Heiðursmenn & hallir

Voldugir kastalar, stórskornar strandlengjur sem rísa yfir hafinu bláa og Cornwall, eitt vinsælasta sumardvalarsvæði landsins, eru meðal þess sem hægt er að njóta í spennandi ferð til Suður-Englands. Glæsilegar hallir endurspegla líf breska fyrirfólksins á árum áður og er konungshöllin Windsor í London þar sem saga Englands hefur verið skrifuð í gegnum aldirnar, sérstaklega áhrifarík. Bærinn Bath og Knightshayes garðurinn eru einnig lýsandi dæmi um lífsstíl 18. aldar. Náttúrufegurðin við Land´s End og klettaeyjuna St. Michael er einstök og er Dartmoor héraðið með hæðóttu landslagi og klettum einstaklega myndrænt. Sérlega áhrifamikið er að koma til Stonehenge sem er einn merkilegasti og fornsögulegasti staður Bretlands. Í Portsmouth getum við dáðst að flaggskipinu fræga HMS Victory. Við endum ferðina í strandbænum Brighton en þar má kynnast fjölbreyttum mörkuðum, verslunum og veitingastöðum, ásamt hinni stórglæsilegu höll, Royal Pavilion.

Verð á mann í tvíbýli 232.300 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 35.300 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Roman Bath safnið ca £ 17.
 • Knighthayes Gardens ca £ 13.
 • Prideaux place ca £ 13.
 • Stonehenge ca £ 20.
 • HMS Victory ca £ 18.
 • Royal Pavilion ca £ 13.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

13. ágúst │ Keflavík & London

Flug til London kl. 7:40 og mæting í Leifsstöð a.m.k. 2 klst. fyrir brottför. Lending í London kl. 11:45 að staðartíma. Við höldum af stað að Windsor kastala en breska konungsfjölskyldan, sem bar þýska ættarnafnið Saxe-Coburg-Gotha, tók upp nafn kastalans árið 1917. Þar í nágrenninu er Eton College en í skólann hafa gengið hvorki meira né minna en 18 breskir forsætisráðherrar sem og prinsarnir William og Harry. Við gistum fyrstu nóttina í Swindon.

14. ágúst │ Bath

Þennan dag byrjum við á heimsókn til bæjarins Bath, sem kennir sig við heitar laugar, þær  einu í öllu konungsveldinu. Í Bath eru merkilegar minjar frá tímum Rómverja. Royal Crescent byggingin, sem byggð var í hálfboga og endurspeglar vel lífsstíl 18. aldarinnar, og Knightshayes Gardens í nágrenni Tiverton eru svo sannarlega þess virði að skoða. Við gistum eina nótt í borginni Tiverton.

15. ágúst │ Dartmoor

Þessi dagur er tileinkaður Dartmoor svæðinu en ekið er um þjóðgarðinn í  hæðóttu landslagi með sérkennilegum klettamyndunum. Margar kvikmyndir hafa verið teknar á þessu svæði enda umhverfið einstaklega leyndardómsfullt. Í dagsbirtu er svæðið heillandi með ám, grösugum engjum og fallegum bæjum. Í lok dags ökum við til fiskibæjarins Polperro og skoðum okkur um þar. Gisting á Cornwall svæðinu í þrjár nætur.

Opna allt

16. ágúst │ Land‘s End

Það er skemmtilegt að aka meðfram ströndinni, framhjá St. Michael’s Mount til Land’s End, útsýnisstaðar á suðvestur odda Englands. Um hádegisbil komum við til listamannabæjarins St. Ives, sem er fyrirmynd bæjarins Porthkerris í bókum bresku skáldkonunnar Rosamunde Pilcher. 

17. ágúst │ Prideaux Place

Fyrsti viðkomustaður dagsins er herragarðurinn Prideaux Place, sem var notaður sem upptökustaður fyrir kvikmyndir byggðar á bókum Rosamunde Pilcher. Prideaux Place er í eigu aðalsfjölskyldunnar Prideaux-Brune sem hellir upp á einstaklega gott cream tea fyrir gesti og gangandi, sé þess óskað. Eftir heimsóknina fáum við að njóta fallegs útsýnis á vesturströnd Cornwall en hátt yfir sjónum gnæfa rústir Tintagel kastalans, sem talinn er fæðingarstaður Artúrs konungs. 

18. ágúst │ Stonehenge & Winchester

Þennan dag munum við skoða hina leyndardómsfullu Stonhenge steina sem valda enn,  mörg þúsund árum eftir tilurð þeirra, ófáum sérfræðingnum heilabrotum. Við munum einnig heimsækja Winchester sem er höfuðborg gamla konungsríkisins Wessex. Þar getum við ekki aðeins dáðst að dómkirkjunni heldur einnig að hringborði Artúrs konungs og riddara hans í Great Hall. Ekki er síðan úr vegi að rölta um götuna High Street þar sem finna má fjöldann allan af verslunum og kaffihúsum. Gisting á Southampton svæðinu.

19. ágúst │ Portsmouth & Brighton

Fyrir hádegi munum við skoða okkur um í Portsmouth en þar er að finna flaggskip Nelsons aðmíráls, HMS Victory. Á skipinu var lík hans flutt heim þar sem það var geymt í tunnu með Madeira víni. Annar hápunktur dagsins er Brighton. Þessi vinsæli baðstaður er einstaklega lokkandi og þar er að finna Royal Pavilion setur konungsins George IV, sem notaði það m.a. fyrir ástarfundi. Síðari hluta dags verður ekið til Brighton þar sem við eigum frjálsan tíma en þar er mikið úrval markaða, verslana og veitingastaða, ásamt hinum þekkta Pier við ströndina. Gisting í Brighton.

20. ágúst │ Brighton & heimferð

Fyrri hluta dags er frjáls tími í Brighton en um hádegi verður boðið upp á skoðunarferð um nágrenni borgarinnar með heimsókn í miðaldabæinn Lewes og farið til hinna skemmtilegu klettamynda Seven sisters. Seinnipart dags verður farið frá Brighton til flugvallar í London. Flug til Íslands kl. 20:50 og lending í Keflavík kl. 22:55 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Árni Snæbjörnsson

Árni Snæbjörnsson er fæddur árið 1946 að Stað í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann er búfræðingur og búfræðikandídat (B.Sc) frá Hvanneyri og lauk framhaldsnámi (M.Phil) í landbúnaðargreinum frá Landbúnaðarháskólanum í Edinborg 1977.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir