Jólaferð til Salzburg

Glæsileg jólaferð til barokkborgarinnar Salzburg í Austurríki sem er hvað þekktust sem fæðingarborg Mozarts og miðstöð klassískrar tónlistar. Salzburg er ein af ævintýraborgum aðventunnar en jólamarkaður hennar er einn sá elsti í Evrópu og telst með þeim fallegustu í heimi. Trúlega er borgin sjaldan eins heillandi og á aðventunni með fagurlega skreyttum, upplýstum götum og ilm af jólagóðgæti og glöggi sem leggur yfir stræti og torg. Við förum í skoðunarferð, kíkjum í Mirabell garðinn, göngum yfir ána Salzach, um Getreidegasse og stöldrum við fyrir framan hús nr. 9 sem er fæðingarstaður Mozarts og hýsir nú safn. Hohensalzburg kastalann er vert að skoða en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiðs eða Sound of Music tekinn upp. Við göngum um Gullgötuna, að Mozart torgi, skoðum ráðhúsið, dómkirkjuna og hallarsvæðið en þar er stærsti jólamarkaður borgarinnar. Einnig er hægt að taka lest til bæjarins Oberndorf og heimsækja kapelluna þar sem hinn heimsþekkti jólasálmur Heims um ból var frumfluttur árið 1818.

Verð á mann í tvíbýli 139.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 41.900 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair til München og flugvallaskattar.
 • Ferðir milli flugvallar og hótels í Salzburg.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður.
 • Skoðunarferð um Salzburg.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

25. nóvember | Flug til München & Salzburg

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 12:05 að staðartíma. Ekið til Salzburg í Austurríki sem er fæðingarborg Mozarts og þykir vera einn af gimsteinum Evrópu. Borgin er þekkt fyrir byggingar í barokkstíl og var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996. Gist verður þrjár nætur á hóteli í bænum þar sem töfrar aðventunnar mæta okkur, en jólamarkaðurinn í Salzburg er talinn einn fallegasti í heimi.

26. nóvember | Skoðunarferð um Salzburg & frjáls tími

Við hefjum daginn á stuttri skoðunarferð um þessa yndislegu borg. Byrjum í Mirabell garðinum og göngum eftir Getreidegasse sem er með elstu og þekktustu götum borgarinnar. Þar er að finna mjög áhugavert Mozart safn. Farið verður um Gullgötuna á leið að dómkirkjunni og á Mozart torgið svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður tími til að kanna iðandi mannlíf borgarinnar og jólamarkaði sem eru um alla borg. Tilvalið er að líta á Hohensalzburg kastalann en hann setur heillandi svip á borgina og við hann er einnig jólamarkaður sem er þess virði að skoða. Þeir sem hafa áhuga geta farið í hálftíma lestarferð til bæjarins Oberndorf en þar er m.a. hægt að skoða kapelluna þar sem hið þekkta jólalag Heims um ból var frumflutt fyrir 200 árum síðan.

27. nóvember | Frjáls dagur í Salzburg

Í dag er frjáls dagur svo nú er um að gera að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum og njóta aðventudýrðarinnar. Upplagt er að skella sér á söfn, kíkja í búðir eða setjast á kaffi- eða veitingahús og virða fyrir sér mannlífið.

Opna allt

28. nóvember | Heimferð frá München

Eftir dásamlega aðventuferð verður ekið á flugvöllinn í München. Brottför þaðan kl. 13:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Arinbjörn Vilhjálmsson

Arinbjörn hefur lengi starfað sem leiðsögumaður og fararstjóri í frístundum. Hann hefur verið leiðsögumaður þýskumælandi ferðamanna á Íslandi frá árinu 1991 og fór sem fararstjóri í sína fyrstu bændaferð árið 1997. Hann hefur veitt farastjórn í bændaferðum til Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Sviss, Frakklands, Spánar og á Íslendingaslóðir í Manitoba og Norður-Dakóta.

Hótel

NH Hotel Salzburg City

Gist verður á NH Hotel Salzburg City sem staðsett er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Getreidegasse í miðborg Salzburg. Fjöldi veitingastaða og verslana er í nágrenninu. Á hótelinu sem er fjögurra stjörnu eru 140 hlýleg herbergi með baði sem öll eru búin gervihnattasjónvarpi, þráðlausu interneti (WiFi), öryggishólfi, míníbar og hárþurrku. Á hótelinu er einnig sauna og líkamsræktaraðstaða. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir