Útivist við Gardavatn

Í þessari útivistarferð við Gardavatn verða helstu dásemdir svæðisins kannaðar og náttúrunnar notið til hins ýtrasta. Við munum ganga á stórkostlegum útsýnisvegum meðfram hlíðum vatnsins, fara með kláfi upp á hinn forna eldfjallahrygg Monte Baldo sem umlykur vatnið og njóta þar víðrar sýnar yfir hið ægifagra Gardavatn. Við röltum forna slóða í gegnum aldagamla ólífuakra við miðaldakastalann Arco og þræðum þröngar og undnar götur gamla bæjarins Canale di Tenno. Til þess að ná enn betri yfirferð um svæðið og sjá fleiri spennandi staði þá hjólum við meðfram ánni Sarca, sjáum hrjóstrugt landslag Marocche og smaragðsgræna vatnið Tenno. Í ferðinni er áhersla lögð á að njóta fjölbreyttrar útivistar á þessu yndislega svæði, en einnig verður í boði að ganga með stafi sem eykur styrk í efri hluta líkamans meira en hefðbundin ganga. Stafina fáum við afhenta á staðnum. Gist verður á 4* hóteli með sundlaug og garði í bænum Riva del Garda sem býður gestum sínum upp á góða heilsulind, gufuböð og líkamsrækt þar sem gott er að slaka á eftir útivist dagsins. Ferð fyrir alla sem vilja njóta hressandi hreyfingar í einstöku umhverfi og góðum félagsskap.

Verð á mann í tvíbýli 229.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 66.400 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair til Mílanó og flugvallarskattar.
 • Ferðir á milli flugvallar í Mílanó og hótelsins við Gardavatn.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 4* hóteli.
 • Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hóteli.
 • Aðgangur að öllu því sem heilsulindin á hótelinu hefur upp á að bjóða.
 • Bátsferð milli Riva del Garda og Malcesine samkvæmt ferðalýsingu.
 • Útsýniskláfur á Monte Baldo.
 • Leiga á 21 gíra hjólum í 2 daga. Hjálmar innifaldir en ekki töskur.
 • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í göngu- og hjólaferðum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgagnseyrir inn á söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll annað en tekið er fram í ferðalýsingu.
 • Hádegisverðir og annar tilfallandi kostnaður á göngunum.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Hádegisverður hjá vínbónda ca. € 22.
 • Picknick við vatnið ca. € 25.

Undirbúningur og gönguferðirnar

Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að  ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Einnig er mikilvægt að undirbúa sig og hjóla fyrir ferð til að aðlagast álagi og núningi, auk þess sem það eykur öryggi og gleði. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir útivistarferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.

Farið verður í skipulagðar gönguferðir með staðarleiðsögumanni en íslenski fararstjórinn  verður að sjálfsögðu með í för. Teknar verða ákvarðanir um leiðirnar með skömmum fyrirvara eftir veðri og öðrum aðstæðum. Hvaða dag sem er geta farþegar valið að fara styttri leiðir á eigin vegum eða hreinlega taka það rólega á hótelinu og njóta þess sem heilsulindin og nágrennið hefur upp á að bjóða.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Flogið til Mílanó

Flogið verður með Icelandair til Mílanó þann 25. maí. Brottför frá Keflavík kl. 13:55. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 19:40 að staðartíma. Frá flugvellinum í Mílanó að Gardavatni eru rúmlega 200 km og má því gera ráð fyrir því að rútuferðin taki um þrjár klst. Þann 1. júní höldum við heim á leið. Flogið verður með Icelandair frá Mílanó kl. 20:40. Lending á Íslandi kl. 22:55 að íslenskum tíma. 

Tillögur að dagleiðum 26. – 31. maí

Hér á eftir eru tekin dæmi um mismunandi dagleiðir sem eru líklegar til að vera á dagskránni þessa viku. Gert er ráð fyrir einum frídegi. 

Dagleið 1 | Gönguferð um Strada del Ponale til Pregasina

Gönguleið dagsins er Ponale vegurinn til Pregasina. Við höldum fótgangandi niður að höfn gamla bæjar Riva del Garda þar sem gönguferð okkar hefst. Göngum meðfram strandlengjunni og áfram veginn sem var höggvinn inn í bergið og var sérstaklega mikilvægur í hernaðarlegum tilgangi í fyrri heimstyrjöldinni. Vegurinn er í dag lokaður fyrir bílaumferð og er því aðeins nýttur sem göngu- og hjólreiðastígur. Þetta er ein fallegasta, sögulega gönguleið Evrópu og einn vinsælasti áfangastaðurinn við Gardavatn, enda er útsýnið þaðan mikilfenglegt. Við göngum þessa fallegu leið sem liðast utan í fjallsveggnum í átt að Pregasina. Á leiðinni er að finna fjöldann allan af hvíldar- og útsýnisstöðum, tilvöldum til myndatöku. Við höldum leið okkar áfram og stöldrum við hjá fallegri styttu af Madonnu og njótum dásamlegs útsýnis yfir Gardavatnið. Þaðan göngum við svipaða leið til baka að hótelinu í Riva del Garda.

 • Gönguleið: ca 4 klst.
 • Hækkun: 450 m
 • Miðlungserfið ganga
Opna allt

Dagleið 2 | Gönguferð frá Torbole til Tempesta

Farið verður með almenningsvagni til bæjarins Torbole. Gengið verður í gegnum gamla miðbæinn upp að kirkjunni Sant‘Andrea og að ævintýragarðinum Busatte. Þar hefst hin eiginlega ganga en þessi gönguleið er oft nefnd svalir Gardavatns en útsýnið frá bjargstígnum út yfir vatnið er stórfenglegt. Vegurinn sem er um 4 km að lengd liggur í hlíðum Monte Baldo fjallsins sem gnæfir yfir og megum við líta sérlega fallega flóru þessa forna eldfjalls. Við Tempesta hefjum við gönguna niður fjallið aftur til Torbole. Einnig verður hægt að taka almenningsvagn til baka. Tökum síðan almenningsvagn til baka á hótelið en þeir sem vilja geta gengið til baka með sjávarsíðunni á hótelið í Riva.

 • Göngutími ca 4,5 klst. + 1 klst. ef gengið er til baka
 • Hækkun ca 400 m
 • Miðlungserfið ganga

Dagleið 3 | Hjólaferð meðfram Sarca ánni

Í dag reynum við annan ferðamáta og hjólum frá Riva del Garda í átt að Torbole. Við mynni árinnar Sarca, aðalaðrennslisár Gardavatns, hefst hjólaleið okkar sem leiðir okkur í gegnum vínekrur og ólífulundi. Við hjólum á þægilegum hraða, fram hjá miklu klifursvæði og miðaldakastalanum Arco sem stendur hátt uppi á bjargi og komum að hrjóstrugu landslagi Marocche sem oft er líkt við tunglið. Þetta stórgrýtta svæði sem ótal skriður hafa fallið á er ólíkt öllu því sem sést í nágrenninu. Þegar við komum að vínhéraðinu Vino Santo getum við snætt léttan hádegisverð í vínkjallara á svæðinu þar sem tækifæri gefst að smakka afurðir svæðisins. Hjólum í rólegheitum meðfram Cavedine vatninu til baka á hótelið.

 • Hjólaleið: ca 45 km
 • Hækkun: 450 m
 • Létt hjólaferð

Dagleið 4 | Hjólaferð við Tennosee vatnið

Einn hápunktur þessar ferðar er tvímælalaust smaragðsgræna vatnið Tennosee. Hjólað verður frá Torbole, niður á við og meðfram strandlengjunni til Riva. Frá Riva hjólum við á hjólastígum og hliðargötum upp í móti að Tennosee. Höldum áfram meðfram vatninu að fallegu miðaldaþorpinu Canale di Tenno. Þá væri tilvalið að stoppa og fá sér hressingu. Hjólum til baka eftir þröngum stígum og vegum, þar sem er reglulega dásamlegt útsýni út á Gardavatn, fram hjá Tenno og Frapporta og áfram niður á við þar til við komum aftur niður í gamla miðbæ Riva, perlu Gardavatnsins.

 • Hjólaleið: ca 35 km
 • Hækkun: 600 m
 • Miðlungserfið hjólaferð

Dagleið 5 | Útsýniskláfur upp á Monte Baldo og gönguferð

Við hefjum daginn á bátsferð til bæjarins Malcesine en þar liggur leiðin með útsýniskláfi upp á topp fjallsins Monte Baldo í 1.650 m hæð. Hér göngum við um græna grundu og njótum ægifagurs útsýnis yfir Gardavatn. Leið okkar hlykkjast ýmist eftir gömlum hestaslóðum eða yfir tún og engi þar sem við kynnumst helstu blómategundum árstíðarinnar. Eftir góða slökun í notalegum fjallakofa göngum við í gegnum skóglendi að biðstöð kláfsins sem ferjar okkur aftur niður til bæjarins Malcesine. Upplagt er að spássera um miðaldabæinn, virða fyrir sér kastalann eða fá sér hressingu við sjávarsíðuna áður en við höldum með bátnum aftur á hótel í Riva.

 • Göngutími: ca 4 klst.
 • Hækkun: 400 m
 • Létt til miðlungserfið ganga

Dagleið 6 | Gönguferð Arco, Laghel og Colodru

Förum með almenningsvagni til Arco. Við löbbum í gegnum miðaldabæinn í grasagarðinn, þar sem plöntur alls staðar að úr heiminum vaxa og dafna og hægt er að dást að fjölmörgum framandi blómum. Eftir þessa skoðunarferð um heim blómanna göngum við upp á við í gegnum ólífulundi og miðjarðarhafsgróður að fallega miðaldakastalanum Arco. Að launum fyrir gönguna fáum við notið yndislegs útsýnis yfir Torbole, Riva og Gardavatnið. Nú fylgjum við sögulegum stígum, í gegnum þúsund ára gamla ólífulundi og komumst þaðan í litla og sérstæða dalinn Laghel. Áfram verður haldið upp á topp fjallsins Colodri þar sem við munum kanna jarðfræðilegan uppruna Gardavatnssvæðisins. Við göngum meðfram fjallshlíðum Colt og njótum stórfenglegs útsýnis yfir Sarca dalinn. Til baka verður að mestu gengið niður á við í áttina til Ceniga og að rómversku brúnni. Þaðan tökum við svo almenningsvagn til baka á hótelið.

 • Göngutími: ca 4,5 klst.
 • Hækkun: 450 m
 • Létt til miðlungserfið ganga

Myndir úr ferðinni

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Sirmione

Sirmione

Riva del Garda

Riva del Garda

Gardavatn

Gardavatn

Riva del Garda

Riva del Garda

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn

Riva del Garda

Riva del Garda

Riva del Garda

Riva del Garda

Gardavatn

Gardavatn

Riva del Garda

Riva del Garda

Gardavatn

Gardavatn

Sirmione

Sirmione

Riva del Garda

Riva del Garda

Gardavatn

Gardavatn

Gardavatn
Gardavatn
Sirmione
Riva del Garda
Gardavatn
Riva del Garda
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Gardavatn
Riva del Garda
Riva del Garda
Gardavatn
Riva del Garda
Gardavatn
Sirmione
Riva del Garda
Gardavatn

Fararstjórn

Steinunn H. Hannesdóttir

Steinunn H. Hannesdóttir er M.Sc. íþróttafræðingur að mennt. Hún kenndi íþróttir í skólum í nokkur ár en síðan var áherslan lögð á almenningsíþróttir, m.a. á líkamsræktarstöðvum og hjá öldruðum. Steinunn sá einnig um hlaupaþjálfun hjá Trimmklúbbi Seltjarnarness í 14 ár. Hún hefur starfað við heilsuþjálfun fólks í endurhæfingu á Reykjalundi síðan 2010. Steinunn hefur verið fararstjóri í gönguskíðaferðum Bændaferða síðan 2006 og í útivistarferðum síðan 2012.

Hótel

Astoria Park Hotel

Gist verður á 4* hótelinu Astoria Park Hotel, sem staðsett er steinsnar frá miðbæ Riva del Garda og um 1 km frá vatnsbakkanum. Umhverfis hótelið er 15 hektara stór garður með sundlaug. Hótelið er með 118 smekkleg og björt herbergi sem öll eru með gervihnattasjónvarpi, hárþurrku, síma, nettengingu, öryggishólfi, míníbar og loftkælingu. Á hótelinu er að finna líkamsrækt og heilsulind þar sem gestir geta látið líða úr sér í finnskri sauna, íssturtu og gufubaði sem endurnærir bæði sál og líkama. Hægt er að panta sér nudd og ayurvedískar líkamsmeðferðir gegn gjaldi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir