Verð á mann í tvíbýli 249.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 17.900 kr.
Innifalið
- 8 daga ferð.
- Flug með Icelandair til Mílanó og flugvallarskattar.
- Ferðir á milli flugvallar í Mílanó og hótela.
- Gisting í 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði.
- Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hóteli.
- Leiga á 21 gíra hjóli í tvo daga.
- Hádegissnarl hjá ólífubónda í Cozzile.
- Vínsmökkun og létt snarl hjá vínbónda í Sarzana.
- Göngudagskrá.
- Leiðsögn staðarleiðsögumanns í göngu- og hjólaferðum.
- Íslensk fararstjórn.
Undirbúningur og gönguferðirnar
Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Einnig er mikilvægt að undirbúa sig og hjóla fyrir ferð til að aðlagast álagi og núningi, auk þess sem það eykur öryggi og gleði. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir útivistarferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.
Farið verður í skipulagðar gönguferðir með staðarleiðsögumanni en íslenski fararstjórinn verður að sjálfsögðu með í för. Teknar verða ákvarðanir um leiðirnar með skömmum fyrirvara eftir veðri og öðrum aðstæðum. Hvaða dag sem er geta farþegar valið að fara styttri leiðir á eigin vegum eða hreinlega taka það rólega á hótelinu og njóta þess sem heilsulindin og nágrennið hefur upp á að bjóða.