Brasilía & Argentína

Það er draumi líkast að ferðast til Brasilíu og Argentínu. Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru, mikilfenglegum fossum og tveimur af fallegustu borgum veraldar. Buenos Aires er fyrsti áfangastaðurinn en þar svífur andi sögunnar yfir vötnum.

Við skoðum Casa Rosada, þar sem Eva Perón, betur þekkt sem Evita, talaði til tryggra stuðningsmanna sinna. Við förum á tangósýningu í þessum heimabæ dansins, sem með sinni fáguðu blöndu af drama, glæsileika og munúð hefur heillað fólk allt frá 19. öld. Skemmtileg sigling á fljótabáti um óshólma Paraná bíður okkar auk spennandi dagsferðar til bæjarins Colonia del Sacramento í Úrúgvæ. Í Iguazú þjóðgarðinum upplifum við eitt stórbrotnasta landslag veraldar með breiðasta fossi jarðar ásamt hinum stórfenglega fossi Garganta del Diablo eða Gini djöfulsins. Í Rio de Janeiro skoðum við eitt af sjö undrum veraldar, hina þekktu Kristsstyttu, ásamt því að njóta útsýnis yfir fallegan Guanabara flóann. Borgin er afar falleg og iðar af lífi. Hér er um að ræða ógleymanlega ferð sem skilur eftir ljúfar og litskrúðugar minningar. 

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Steingrímur Gunnarsson

Steingrímur Gunnarsson er einn af okkar reynsluboltum í fararstjórn, enda hefur hann ferðast og dvalið langdvölum í ólíkum löndum, eins og t.d. Austurríki, Kína, Bólivíu, Giunea-Bissasu, Noregi og Spáni. Löndin sem hann hefur heimsótt erum komin yfir 80 talsins, og því má segja að hér sé maður með mikla reynslu í farteskinu þegar að ferðalögum kemur. Tungumál, saga og mismundandi landshættir hafa alltaf heillað hann og hafði töluverð áhrif á námsval hans, en Steingrímur er með cand.mag í tungumálum og bókmenntum frá Háskólanum í Osló ásamt mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá University of Salford og Celta nám frá University of Cambridge. Einnig má nefna kennsluréttindi frá Háskóla Íslands ásamt réttindum sem leiðsögumaður á Íslandi. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir