown, rölta um Central Park, kíkja í verslanir eða kaffihús og snæða á einhverjum af óteljandi veitingastöðum borgarinnar sem bjóða mat frá öllum heimshornum. Ein af aðalverslunargötum New York er 5th Avenue og auðvitað má finna tröllvaxnar verslunarmiðstöðvar. Ekki er hægt að yfirgefa New York án þess að dást að útsýninu yfir borgina. Hægt er að fara upp í ýmsa skýjakljúfa, t.d. Rockefeller Center en þaðan er magnað útsýni yfir Central Park, Empire State og Chrysler bygginguna. Aðrir staðir sem vert er að skoða eru t.d. One World Trade Center sem er hæsta bygging álfunnar og var opnuð almenningi 2014, Times Square, Frelsisstyttan, Metropolitan Museum of Art og Museum of Modern Art (MoMA). Íþrótta- og tónlistaviðburðir á heimsmælikvarða og leiksýningar á Broadway, það er ómögulegt að láta sér leiðast í New York.

Myndir úr ferðinni

Hótel

The Westin New York Grand Central Hotel

The Westin New York Grand Central Hotel er frábært 4* hótel, frábærlega staðsett í hjarta borgarinnar á 42nd Street East, á milli 2. og 3. Avenue. Hótelið er í göngufæri frá sumum af þekktustu kennileitum New York borgar eins og Grand Central Station, 5th Avenue verslunargötunni, Times Square, Theatre District og Empire State byggingunni. Hin fallega Chrysler bygging er rétt hinum megin við götuna. Einungis er 10 mínútna neðanjarðarlestarferð á maraþon hlaupasýninguna í Jacob Javits Center þar sem keppnisgögnin eru sótt. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir