Maraþon í Boston

13. - 17. apríl 2019 (5 dagar)

Boston maraþonið er elsta árlega maraþonhlaup veraldar, en það var haldið í fyrsta sinn árið 1897 undir sterkum áhrifum frá maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í Aþenu. Maraþonið er haldið árlega þriðja mánudag í apríl og er eitt af stærstu og virtustu maraþonhlaupum heims, ekki síst vegna hinnar krefjandi hlaupaleiðar, en stuttu eftir 25 km liggur leiðin upp nokkrar brekkur sem kallast Newton Hills. Boston maraþonið er ekki að ástæðulausu kallað elítuhlaup, en einstaklega erfitt getur reynst að fá þátttöku í hlaupið vegna strangrar kröfu um lágmarkstíma. Það að hafa hlaupið Boston maraþonið er talið mikill heiður – og mikið afrek.
 
Maraþonið í Boston er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum, sem margir hlauparar safna. WMM hlaupin eru haldin í Tókýó, London, Berlín, Boston, Chicago og New York. Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi.
 
Tryggðu þér örugga skráningu í elsta maraþon heims – án allra tímatakmarkana!

Verð á mann í tvíbýli 129.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli  119.900 kr.


Innifalið

 • Gisting í 4 nætur á hótelinu Sheraton Boston Hotel.
 • Réttur á skráningu í Boston maraþonið. Bændaferðum er skylt að selja hlaupanúmerið sem hluta af ferðapakka.

Ekki innifalið

 • Þátttökugjald í Boston maraþonið.
 • Morgunmatur á hóteli.
 • Flug til og frá Boston.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Skáningargjald í hlaupið

Þátttökugjald í Boston maraþonið 95.800 kr.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Boston maraþonið (skráningin í hlaupið er ekki innifalin í ferðapökkunum).  Athugið að hlauparar sem ekki uppfylla lágmarkstíma fyrir Bostonmaraþonið fara í ráshólf fyrir aftan þá hlaupara sem eiga tíma innan tímatakmarkana. Aðeins ef hlaupari uppfyllir lágmarkstíma, færist hann sjálfkrafa yfir í betra ráshólf.

 
Innifalið í þátttökugjaldinu

 • Hlaupanúmer í Boston maraþonið, óháð tímatakmörkunum.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara.
 • Tímaflaga.
 • Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
 • Langermabolur.
 • Pastaveisla kvöldið fyrir hlaup.
 • Rútuferð að rásmarki maraþonsins.
 • Verðlaunapeningur í endamarkinu.
 • Viðurkenningarskjal og bók að hlaupi loknu (sent í pósti).

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Maraþonið 15. apríl 2019

Boston maraþonið er mjög sérstakt að því leyti að það byrjar langt fyrir utan borgarmörkin og er sambærilegt við að Reykjavíkurmaraþonið myndi hefjast í Hveragerði. Hlaupið hefst í bænum Hopkinton og á leiðinni til Boston fara hlauparar í gegnum 6 aðra bæi eftir mis-hæðóttum vegum, m.a. hina sögufrægu brekku Heartbreak Hill. Stemningin stigmagnast þegar hlauparar koma til Boston og það er ótrúleg upplifun að hlaupa lokasprettinn í endamarkið. Margir reyndir maraþonhlauparar segja hiklaust að Boston maraþonið sé skemmtilegasta götuhlaup sem þeir hafa tekið þátt í og með bestu stemninguna. Það er því alveg ljóst að þátttaka í Boston maraþoninu er engu líkt. 
 

Nánari upplýsingar um hlaupaleiðir og fyrirkomlag hlaupsins er að finna á vefsíðu Boston maraþonsins.

Boston, höfuðborg Massachusetts

Boston, höfuðborg Massachusetts er afskaplega falleg borg sem býr yfir miklum evrópskum áhrifum á sviði byggingarlistar og menningar sem vert er að kynna sér nánar. Upplagt er að hjóla um borgina undir leiðsögn, fara í skoðunarferðir þar sem saga og mannlíf borgarinnar er rakin á skemmtilegan og áhugaverðan hátt, kynnast borginni hlaupandi eða með almenningssamgöngum, kíkja í verslanir á Newbury Street, fornminjar á Charles Street í nágrenni Beacon Hill eða setjast á eitthvert fjölmargra kaffi- eða veitingahúsa borgarinnar. Ef fólk er í verslunarhugleiðingum er hægt að ferðast örlítið út fyrir borgarmörkin, kíkja í Outlet Mall og gera góð kaup. Boston hefur svo sannarlega upp á margt að bjóða

Myndir úr ferðinni

Upphafslínan

Upphafslínan

Boston

Boston

Sheraton Boston Hotel

Sheraton Boston Hotel

Upphafslínan
Boston
Sheraton Boston Hotel

Hótel

Sheraton Boston Hotel

Gist verður á 4* hótelinu Sheraton Boston Hotel sem er staðsett í miðbæ Boston í göngufjarlægð frá marki maraþonsins. Tvær helstu verslunargötur borgarinnar eru í nágrenni hótelsins, en þar er að finna fjöldan allan af litlum veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum.

20 mínútna gangur er í Public Garden og Boston Common garðinn. Á hótelinu eru 450 nýlega innréttuð herbergi, veitingastaður og kaffihús þar sem hægt er að kaupa léttar veitingar sem og morgunmat (morgunmaturinn er ekki innifalinn). Hótelið býður upp á glæsilega aðstöðu, líkamsræktarsal, eina stærstu upphituðu innanhússundlaug borgarinnar, spa og snyrtistofu, þar sem hægt er að panta alls kyns líkamsmeðferðir gegn gjaldi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir