Hlaupaferðir

Að hlaupa maraþon á erlendri grundu er ógleymanleg upplifun. Margir „safna“ maraþonum, ekki síst hinum sex frægu World Marathon Majors hlaupum í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York, en Bændaferðir eru einmitt umboðsaðili fyrir World Marathon Majors á Íslandi. Ekki eru endilega allir þátttakendurnir þrautreyndir maraþonhlauparar og þess vegna bjóðum við auk 42 km hlaupsins upp á hálfmaraþon (21 km) og fjórðungsmaraþon (10 km).
 
Hlaupaskráning er aldrei seld ein og sér en Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráningu sem hluta af ferðapakka. Í ár bjóðum við einnig upp á hlaupaferðirnar Þriggja landa maraþon og Maraþon í München. 

Abbott World Marathon Major

Fjöldi ferða 50

Loading...