Svigskíðaferð til Serfaus-Fiss-Ladis
27. janúar - 3. febrúar 2024 (8 dagar)
Í suðurhlíðum Samnaun fjallgarðsins, u.þ.b. 1200 – 1400 m fyrir ofan hinn tírólska Inn dal, er að finna hið stórkostlega skíðasvæði Serfaus-Fiss-Ladis. Frábær staðsetning og einstakt úrval útivistar gerir þennan áfangastað að margra mati að einu fjölbreyttasta og besta útivistarsvæði í öllu Tíról. Snjóhvítar skíðabrekkurnar eru um 214 km að heildarlengd og eru af ýmsum erfiðleikastigum sem eflaust mun veita skíðafólki mikla ánægju. Svæðið státar einnig af flestum sólarstundum í Tíról eða yfir 2000 stundum á ári! Flogið er með Icelandair til München og haldið beina leið til Fiss á hótelið okkar. Gist verður í sjö nætur á glæsilegu austurrísku 4* alpahóteli með dásamlegri heilsulind, staðsettu í miðju fallega bæjarins Fiss. Í lok dags gefst tækifæri til að láta líða úr sér í einstakri heilsulind hótelsins. Fararstjórinn er með hópnum alla ferðina, gistir á sama hóteli og sér um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að anda að sér fersku fjallalofti og skíða í tilkomumiklu landslagi og skemmtilegum félagsskap.