Hlaupaferðir

Að hlaupa maraþon á erlendri grundu er ógleymanleg upplifun. Margir „safna“ maraþonum, ekki síst hinum sex frægu Abbott World Marathon Majors hlaupum sem eru haldin árlega í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York. Þeir sem ljúka öllum 6 hlaupunum komast á lista yfir Six Star Finishers og fá sérstakan verðlaunapening til minningar um afrekið.

Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin. Hlaupaskráning er aldrei seld ein og sér en Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráningu sem hluta af ferðapakka.

Abbott World Marathon Major

Ekki hafa endilega allir áhuga á að hlaupa fullt maraþon og þess vegna bjóðum við upp á aðrar hlaupaferðir þar sem hægt er að velja á milli þriggja vegalengda; fullt maraþon, hálft maraþon eða 10 km. Slíkar hlaupaferðir eru tilvaldar fyrir hlaupahópa þar sem allir ættu að finna vegalengd við hæfi. Í ár bjóðum við upp á spennandi hlaupaferðir í Þriggja landa maraþonið og Tallinn maraþon.

Einnig er hægt að nýta sér áralanga reynslu Bændaferða til að skipuleggja hópferð í önnur hlaup, hafið samband með ykkar óskir.

Fjöldi ferða

Leitað eftir""
Loading...