Hlaupaferðir

Að hlaupa á erlendri grundu er ógleymanleg upplifun!

Á hverju ári bjóða Bændaferðir upp á hlaupaferðir þar sem hægt er að velja á milli þriggja vegalengda; fullt maraþon, hálft maraþon eða 10 km. Þessar ferðir eru tilvaldar fyrir hlaupahópa, vinahópa sem og staka hlaupara sem vilja kynnast öðrum hlaupurum. Við erum ekki aðeins til staðar til að skipuleggja ferðina þína heldur höfum við raunverulegan áhuga á þér og þínum markmiðum. Við veitum persónulega þjónustu og búum til hlaupaupplifun fyrir þig. Fararstjórar okkar eru reynsluboltar sem eru boðnir og búnir að styðja þig og deila reynslu sinni og þekkingu.

Hafðu samband ef þú vilt hlaupa á erlendri grundu í skemmtilegum hóp þar sem allir geta notið sín. Eins viljum við endilega heyra í þér ef þú hefur áhuga á kynningu fyrir hópinn þinn, hvort sem er á ferð sem nú þegar er í sölu eða ef áhugi er á að búa til sérferð fyrir hópinn þinn.

     Tokyo Marathon 2020 Official Logo.jpg    Boston marathon   London marathon    Berlin marathon  Chicago marathon     New York Marathon 

Margir hlauparar eiga sér þann draum að verða sex stjarna sigurvegarar með því að klára sex stærstu og vinsælustu maraþon heims. Þau eru haldin í Tokýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York og saman mynda þau seríu sem kallast Abbott World Marathon Majors. Ár hvert keppa atvinnumenn innbyrðis í stigakeppni hlauparaðarinnar en hún er þó ekki bara fyrir keppnisfólk, heldur líka fyrir þá sem hlaupa sér til gamans, vilja sigra sjálfa sig og njóta þess að hlaupa á sínum forsendum. Þeir sem ljúka öllum sex hlaupunum eru skráðir á frægðarvegginn, kallast sex stjarna sigurvegarar og fá sérstakan verðlaunapening því til staðfestingar. Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin.

TOURS Tour Operators United for Runners

Bændaferðir eru meðlimir í T.O.U.R.S., alþjóðlegum samtökum ferðaskrifstofa sem sérhæfa sig í sölu hlaupaferða. Meðlimir samtakanna leggja metnað í að tryggja viðskiptavinum sínum góðar ferðir á helstu hlaupaviðburði heims. Samtökin vinna með skipuleggjendum þekktustu maraþona heims og geta tryggt þátttökurétt í þau, enn fremur skipuleggja meðlimir T.O.U.R.S. eigin viðburði um heim allan.

Fjöldi ferða

Leitað eftir""
Loading...



Póstlisti