Maraþon í London

26. – 29. apríl 2019 (4 dagar)

London maraþonið er eitt af skemmtilegustu götuhlaupum veraldar og fátt sem toppar þátttöku í því. Útsýnið á hlaupaleiðinni er stórkostlegt, en leiðin liggur fram hjá mörgum af helstu kennileitum borgarinnar. Óvenju margir hlauparar klæðast skrautlegum búningum og gríðarleg stemning er meðal áhorfenda sem umvefja alla hlaupaleiðina. Öll brautin er líka einstaklega flöt og því mæta margir af bestu langhlaupurum veraldar aftur og aftur til að gera atlögu að heimsmetum. Núgildandi heimsmet kvenna var sett hér árið 2017 og þar áður hafði Paula Radcliffe sett heimsmet í brautinni á heimavelli sínum. Það má því með sanni segja að London maraþonið henti öllum hlaupurum einstaklega vel, allt frá byrjendum til heimsmethafa.

Maraþonið í London er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum, sem margir hlauparar safna. WMM hlaupin eru haldin í Tókýó, Berlín, Boston, London, Chicago og New York. Bændaferðir eru umboðsaðilar fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi.

Tryggðu þér örugga skráningu - í eitt vinsælasta maraþon heims!

Verð á mann í tvíbýli 128.700 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 34.400 kr.

Þegar bókun er lokið, mun farþegi fá sent skráningarform sem fylla verður út innan viku frá bókun til að eiga örugga skráningu í hlaupið.
 
Verð á gistipakka fyrir samferðarmann er 63.700 kr. á mann í tvíbýli. Athugið að ekki er hægt að bóka pakka fyrir samferðamann á netinu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Bændaferða í síma 570 2790 eða sendið póst.


Innifalið

 • Gisting í tveggja manna herbergi á 4* K West Hotel & Spa í miðborg London.
 • Morgunverður á hóteli.
 • Hlaupanúmer í London maraþonið - Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka.
 • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara.
 • Tímaflaga.
 • Aðgangur að glæsilegri hlaupasýningu (Expo).
 • Stuttermabolur.
 • Verðlaunapeningur.
 • Gjafapoki að hlaupi loknu.

Ekki innifalið

 • Flug til London.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Maraþonið 28. apríl 2019

Hlaupið hefst í Greenwich í suðaustur London, vel viðeigandi að tímatakan byrji á staðnum sem heimsklukkan miðast við. Hlaupaleiðin er gríðarlega skemmtileg, Thames áin er aldrei langt undan og leiðin liggur um helstu ferðamannastaði Lundúna og að margra mati er hápunktur dagsins þegar hlaupið er yfir Tower Bridge. Meðal annarra merkisstaða er Cutty Sark, Tower of London, háhýsin í Canary Wharf, Westminister Abbey, London Eye og auðvitað Big Ben. Lokaspretturinn er tekinn til móts við drottningarhöllina Buckingham Palace þar sem endamarkið bíður, stórkostleg upplifun sem enginn maraþonhlaupari ætti að fara á mis við!

Á vefsíðu maraþonsins er að finna upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.

Kort af hlaupaleiðinni.

London

London er stórmerkileg borg þar sem iðandi mannlíf ólíkra menningarheima mynda suðupott sem engan svíkur. Margt er þar að sjá, skoða og heyra, en sögufrægir staðir og mikilfengleg mannvirki eru við hvert fótmál og veitingastaðirnir og kaffihúsin skipta þúsundum. Enginn sem ferðast til London má láta London Eye sem og hinn stórfenglega klukkuturn Big Ben og Westminister Abbey fram hjá sér fara, svo fátt eitt sé nefnt.

Myndir úr ferðinni

Hlupið yfir Tower Bridge

Hlupið yfir Tower Bridge

Big Ben

Big Ben

Buckingham Palace

Buckingham Palace

Við upphafslínuna

Við upphafslínuna

London

London

K West Hotel

K West Hotel

Hlupið yfir Tower Bridge
Big Ben
Buckingham Palace
Við upphafslínuna
London
K West Hotel

Hótel

Hotel K West Hotel & Spa London

Gist verður á K West Hotel & Spa í Shepherd´s Bush á góðum stað í London. Þetta nútímalega 4*hótel er sérlega fallega innréttað og býr yfir góðri heilsulind með nuddpotti, gufu, sauna og kæliklefa. Einnig er góð líkamsræktaraðstaða á staðnum. Á hótelinu eru 219 hugguleg herbergi með hárþurku, sjónvarpi og nettengingu. Hótelbarinn býður upp á smárétti og drykki og er plötusnúður þar um helgar. Veitingastaður hótelsins heldur sýningar með nútímalist. Aðeins er 5 mín gangur að Westfield  London shopping centre og enn styttra er að næstu neðanjarðarlest sem flytur fólk um alla London á augabragði.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir