Tallinn maraþon

7. – 11. september 2018 (5 dagar)

Stórskemmtilegt hlaup á nýjum áfangastað. Tallinn í Eistlandi er einstaklega heillandi borg og lætur engan sem þangað kemur ósnortinn. Árið 2018 fagnar Eistland 100 ára sjálfstæði sínu er verður því mikið um hátíðarhöld. Borgin er ein best varðveittasta miðaldarborg í N-Evrópu þar sem söfn, dómkirkjur, borgarhlið, borgarveggir, klaustur og hallir segja sína sögu frá fyrri öldum. En þrátt fyrir ríkan miðaldarblæ býður borgin uppá líflega miðborgarstemningu með nýtískulegum verslunarhúsum, forvitnilegum litlum verslunum í gamla bænum og úrval af börum og veitingahúsum.

Flogið verður til Helsinki og tekin stutt skoðunarferð um borgina áður en tekin er ferja yfir til Tallinn þar sem gist verður miðsvæðis í borginni 4 nætur. Boðið er upp á 10 km hlaup á laugardaginn 8. september en maraþon í fullri lengd og hálfmaraþon á sunnudeginum 9. september. Á sunnudagskvöldið fer hópurinn saman út að borða og fagnar sigrum helgarinnar.

Verð á mann í tvíbýli 124.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 29.600 kr.


Innifalið

 • 5 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferjuferð fram og tilbaka milli Helsinki og Tallinn.
 • Gisting í 2ja manna herbergi.
 • Morgunverður.
 • Ferðir til og frá flugvelli að höfn og skoðunarferð um Helsinki.
 • Ferðir til og frá höfn í Tallinn.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með farastjóra.
 • Kvöldverður að loknu hlaupi.

Ekki innifalið

 • Skráningargjöld í hlaupið.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Þátttökugjald í hlaupið

Maraþon 9.200 kr.
Hálfmaraþon 6.900 kr.
10 km hlaup 3.900 kr.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í maraþonið í Tallinn, athugið að skráningargjaldið er ekki innifalið í pakkanum. 

 
Innifalið í þátttökugjaldi

 • Tímaflaga fyrir hlaupið.
 • Hlaupanúmer með nafni þínu og þjóðfána (42 og 21 km)
 • Rafrænt viðurkenningarskjal.
 • Verðlaunapeningur
 • Nike hlaupabolur
 • Þjónusta við drykkjarstöðvar.
 • Farangursgeymsla og þvottaþjónusta.
 • Gjafakort frá Tallink ferjunum.
 • Skyndihjálp á leiðinni ef þörf er á.
 • Far að marki fyrir þá sem ekki hlaupa alla leið.

Flogið til Helsinki - Siglt til Tallinn

Flogið verður með Icelandair til Helsinki. Brottför frá Keflavík kl. 7:30 en mæting í Leifstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Helsinki kl. 13:50 að staðartíma. Eftir stutta skoðunarferð um miðborg Helsinki tekur við tveggja tíma sigling yfir til Tallinn, áætlaður komutími þar um kl. 21:30. Á heimferðardegi er er einnig byrjað á ferjuferð tilbaka kl. 10:30, komið til Helsinki um 12:30 en flug heim kl. 15:35 og lent í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma. 

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

Maraþon 9. September 2018

Á síðasta ári tóku 20.000 hlauparar frá 56 þjóðlöndum þátt í þessu frábæra hlaupi. Maraþonleiðin er eftir alþjóðlegum stöðlum og er tiltölulega flöt og auðfarin. Meðalhiti á þessum árstíma er 10.-15 °C. Hlaupið hefst í Rotermann Quarter í miðbæ Tallinn, milli gamla miðbæjarins og hafnarinnar. Þetta svæði var áður niðurnýtt verksmiðjuhverfi en einkennist nú af nútíma arkítektúr. Hverfið er gott dæmi um þær breytingar sem hafa átt sér stað á borginni síðasta áratuginn. Hlaupið verður í gegn um stóran hluta borgarinnar og meðfram sjónum, en marga áhugaverða staði mun bera fyrir á þeirri leið eins og borgarmúrana og turna hans, ráðhúsið, Estonian Open Air byggðasafnið sem má líkja við Árbæjarsafn, strandleiðin, skemmtigarðurinn Stroomi við ströndina, litríku tréhúsin við Kalamaja, Blatic station markaðurinn, Kalamaja garðurinn, sjófluvélahöfnin, Partarei virkið, rússneska menningarmiðstöðin og borgarhliðið Viru.

Tallin

Þessi fallega og rómantíska borg er um 800 ára gömul, með þröngum steinlögðum götum og byggingum frá 11. – 15. öld. Tallinn er ein best varðveitta miðaldaborg í Norður-Evrópu og er á heimslista UNESCO, en þrátt fyrir ríkan miðaldablæ hennar er hún einnig með alþjóðlegt yfirbragð, enda hefur borgin tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þessi 400.000 manna borg hefur upp á margt að bjóða. Hér má t.d. skoða 16. aldar virkisvegginn sem umlykur gamla bæinn, hina tignarlegu kirkju og turn heilags Ólafs og Kadriorg höllina með sínum stórfenglega blómagarði sem Pétur mikli lét útbúa fyrir eiginkonu sína Katrínu árið 1718. Fara má upp á Dómkirkjuhæðina (Toompea) sem skartar mörgum af fallegustu byggingum borgarinnar en þaðan er einnig langbesta útsýnið yfir borgina og langt út á haf. Einnig er hægt að nýta tímann til að kíkja á veitinga- og kaffihús, líta inn til kaupmanna eða einfaldlega slaka á og njóta þess sem fyrir augum ber. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á söfn þá er ómissandi að skoða KUMA listasafnið.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Sævar Skaptason

Sævar Skaptason hefur alla tíð verið mikið fyrir útivist. Hann byrjaði að starfa við ferðaþjónustu árið 1981 og var þá skálavörður í skála Ferðafélagsins í Langadal, Þórsmörk, til ársins 1986. Yfir sumartímann árin 1989 og 1990 starfaði hann einnig sem skálavörður í Landmannalaugum. Frá árinu 1998 hefur Sævar verið framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.

Hótel

Hotel Park Inn by Radison Tallin

Gist verður á 4* hótelinu Park Inn by Radison nálægt elsta hluta miðbæjarins og 1 km frá höfninni. Fjöldi verslana og veitingastaða er í næsta nágrenni. Hótelið er mjög nýtískulegt og innréttað í sterkum litum. Öll herbergin eru með baði/sturtu, hárþurrku, míníbar og sjónvarpi með gervihnattastöðvum. Á hótelinu er gufubað og nuddpottur, sem þarf að bóka aðgang að fyrirfram í móttökunni. Aukagjald er tekið fyrir.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir