Páskar í Vínarborg & Salzburg

Þessi glæsilega páskaferð hefst í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis við bakka Dónár, sem talin er með glæsilegustu borgum Evrópu. Glæstar byggingar skreyta borgina og munum við skoða helstu staði hennar svo sem Schönbrunn, eina íburðarmestu höll landsins með sínum dýrðlega garði, Hofburg hallarsvæðið, Stephans dómkirkjuna, Belvedere höllina og hið þekkta hús listamannsins Hundertwasser. Upplagt er að skella sér á tónleika í eitthvert hinna glæsilegu tónleikahúsa borgarinnar. Einnig verður farið til gömlu konungsborgarinnar Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu sem státar af fögrum byggingum, höllum og kirkjum. Við ætlum líka að njótum þess að eiga ljúfa kvöldstund saman í vínræktarbænum Grinzing þar sem við ætlum að fá okkur að borða og eiga skemmtilega stund saman. Eftir góða daga í Vínarborg verður ekið til tónlistarborgarinnar Salzburg sem er fæðingarborg Mozarts og þykir vera einn af gimsteinum Evrópu. Við munum kynnast sögu hennar og helstu sérkennum en borgin er hvað þekktust fyrir byggingar í barokkstíl og var skráð á heimsminjaskrá UNESCO árið 1996.

Verð á mann í tvíbýli 269.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 51.600 kr. 

 
Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði. 
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • Sex kvöldverðir á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. 
 • Kvöldverður í vínhéraðinu Grinzing.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Aðgangseyrir að Schönbrunn höllinni u.þ.b. € 22.
 • Ferð í hestakerru í klukkustund um Vínarborg u.þ.b. € 120 fyrir að hámarki fjóra í kerru. 
 • Kláfur upp í kastalann Hohensalzburg u.þ.b. € 16.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. apríl | Flug til München & ekið til Vínarborgar

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Þaðan verður ekið til Vínarborgar þar sem gist verður í fimm nætur. Vín, sem er talin með glæsilegri borgum Evrópu, stendur á bökkum Dónár og nær yfir 415 ferkílómetra svæði.

5. apríl | Skoðunarferð um Vínarborg

Vín er mikil lista- og menningarborg með um 1,7 milljónir íbúa. Í dag verður farið í skoðunarferð með innlendum leiðsögumanni um þessa glæsilegu höfuðborg Austurríkis og skoðum við helstu byggingar, hallir og garða. Lítum inn í Stephansdom og förum að hinu þekkta húsi Hundertwasser. Einnig gefst frjáls tími til að njóta borgarinnar það sem eftir lifir dags.

6. apríl | Frjáls dagur í Vínarborg

Í dag verður frjáls dagur til að skoða sig um í borginni og er t.d. upplagt að fara í ferð með hestakerru um borgina, fara á söfn, skoðunarferð um óperuhúsið eða fara inn í spænska reiðskólann á morgunæfingu. Einnig er eiginlega nauðsynlegt að fá sér kaffi og Sacher tertu. Um kvöldið verður boðið upp á ferð til vinsæla vínræktarbæjarins Grinzing þar sem við ætlum að fá okkur að borða og eiga skemmtilega stund saman.

Opna allt

7. apríl | Skoðunarferð um Schönbrunn höllina

Eftir morgunverð verður farið að Schönbrunn höllinni, sem var byggð á árunum 1692-1780 sem sumarhöll Maríu Theresu keisaraynju og fjölskyldu hennar. Höllin, sem er með fallegustu síðbarokkhöllum Evrópu, var einnig notuð af öðrum Habsborgurum. Hægt verður að fara inn í höllina eða skoða lystigarðinn, njóta frábærs útsýnis yfir borgina frá Gloriette heiðursminnisvarða herliðs keisarans, kíkja á kaffihús eða í minjagripaverslanir á hallarsvæðinu. Eftir það gefst frjáls tími inni í borginni.

8. apríl | Bratislava & skoðunarferð

Í dag verður farið til gömlu konungsborgarinnar Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu, en hún er stærsta borg landsins þar sem Dóná rennur um. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um borgina sem státar af fögrum byggingum, höllum og kirkjum. Eftir það verður frjáls tími til að fá sér hressingu og kanna líf bæjarbúa sem er líflegt og skemmtilegt. Eftir skemmtilegan dag í Bratislava verður ekið aftur til Vínarborgar.

9. apríl | Vínarborg & Salzburg

Nú er dvöl okkar í Vínarborg á enda eftir yndislega og viðburðaríka daga. Við ökum fallega leið til tónlistarborgarinnar Salzburg og fæðingarborgar Mozarts þar sem við gistum næstu tvær næturnar.

10. apríl | Skoðunarferð um Salzburg

Við hefjum daginn á stuttri skoðunarferð um þessa yndislegu borg. Byrjum í Mirabell garðinum og göngum eftir Getreidegasse sem er með elstu og þekktustu götum borgarinnar. Þar er að finna mjög áhugavert Mozart safn. Farið verður um Gullgötuna á leið að dómkirkjunni og á Mozart torgið svo fátt eitt sé nefnt. Einnig verður tími til að kanna iðandi mannlíf borgarinnar. Tilvalið er að líta á Hohensalzburg kastalann en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiður tekinn upp. Kastalinn setur heillandi svip á borgina

11. apríl | Heimferð

Eftir góðan morgunverð á hótelinu verður ekið á flugvöllinn í München en brottför er kl. 14.05 og lending í Keflavík kl. 16.00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði. Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki, Suður-Tíról og Færeyjar. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-14:00

 

Tengdar ferðir