Aðventutöfrar í Innsbruck
4. - 10. desember 2024 (7 dagar)
Aðventutöfranir láta ekki á sér standa í Tíról í Austurríki en héraðið er heill ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem ilmur af jólaglöggi og smákökubakstri svífur um loftin. Borgir og bæir skarta sínu fegursta á þessum árstíma. Byrjum á að upplifa jólamarkað í München en stefnum síðan á Innsbruck, höfuðborg Tíróls. Fegurð Alpafjallanna umvefur borgina og glæstar byggingar prýða hana, þar á meðal húsið með gullþakinu sem stendur við eitt fallegasta torg Tíróls en þar má einnig finna laglega skreyttan jólamarkað. Jólaævintýri í bænum Mittenwald á sér engan líka, með litlum, myndskreyttum húsum og bæjarlæk. Við förum einnig til bæjarins Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi, sem er einstaklega heillandi á aðventunni og þar upplifum við töfrandi hestakerruferð um bæinn. Við höldum til fjallabæjarins Sterzing í Suður Tíról á Ítalíu þar sem bjöllurnar óma frá borgarturninum sem er með klukknaspili frá um 1470 og vakir tignarlega yfir jólamarkaðinum og helstu minjum bæjarins. Glæsileikinn lætur ekki á sér standa í Swarovski kristalsheiminum í Wattens sem hannaður var á 100 ára afmæli Swarovski. Við komum einnig við í fallega, gamla saltbænum Hall. Á þessum ljúfu dögum í Innsbruck eigum við þess kost að upplifa skemmtilega skreyttar götur í ævintýrastíl og hér er mikið líf í aðdraganda hátíðarinnar og gleði og tilhlökkun jólanna svífur yfir.