Aðventutöfrar í Innsbruck

Aðventutöfranir láta ekki á sér standa í Tíról í Austurríki en héraðið er heill ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem ilmur af jólaglöggi og smákökubakstri svífur um loftin. Borgir og bæir skarta sínu fegursta á þessum árstíma. Byrjum á að upplifa jólamarkað í München en stefnum síðan á Innsbruck, höfuðborg Tíróls. Fegurð Alpafjallanna umvefur borgina og glæstar byggingar prýða hana, þar á meðal húsið með gullþakinu sem stendur við eitt fallegasta torg Tíróls en þar má einnig finna laglega skreyttan jólamarkað. Jólaævintýri í bænum Mittenwald á sér engan líka, með litlum, myndskreyttum húsum og bæjarlæk. Við förum einnig til bæjarins Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi, sem er einstaklega heillandi á aðventunni og þar upplifum við töfrandi hestakerruferð um bæinn. Við höldum til fjallabæjarins Sterzing í Suður Tíról á Ítalíu þar sem bjöllurnar óma frá borgarturninum sem er með klukknaspili frá um 1470 og vakir tignarlega yfir jólamarkaðinum og helstu minjum bæjarins. Glæsileikinn lætur ekki á sér standa í Swarovski kristalsheiminum í Wattens sem hannaður var á 100 ára afmæli Swarovski. Við komum einnig við í fallega, gamla saltbænum Hall. Á þessum ljúfu dögum í Innsbruck eigum við þess kost að upplifa skemmtilega skreyttar götur í ævintýrastíl og hér er mikið líf í aðdraganda hátíðarinnar og gleði og tilhlökkun jólanna svífur yfir.

Verð á mann 299.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 52.900 kr.


Innifalið

  • 7 daga ferð.
  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hóteli.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.

Valfrjálst

  • Swarovski heimar u.þ.b. € 23.
  • Tannhjólalest til Hungerburg u.þ.b. € 8.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. desember | Flug til München, jólamarkaður & Innsbruck

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Við ökum inn í miðborg München og heimsækjum stærsta jólamarkað borgarinnar, Christkindlmarkt, á Marienplatz torginu. Eitt helsta kennileiti borgarinnar er gotneska dómkirkjan Marienkirche en hún stendur einmitt á þessu sama torgi þar sem einnig má finna fegursta ráðhús landsins. Úr turni ráðhússins hljómar fagurt klukknaspil tvisvar sinnum á dag. Tími gefst til að fá sér hressingu og upplifa ljósum prýdda aðventuna. Síðar verður ekið til Innsbruck, höfuðborgar Tíról í Austurríki. Þetta er yndisleg borg inn á milli Alpafjalla og hér gistum við í sex nætur á góðu 4* hóteli í miðbænum.

5. desember | Jólaævintýri í Mittenwald & Garmisch-Partenkirchen

Jólaævintýri í bænum Mittenwald á sér engan líka, með litlum, myndskreyttum húsum, bæjarlæk og skemmtilegum verslunum. Bærinn er frægur fyrir smíði strengjahljóðfæra. Fyrir utan fiðlusafn bæjarins, sem er mjög áhugavert, stendur minnisvarði um Matthias Klotz, upphafsmann fiðlusmíði í Mittenwald. Nú verður haldið til Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi sem er einn þekktasti skíðabær landsins. Þar er töfrandi að vera á aðventunni og hægt er að finna ilm jólanna svífa yfir aðventumarkaði bæjarins. Það tilheyrir að fá sér heitt jólaglögg á göngu um jólamarkaðinn og við höldum saman í stutta slíka göngu. Það mun gefast tækifæri til að líta inn á aðra kaupmenn borgarinnar, njóta þess að setjast niður á huggulegu kaffi- eða veitingahúsi eða skoða mannlífið. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

6. desember | Sterzing í Suður-Tíról á Ítalíu

Í dag ætlum við að heimsækja miðalda- og námubæinn Sterzing sem stendur sunnan við austurísku landamærin í Suður-Tíról á Ítalíu. Þar er aðalkennileitið hrífandi borgarturn, Tólf turninn, með klukknaspili frá um 1470. Turninn vakir tignarlega yfir jólamarkaðnum og menningarminjum staðarins og þar hljóma bjöllur á aðventunni sem eiga sinn þátt í grípandi jólastemningu þessa sjarmerandi Alpabæjar. Það er gaman að rölta um elsta hluta Sterzing með sínum hrífandi gömlu húsum og fallegum, skreyttum verslunargötum þar sem finna má margar fínar verslanir, veitingastaði og bari. Sterzing telst til fallegustu gömlu bæjanna í Suður-Tíról á Ítalíu og við gefum okkur góðan tíma til að njóta hans. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

Opna allt

7. desember | Aðventudýrð í Innsbruck, stutt gönguferð & frjáls tími

Eftir góðan morgunverð förum við í stutta göngu um miðaldabæ Innsbruck undir dyggri leiðsögn fararstjóra. Þessi hluti borgarinnar er mjög heillandi en Innsbruck var ein af borgum Habsborgaranna, einnar mikilvægustu konungsættar Evrópu. Blómatími borgarinnar var á 15. öld undir stjórn Maximilian I af Habsborg en hann lét byggja helstu kennileyti Innsbruck, húsið með gullþakinu, sem stendur við eitt fallegasta torgið í Tíról og Hofburg höllina. Eftir skemmtilega göngu verður frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum, fá sér hressingu og kannski örlítið jólaglögg á einhverjum af aðventumörkuðum borgarinnar. Hægt er að líta inn til kaupmanna á göngugötunni Maria-Theresien-Straße ásamt því að dást að seiðmögnuðum skreytingum borgarinnar. Skemmtilegt er að ganga um Ævintýra- og Risagöturnar (Märchen- & Riesengasse) en þar tengjast jólaskreytingarnar mörgum þekktum ævintýrapersónum, t.d. nokkrum af söguhetjum Grímsævintýranna. Við fallegar, steinlagðar götur borgarinnar er að finna ýmsar sérverslanir, kaffi- og veitingahús og þar ríkir fjörlegur jólaandi. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

8. desember | Kristalsheimur Swarovski & Hall í Tíról

Dagurinn verður tekinn rólega í Innsbruck fram yfir hádegi. Þá ökum við fagra leið um Inndalinn til Wattens þar sem við heimsækjum Swarovski kristalsheiminn sem Andre Heller listamaður, leikari og skáld var fenginn til að hanna á hundrað ára afmæli Swarovski verksmiðjunnar árið 1995. Einnig verður góður tími í verslun þeirra sem er glæsileg og alltaf gaman að skoða, sér í lagi á aðventunni. Það er sífellt verið að stækka kristalsheiminn, safnið og verslunina og alltaf eitthvað nýtt að sjá. Þessu næst ætlum við að sækja heim miðaldabæinn Hall í Tíról en þar er fallegt útsýni yfir Alpana og staðurinn á sér ríka sögu. Í Hall hafa fundist ummerki byggðar allt frá lokum steinaldar og á tímum Rómaveldis var svæðið hluti af Raetia héraði þar sem vegur Rómverja lá í gegn. Við upplifum jólamarkaðinn og dýrð bæjarins á aðventunni. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu.

9. desember | Aðventustemning og rólegheit í Innsbruck

Aðventustemning og rólegheit eru á dagskrá hjá okkur í dag. Nú er gott að njóta borgarinnar á eigin vegum og skoða sig betur um. Kjörið tækifæri til að gefa sér tóm til að njóta líðandi stundar og hafa það huggulegt. Ef veðrið er gott er upplagt að taka tannhjólalest upp á mjög lítinn jólamarkað í Hungerburg hverfinu en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina og fjöllin sem umvefja hana.

10. desember | Heimferð frá München

Nú er komið að heimferð eftir ljúfa ferð. Eftir morgunverð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 13:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Aðalsteinn Jónsson

Ég heiti Aðalsteinn Jónsson, kvæntur og þriggja sona faðir sem allir eru á kafi í fótbolta og fleiri íþróttum. Ég er lærður íþróttakennari og starfa við það í dag.

Ég starfaði í 10 ár sem fararstjóri, m.a. í Kempervennen Hollandi þar sem stílað var inn fjölbreytta afþreyingu fyrir barnafjölskyldur. Mikið var lagt upp úr alhliða hreyfingu - göngu- og hjólaferðir fyrir alla aldurshópa.

Elísabet Sveinsdóttir

Elísabet er mikil útivistarmanneskja, hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað sem markaðsstjóri ýmissa fyrirtækja stærstan hluta síns vinnuferils. Hún bjó í Þýskalandi um árabil ásamt fjölskyldu sinni og ferðaðist víða um Evrópu meðan á dvölinni stóð. Hún, ásamt manni sínum Aðalsteini Jónssyni sem einnig er fararstjóri, hefur tekið þátt í fjölda ferða á vegum Bændaferða við góðan orðstír. Elísabet hefur m.a. látið til sín taka í góðgerðarmálum og stofnaði ásamt vinkonum sínum Á allra vörum, sem margir þekkja.

Hótel

Hotel Das Innsbruck

Gist verður á Hotel Das Innsbruck í sex nætur. Hótelið er einstaklega vel staðsett í miðbænum, þaðan er stutt í elsta hluta borgarinnar, menningu, verslanir og veitingastaði. Þar eru tvær notalegar heilsulindir, gyllt sundlaug, lífgufubað (Bio-sauna), finnskt gufubað og innrauður klefi ásamt fleiru. Frá heilsulindinni er hægt er að njóta fagurs útsýnis yfir þök gamla bæjarins og upp til fjallanna um kring.

Skip

H/S SOLARIS II

H/S SOLARIS II er 5* lúxus fljótaskip sem siglir á ánni Níl. Á skipinu eru rúmgóð herbergi sem öll eru með sér svölum, sjónvarpi, síma, míníbar, loftræstingu og hárþurrku. Um borð er sundlaug, sólarverönd með bekkjum, veitingastaður og vínveitingasalur. 

Lesa nánar um H/S SOLARIS II.

Senda fyrirspurn um ferð


bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

 

Tengdar ferðir




Póstlisti