Páskar í Pétursborg

Spennandi ferð til Pétursborgar. Flogið verður til Helsinki og þaðan ekið til hinnar stórfenglegu Pétursborgar sem var höfuðborg Rússlands á árunum 1712-1918. Borgin hét um tíma Leningrad, til minningar um Lenin og bar hún það nafn til ársins 1991 eða fram til falls Sovétríkjanna. Pétursborg er án efa miðstöð menningar og lista og hafa bókmenntir, tónlist og leiklist þaðan mikla þýðingu um heim allan. Margir telja borgina eina fallegustu borg í heimi en miðbær hennar er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir þar sem við kynnumst sögu og menningu landsins. Skoðum m.a. virki heilags Péturs og Páls, dómkirkju heilags Ísaks og Vetrarhöllina. Hér er því margt sem gleður augað og margir hápunktar.

Verð á mann í tvíbýli 194.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 24.400 kr. 

 
Innifalið

 • 6 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 5 nætur á hóteli með morgunverði.
 • Rúta frá Helsinki til Pétursborgar.
 • Hraðlest frá Pétursborg til Helsinki.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Hádegisverður á Demidov.
 • Veisla með skemmtiatriðum, mat og drykkjum.
 • Aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Vegabréfsáritun til Rússlands.

Ekki innifalið

 • Aðrar máltíðir en þær sem nefndar eru undir innifalið.
 • Þjórfé til bílstjóra.
 • Þjórfé til staðarleiðsögumanns.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

8. apríl | Flug til Helsinki

Brottför frá Keflavík kl. 7:30. Mæting í Leifsstöð um 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Helsinki kl. 14:00 að staðartíma. Ekið til Pétursborgar og komið þangað um kl. 21:00 að staðartíma. Þetta er falleg leið, skógi vaxin með vötn og hæðir. Þegar komið er yfir landamærin má sjá gömul rússnesk þorp.

9 apríl | Skoðunarferð um Pétursborg

Að loknum morgunverði verður haldið í skoðunarferð um borgina þar sem við skoðum m.a. virki Péturs og Páls en þar voru allir meðlimir Rómanov ættarinnar grafnir. Eiginlega má rekja upphaf borgarinnar til virkisins sem Pétur mikli lét reisa. Við munum snæða hádegisverð á rússneska veitingastaðnum Demidov og leggjum svo leið okkar í dómkirkju heilags Ísaks, sem var breytt í safn árið 1931. 

10. apríl | Pétursborg

Í dag ætlum við að fræðast um Vetrarhöllina sem byggð var á árunum 1754–1762 og var heimili rússnesku keisaranna. Nú hýsir höllin Hermitage safnið, sem er eitt merkasta listaverkasafn í heimi. Safnið geymir um 3 milljónir verka og státar m.a. af verkum eftir Rembrandt, Picasso og fleiri þekkta listamenn. Seinnipart dagsins er frjáls tími í Pétursborg.  

Opna allt

11. apríl | Leningrad minnismerkið & Katrínarhöllin í Pushkin

Við munum hefja leiðangur dagsins á því að skoða minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad en þar er magnþrungið andrúmsloft sem snertir marga mjög djúpt. Næsti áfangastaður er Katrínarhöllin í Pushkin en hún var ein af uppáhalds sumardvalarstöðum keisaranna. Við endum daginn í stórveislu þar sem boðið verður upp á glæsilegan rússneskan málsverð ásamt skemmtidagskrá undir borðhaldi.

12. apríl | Frjáls dagur

Þennan dag gefst hverjum og einum færi á að skoða Pétursborg á eigin vegum. Áhugasamir geta lagt leið sína að Blóðkirkjunni en einnig er upplagt að rölta um miðborgina og njóta iðandi mannlífsins.

13. apríl | Heimferð

Við hefjum heimförina eldsnemma en Allegro hraðlestin brunar með okkur á 220 km hraða frá Pétursborg alla leið til Helsinki. Ferðin tekur um 3,5 klst. og er áætluð koma til Helsinki um miðjan morgun. Í Helsinki förum við í skoðunarferð um borgina, s.s. í Klettakirkjuna og að minnismerkinu um Sibelius. Flug frá Helsinki kl. 15:10 og lending í Keflavík kl. 15:45 að íslenskum tíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Fabergé eggin fögru

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Fabergé eggin fögru

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Minnisvarði um Jan Sibbelius

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Minnisvarði um Jan Sibbelius

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Madruska

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Madruska

Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Fabergé eggin fögru
Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Minnisvarði um Jan Sibbelius
Ljósmynd frá farþega Bændaferða - Madruska

Fararstjórn

Pétur Óli Pétursson

Pétur Óli Pétursson er sérfróður um Pétursborg og Rússland. Hann hefur búið í mörg ár í borginni og er einn fárra Íslendinga á þessum slóðum, en þar á hann og rekur fyrirtæki. Hann hóf fyrir mörgum árum, eiginlega fyrir tilviljun, að taka á móti íslenskum hópum og vinna sem fararstjóri. Í dag er Pétur Óli án efa þekktasti íslenski fararstjórinn í Pétursborg. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir