Á Inkaslóðum í Perú

Ferðalag til Perú er mikið ævintýri en í þessu framandi landi blandast saman á heillandi hátt hin forna Inkamenning landsins, litskrúðugir frumbyggjar og minjar frá nýlendutíma Spánverja. Glæsileiki nýlenduborganna endurspeglar ríkidæmi þess tíma og sýnir hversu stóran þátt það tímabil átti í sögu landsins.

Ferðin hefst í höfuðborginni Lima sem geymir margar fornar gersemar í bland við praktískan byggingarstíl nútímans. Þaðan höldum við til Cusco, hinnar fornu höfuðborgar Inkaveldisins, en hún var miðpunkturinn í ríki Inkanna sem náði yfir stóran hluta Suður-Ameríku. Hér kynnumst við lífinu í fjöllunum, ferðumst um hinn Heilaga dal, skoðum merkar minjar og upplifum að sjálfsögðu frægasta áfangastað Perú, týndu borgina Machu Picchu, í stórbrotnu landslagi Andesfjallanna. Við heimsækjum Puno við Titicaca vatn en öldum saman bjuggu ólíkir ættbálkar víðs vegar við þetta mikla vatn. Við munum sigla út til fljótandi Uros-eyjanna, en þar býr fámennur hópur svonefndra Uros indjána. Einnig munu íbúar Aymara samfélagsins taka á móti okkur á eyjunni merkilegu Taquile. 

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Eyrún Ingadóttir

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, er fædd á Hvammstanga árið 1967. Hún er með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun- og starfsmannamálum frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2003. Hún starfar hjá Lögmannafélagi Íslands og Lögfræðingafélagi Íslands og hefur frá árinu 2003 skipulagt og farið sem fararstjóri í ferðir sem félögin standa fyrir árlega. Meðal annars hefur hún farið til Suður-Afríku, Argentínu, Indlands, Georgíu, á Íslendingaslóðir í Kanada, Tyrklands (Istanbul), Eistlands, Víetnam og Kambódíu. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00