Trítlað um skosku hálöndin

Þessi Skotlandsferð mun sýna okkur fjölbreyttar hliðar þessa nágrannalands okkar. Hún hefst í stærsta þjóðgarði Bretlandseyja, Cairngorms. Landslag garðsins svipar víða til þess sem við þekkjum að heiman, berar klappir og gróðursnauðir melar. Þarna skiptast á víðir dalir með grösugu láglendi, jafnvel kjarri og skóglendi. Víðsvegar rísa fjöll og tígulegir tindar. Fyrst verður genginn svonefndur Meall a Bhuachaille hringur. Næst verður farinn Clais Fhernaig hringurinn sem hefst með heimsókn að Linn of Quoich fossinum og þaðan upp Glen Quoich dal. Við kveðjum þjóðgarðinn og heimsækjum Inverness, höfuðstað hálandanna. Á leiðinni til næsta náttstaðar, Fort William, verður staldrað við í Loch Ness og Urquhart kastala. Vönum göngumönnum gefst tækifæri til að ganga á hæsta fjall Bretlandseyja, Ben Nevis, á meðan aðrir fara sér hægar á meira láglendi. Við förum til Glencoe þar sem gengin verður spennandi hringur umhverfis Buachaille Etive Beag. Við ökum út að Isle of Skye og siglum þaðan út í eyju þar sem gengin verður einstaklega skemmtileg leið. Endum þessa mögnuðu ferð með siglingu á Loch Lomond.

Verð á mann í tvíbýli 244.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 44.900 kr.


Innifalið

 • 9 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Rútuferðir samkvæmt leiðarlýsingu.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði.
 • Ríkulegt breskt morgunverðarhlaðborð.
 • Sjö kvöldverðir á hótelum.
 • Göngudagskrá.
 • Innlend leiðsögn í gönguferð upp á Ben Nevis.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur.
 • Bátsferðir.
 • Hádegisverður.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Urquhart kastali ca £ 10.
 • Whisky smökkun ca £ 11.
 • Bátsferð á Loch Lomond ca £ 15.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

23. júní │ Flug til Glasgow & akstur til Aviemore

Brottför frá Keflavík kl. 10:30 með Icelandair. Mæting í Leifsstöð a.m.k. 2 klst. fyrir brottför. Lent á Glasgow flugvelli kl. 13:50 að staðartíma. Hópurinn safnast saman í flugstöð og fer með rútu til Aviemore. Ekið verður um landbúnaðarhéruð í norður en á vegi okkar verða bæir og þorp eins og Sterling, Perth og Pitlohry. Við ökum í jaðri Cairngorms þjóðgarðar nokkurn spöl áður en við ökum inn í garðinn til Aviemore. Bærinn er ekki stór, þar búa um 2300 manns og þar gistum við í þrjár nætur.

24. júní │ Meall a Bhuachaille hringurinn

Meall a Bhuachaille hringurinn er í Cairngorms þjóðgarðinum og er góður kostur að ganga  í upphafi ferðar. Hópurinn er fluttur af hóteli að Glenmore Forest Park þar sem gangan hefst. Leiðin sem farin verður er innan við 9 km löng og býður upp á fjölbreytt landslag og mismunandi slóða. Gengið er um furuskóg, meðfram tjörnum og smáum vötnum, um lágvaxið kjarr og berar klappir. Mesta hæð yfir sjávarmáli er 810 m. Að gönguferð lokinni verður heimsókn í brugghús á leiðinni til baka á hótel þar sem við fræðumst um framleiðslu á whisky. 

25. júní │ Clais Fhernaig ganga

Að loknum morgunverði verður ekin um tveggja tíma leið að Linn of Quoich. Gönguleið þessi er í raun um 15 km hringur sem hefst og endar á sama stað. Leiðin er mikið til meðfram á og stöku sinnum liggur hún yfir hana og er þá stiklað yfir á steinum eða gengið yfir á manngerðri brú. Í upphafi er allmikill skógur þar sem fura og birki eru mest áberandi en smám saman gisnar skógur og ágætt víðsýni gefst um nærliggjandi svæði. Á einum stað sést vel á Beinn a‘Bhuird fjallgarðinn sem hæstur rís í 1200 m hæð og annar staðar sér ofan í dalverpi þar sem dádýrahjarðir sjást stöku sinnum á beit.

Opna allt

26. júní │ Loch Ness & Fort William

Við kveðjum Aviemore í dag og liggur leiðin til Inverness, höfuðstaðar skosku hálandanna. Dveljum þar um hríð en ökum því næst suður á bóginn til Loch Ness. Nú er um að gera að hafa augun hjá sér og myndavél klára því hugsanlega sýnir heimsfrægt skrímslið sig í dag. Njótum útsýnis við vatnið á leiðinni að Urquhart kastala þar sem við skoðum okkur um og virðum fyrir okkur þennan makalausa, sögufræga stað. Kastalinn er sá frægasti í hálöndunum því hér áttu sér stað merkir atburðir í sögu Skotlands. Við njótum útsýnis og fræðumst um skoska sögu. Þaðan heldur ferðin áfram fram hjá Fort Augustus uns komið er til Fort William þar sem við dveljum næstu tvær nætur.

27. júní │ Hæsta fjall Bretlandseyja - Ben Nevis

Í dag verður gengið á Ben Nevis, hæsta fjall Bretlandseyja sem er 1.345 m hátt. Göngumenn eru fluttir að rótum fjallsins og þar í upplýsingamiðstöð þar sem vert er að kynna sér rækilega leiðina á tindinn. Fyrst er farið yfir nýlega brú, síðan genginn spölur á árbakka þar til komið er á gönguleiðina sjálfa. Hún er nokkuð brött eftir grýttum stíg, nokkurs konar náttúrulegum tröppum. Þegar hærra dregur verður útsýnið frábært, í fjarska sér til Mamores fjalla þar sem Stob Ban rís tilkomumikill í 1000 m hæð. Slóðinn fram undan leiðir göngufólk yfir tvær vatnslitlar ár og er nokkuð þægilegur uns komið er að lokakaflanum en þá tekur við nokkuð strembið klifur. Leiðin upp er eftir grýttum stíg í miklum boga utan í fjallshlíðinni uns komið er á toppinn. Sé bjartur dagur er útsýnið stórkostlegt hvert sem litið er og því verður dvalið hér góða stund. Þeir sem ekki treysta sér í fjallgönguna geta tekið það rólega í Fort William og notið þess sem sá litli bær hefur upp á að bjóða.

28. júní │ Fjallaskörðin tvö

Hringurinn sem genginn verður í dag er um tvö fjallaskörð á milli Glen Coe og Glen Etive. Að loknum morgunverði er hópurinn fluttur 30 mín. leið til Glen Coe þar sem gangan hefst. Þetta er nokkuð þægileg gönguleið, 15 km löng eftir slóðum sem mikið hafa verið endurbættir. Fljótlega blasir við hin tilkomumikla Aonach Eagach ridge. Leið okkar liggur niður í Allt Lairig Eilde og brátt fáum við gott útsýni yfir á Stob Coire Sgreamhach tindinn sem er rúmlega 1000 m hár. Áfram er gengið um Eilde skarð og út úr því að Gartain skarði. Leiðin liggur eftir því norðan megin við ána Coupall. Hvar sem gengið er um blasa við fjöll og tindar og loks komum við niður að þjóðvegi A82 og göngum meðfram honum á upphafsreit. Gist næstu tvær nætur í bænum Mallaig.

29. júní │ Isle of Skye - Eyjaferð

Við borðum morgunmat og leggjum því næst af stað með ferju að Skye eyju þar sem bíður okkar falleg gönguleið. Á leiðinni eru áberandi í fjarska svonefnd Cuillin fjöll eða hæðir sem gleðja augað meðan við göngum meðfram Allt Coir‘ a‘ Mhadaidh ánni sem oft og tíðum á athygli okkar allra því ótrúlega fallegar lygnur, smáir fossar og litlar steinbrýr einkenna ána þá leið sem við njótum samfylgdar hennar. Við kveðjum hana og við taka hlíðar þar sem gönguleiðin hækkar smám saman án þess þó að verða of erfið. Dagleiðin endar svo þar sem af stað var lagt fyrr um daginn. Ferjan flytur hópinn aftur á meginland og svo er ekið til baka á hótel í Mallaig.

30. júní │ Loch Lomond – Glasgow

Við kveðjum Mallaig, þennan notalega stað, ökum hjá Glencoe og áfram til Loch Lomond. Þar förum við í siglingu um þetta fallega vatn sem er umkringt fornum köstulum, skógi vöxnum hlíðum og tígulegum fjöllum. Að siglingu lokinni er ekið til Glasgow, farin stutt skoðunarferð um borgina og að henni lokinni á hótel í hjarta borgarinnar. Kvöldmatur á eigin vegum, gist eina nótt.

1. júlí │ Heimferðardagur

Heimferðardagur runninn upp, við kveðjum borgina og ökum út á flugvöll. Brottför er kl. 14:40 og lending í Keflavík kl. 16:10 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin

Ben Nevis

Ben Nevis

Inverness

Inverness

Inverness

Inverness

Ben Nevis

Ben Nevis

Ben Nevis

Ben Nevis

Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Úr ferð Gísla fararstjóra um skosku hálöndin
Ben Nevis
Inverness
Inverness
Ben Nevis
Ben Nevis

Fararstjórn

Gísli Einarsson

Gísli Einarsson hefur unnið ýmiskonar störf, lengst af þó við fjölmiðla. Hann er í dag dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu en kemur einnig reglulega fram sem skemmtikraftur á árshátíðum, þorrablótum og hvers kyns skemmtunum. Þá hefur Gísli tekið að sér að staðarleiðsöng fyrir hópa um Vesturland.
 
Gísli er eins og fleiri sveitamenn alinn upp við að menn fari ekki á fjöll nema eiga þangað erindi, annað hvort til að leita sauða eða skjóta rjúpur. Í seinni tíð hefur hann þurft að kúvenda i þeirri afstöðu því hans aðaláhugamál í dag eru fjallgöngur, innanlands sem utan.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir