Alpafegurð Ítalíu

Í þessari ferð höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu og upplifum kynngimagnaða náttúrufegurð Dólómítafjalla sem er sennilega einn frægasti fjallgarður Alpanna. Þarna var kvikmyndin Everest að hluta tekin upp. Brixen, sem er dvalarstaður okkar í ferðinni, er ein af perlum Suður-Tíról í Eisackdalnum. Þarna munu töfrandi skoðunarferðir og notalegar samverustundir mynda skemmtilegt samspil. Við höldum til fjalla, upp í Dólómítafjöllin, þar sem farið er með kláfi upp á Pordoi fjallið en þar er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku, austurrísku og svissnesku Alpana. Glæsta borgin Merano verður sótt heim með sínum skemmtilegu, þröngu götum, yfirbyggðum súlnagöngum, fögrum byggingum og iðandi mannlífi. Við förum upp á Plose fjallið, heimafjall þeirra í Brixen, og í Neustift klaustri bíður okkar vínsmökkun en þeir þekkja vel til vínræktar í héraðinu. Einnig verður komið til höfuðborgarinnar Trento í Trentino héraði og ekið um frægu vínleiðina í Suður-Tíról. Við toppum þessa ferð í bænum St. Ulrich í dalnum Val Gardena sem rómaður er fyrir fegurð og heimsþekkt tréútskurðarlistaverk. Við ferðumst með kláfi upp á Seiser alm sem er hæsta hálendisslétta Evrópu en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir tinda Alpafjallanna. Þessir sæludagar enda í heimsborginni Mílanó.

Verð á mann í tvíbýli 249.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 22.800 kr.

Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar, vínsmökkun og kláfar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Kláfur upp á Pordoi ca € 19.
 • Vínsmökkun í Neustift klaustrinu ca € 13.
 • Kláfur upp á Seiseralm ca € 18.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

21. ágúst | Flug til München & Brixen

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Nú heldur ferð áfram til Brixen sem er umvafin Alpafjöllunum í Eisackdalnum. Þar verður gist í átta nætur á góðu hóteli í miðbænum. Þar eru inni- og útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt, tyrknest bað, sauna og nuddpottur.

22. ágúst | Stutt skoðunarferð um Brixen & frjáls tími

Í Brixen, perlu Eisackdalsins, búa u.þ.b. 20.000 manns. Þarna finnast gamlar götur, brýr, kirkjur og söfn sem ásamt umlykjandi vínekrum og aldingörðum gera Brixen að einstaklega heillandi og fallegum stað. Í Brixen mætast árnar Eisack og Rienz. Nú verður farið í stutta skoðunarferð um bæinn og eftir það verður frjáls tími til að kanna líf bæjarbúa á eigin vegum en einnig er upplagt að nota þessa frábæru aðstöðu við hótelið.

23. ágúst | Stórbrotin náttúrufegurð Dólómítafjallanna

Dólómítarnir eru án efa einn frægasti fjallgarður Alpanna. Stórbrotin náttúrufegurð, sögulegt mikilvægi og sérstæð menning eru ástæður þess að fjallgarðurinn var tekin á heimsminjaskrá UNESCO. Héðan verður haldið til fjalla og ekið um stórkostlegt landslag Dólómítanna. Farið verður með kláf upp á Pordoi í ca 3.000 m hæð, þaðan er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku, austurrísku og svissnesku Alpana, sem enginn má láta fram hjá sér fara. Einnig verður ekið hjá Rosengarten tindunum sem eru á milli Fassatal dalsins og Tierser dalsins.

Opna allt

24. ágúst | Dagur í töfrandi borginni Meran

Í þessari töfrandi og skemmtilegu borg, Meran, mætast ólíkir menningarheimar Ítalíu og Austurríkis og segja má að hér finnist það besta frá báðum löndum. Borgin var áður fyrr höfuðborg Tírólahéraðs í Austurríki en blómatími hennar var á 19. öld. Þá varð bærinn þekktur sem heilsubær en heitar lindir eru á svæðinu. Hér er loftslagið sérlega milt og því eru frjósöm ávaxtahéruð allt í kringum borgina. Miðbærinn er yndislegur, með skemmtilegum, þröngum götum, yfirbyggðum súlnagöngum, glæstum byggingum og iðandi mannlífi.

