Hotel Tirolerhof í Tux

Hotel Tirolerhof í Tux

Hotel Tirolerhof Tux er glæsilegt fjögurra stjörnu alpahótel. Hótelið er heimilislegt, í tírólastíl og eru öll herbergin búin sérbaðherbergi með sturtu/baðkari, sjónvarpi, útvarpi, öryggishólfi, hárþurrku og síma. Baðsloppar eru á herbergjum. Á hótelinu er einnig líkamsræktarsalur og heilsulind þar sem gott er að slappa af eftir góðan dag í fjöllunum. Eins er boðið upp á setustofu þar sem hægt er að tefla, drekka kaffi og ylja sér við arineld. Á hótelinu er góður veitingastaður ásamt bar og kaffistofu. Hótelið er staðsett í bænum Lanersbach og er útsýnið magnað í allar áttir. Um 15 mínútna ganga er í miðbæinn og í næstu verslanir en leiðin þangað er eftir fallegri, upplýstri göngubraut meðfram bæjarlæknum. Hótelið býður upp á stutta kynningarferð með skíðarútu á öll helstu skíðasvæðin í dalnum en svo tekur skíðarútuna einungis 2 mínútur að keyra frá hótelinu að helstu skíðalyftunum í dalnum. Fyrir þá sem vilja fara upp á jökulskíðasvæðið, gengur frí skíðarúta á 15 mínútna fresti upp að lyftu og tekur sú ferð u.þ.b. 15 mínútur Einnig er hægt að taka rútuna að hinum skíðasvæðunum sem tilheyra skíðapassanum.

 
Vefsíða hótelsins.