25. ágúst | Plose heimafjallið, klaustrið Neunstift & vínsmökkun

Dýrðarinnar dagur verður á Plose fjalli í dag, heimafjalli þeirra í Brixen sem er 2542 m á hæð. Hótelið og bærinn bjóða öllum frítt með kláfi upp á fjallið þar sem náttúrufegurðin umvefur okkur og ómótstæðilegt útsýni er yfir Eisackdalinn og Alpafjöllin. Fáum okkur létta göngu og njótum friðsældar og fjallanna í allri sinni dýrð. Eftir það verður ekið að Neustift klaustrinu sem var stofnað á 12. öld, með fallegri barokkkirkju, gotneskum krossgangi, kraftaverkabrunni, heilmiklu bókasafni og listasafni. Farið verður í stutta skoðunarferð um klaustrið og einnig þekkja þeir líka til vínræktar hér í klaustrinu og eiga eina mikilvægustu vínekru héraðsins. Eftir stutta skoðunarferð verður farið í skemmtilega vínsmökkun með snarli í vínkjallara klaustursins.

26. ágúst | Trento & vínleiðin í Suður-Tíról

Trento borg í Trentino héraði tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Borgin er hrífandi en hún er þekktust fyrir miðalda biskupahöllina Castello del Buonconsiglio með sínum töfrandi freskum. Dómkirkjan með fræga rósaglugganum og glæstar, myndskreyttar byggingar prýða borgina. Á göngu okkar ber margt fyrir augu en eftir stutta skoðunarferð, frjálsan tíma og hádegishressingu kveðjum við borgina. Á leið okkar um frægu vínleiðina í Suður-Tíról umvefur náttúrufegurð og vínakrar okkur á leið um Tramine. Ferðin heldur áfram að Kaltern og vatninu Kalterersee þar sem upplagt er að taka myndastopp. Endum svo á því að aka hjá bænum Eppan og aftur til Brixen.

27. ágúst | St. Ulrich & Seiseralm

Glæsilegur dagur í bænum St. Ulrich í dalnum Val Gardena (Grödner dal) sem rómaður er fyrir fegurð og heimsþekktur fyrir tréútskurðarlistaverk. Einnig er hann fæðingarbær Sigurðar Dementz óperusöngvara og kennara, leikarans Luis Trenker og popptónskáldsins Giorgio Moroder. Eftir ljúfan tíma þar verður farið með kláfi upp á Seiser alm sem er hæsta hálendisslétta Evrópu og tilheyrir Dólómítum Ítalíu. Það er ekki að undra að hluti Everest kvikmyndarinnar hafi verið tekin upp á þessum slóðum. Upplifum þar stórkostlegt útsýni yfir Alpafjöllin en þau eru í senn róandi og endurnærandi. Við gefum okkur góðan tíma til að rölta þar um og auðvitað fáum við okkur hressingu og njótum tilverunnar.

28. ágúst | Frjáls dagur í Brixen

Nú verður frjáls dagur til að njóta og næra sál og líkama. Upplagt er að skoða Brixen betur og líta inn á kaupmenn bæjarins sem geta verið ansi líflegir. Einnig er upplagt að nota þá glæsilegu aðstöðu sem hótelið býður upp á.

29. ágúst | Heimsborgin Mílanó

Það er komið að heimferð eftir þessa yndislegu og ljúfu daga í Brixen. Eftir morgunverð munum við aka til heimsborgarinnar Mílanó. Byrjað verður á að fara í stutta skoðunarferð um þessa fögru borg áður en frjáls tími verður gefinn. Þá er hægt að skoða borgina á eigin vegum, t.d. dómkirkjuna sem er eitt af meistaraverkum gotneskrar byggingarlistar. Hægt er að fara upp á þak kirkjunnar en þaðan er fagurt útsýni yfir borgina. Einnig mætti líta inn á kaupmenn borgainnar sem eru ófáir. Upplagt að fá sér hressingu áður en ekið er út á flugvöll í Mílanó. Brottför þaðan kl. 22:35 og lent í Keflavík kl. 00:50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Trento

Trento

Dómkirkjan í Mílanó
Dómkirkjan í Mílanó
Dómkirkjan í Mílanó
Dómkirkjan í Mílanó
Trento

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 36 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir