Trítlað við Zell am See

Kaprun er lítill, fallegur bær nálægt vatninu Zell am See í sambandsríkinu Salzburg, umlukinn austurrísku Ölpunum og rómaður fyrir einstaka náttúrufegurð. Hann liggur í um 780 m hæð yfir sjávarmáli og yfir bænum gnæfir Kitzsteinhorn jökullinn.

Í þessari gönguferð verður boðið upp á fjölbreyttar gönguleiðir sem liggja allar um stórkostlegt landslag, fjöll og dali. Sem dæmi má nefna þægilega gönguferð upp að skálum líkt og Steinalm am Saalfelden sem er sannkallaður sælureitur í 1300 m hæð. Eins göngum við að skálanum Glocknerblick en þaðan er einstakt útsýni frá fjallinu Maiskogel. Gist verður á góðu 4* hóteli í ekta, austurrískum stíl þar sem úrvalsmatur úr héraði er á borðum. Á hótelinu er einnig heilsulind með gufubaði, sánu, nuddpotti o.fl. þar sem gott er að láta líða úr sér eftir göngur. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að anda að sér fersku fjallalofti, njóta útiveru í tilkomumiklu landslagi og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap. 

Verð á mann í tvíbýli 212.200 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 26.600 kr.

 
Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir á milli flugvallarins í München og hótelsins í Kaprun.
 • Gisting í tveggja manna herbergi með baði.
 • Morgunverðarhlaðborð með heilsuhorni.
 • Vel útilátinn 4 rétta kvöldverður með salatbar.
 • Aðgangur að öllu því sem heilsulindin hefur upp á að bjóða.
 • Baðsloppur og inniskór fyrir dvölina.
 • Frítt internet á hótelinu.
 • Göngudagskrá.
 • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í gönguferðum.
 • Sumarkort sem veitir aðgang að kláfum, söfnum, sundlaug, bátsferð og ýmsum fallegum svæðum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn á söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll (aðra en þá sem sumarkortið gildir fyrir).
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Undirbúningur og gönguferðirnar

Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. tvisvar til þrisvar sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir hana.

Farið verður í skipulagðar gönguferðir með staðarleiðsögumanni en íslenski fararstjórinn verður að sjálfsögðu með í för. Teknar verða ákvarðanir um leiðirnar með skömmum fyrirvara eftir veðri og öðrum aðstæðum. Hvaða dag sem er geta farþegar valið að fara styttri leiðir á eigin vegum eða taka það rólega á hótelinu og njóta þess sem nágrennið hefur upp á að bjóða. Suma daga er mögulegt að taka þurfi strætó eða fjallakláf að eða frá göngustaðnum. 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Flogið til München

Flogið verður með Icelandair til München þann 2. júní. Brottför frá Keflavík kl. 7.20 en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Frá flugvellinum í München eru rúmir 200 km til Kaprun svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki um 3,5 klst. Á heimleið þann 9. júní leggjum við snemma af stað út á flugvöll í München og flogið verður heim kl. 14.05. Lending á Íslandi kl. 16.00 að staðartíma.

Svæðið Zell am See

Bærinn Kaprun liggur nálægt vatninu Zell am See, umkringdur austurrísku Ölpunum í sambandsríkinu Salzburg og tilheyrir einum fallegasta þjóðgarði Alpanna, Hohe Tauern. Þetta einstaka svæði tengir saman fjöll, vötn og jökla sem gerir göngufríið að einstökum og eftirminnilegum viðburði. Yfir dalnum gnæfir hinn tignarlegi jökull Kitzsteinhorn í 3203 m hæð yfir sjávarmáli ásamt fallegum fjallgörðum eins og Maiskogel í 1675 m hæð og Schmittenhöhe í 2000 m hæð. Í næsta nágrenni eru einnig Sigmund Klamm gljúfrið og Krimmler fossarnir. Svæðið býður upp á einstaka náttúrufegurð og ævintýralegar gönguleiðir með viðkomu í fjallakofum. Á svæðinu eru einnig falleg uppistöðulón, Mooserboden og Wasserfallboden, sem eru umvafin stórbrotnum fjallahring og er magnað að upplifa útsýni yfir vötnin og stíflurnar sem standa í um 2000 m hæð.

Tillögur að dagleiðum

Hér á eftir eru tekin dæmi um 6 mismunandi dagleiðir sem eru líklegar til að vera á dagskránni þessa viku. 

Opna allt

Dagleið 1 | Krimmler fossarnir – hringferð

Í dag göngum við upp að Krimmler fossunum, hæstu fossum Austurríkis og fimmtu hæstu fossum í heimi! Fallhæð fossanna er 385 m og er rennslið að meðaltali 5,6 m³/sek. Farið verður með almenningsvagni til Krimml og síðan gengið sem leið liggur upp með hinum svokallaða Wasserfallweg, fossaleiðina, upp að efsta fossinum.

 • Lengd: ca 6 km
 • Göngutími: ca 2,5 klst.
 • Hækkun ca 500 m
 • Erfiðleikastig: létt - miðlungs

Dagleið 2 | Sigmund Thun Klamm gljúfrið og Maiskogelalm

Gönguleið dagsins spannar um 10 km. Við göngum frá hótelinu í áttina að Sigmund Thun Klamm gljúfrinu en gangan í gegnum það er einstök upplifun. Gengið er á göngubrúm, mjög öruggum en djarflega byggðum og meðfram þröngum klettaveggjum, með flaum leysingavatns til hliðar og undir okkur. Ef vel er að gáð er hægt að sjá gljúfranorn í klettaveggnum! Gljúfrið, sem myndaðist á síðari hluta síðustu ísaldar, er 320 m langt og 32 m djúpt og mjög áhrifamikið. Hér er gott að vera í regnfötum. Í framhaldi af þessu göngum við upp að Maiskogel skálanum og þaðan aftur á hótelið í gegnum skóglendi og grösug engi.

 • Lengd: ca 10 km
 • Göngutími: ca 3 klst.
 • Hækkun: ca 780 m
 • Erfiðleikastig: létt - miðlungs

Dagleið 3 | Steinalm in Saalfelden

Farið með almenningsvagni til Saalfelden. Gengið frá Bürgerau yfir Einsiedelei am Felsen að Steinalm. Haldið áfram þaðan að Peter Wiechenthaler skálanum.

 • Lengd: ca 6 km
 • Göngutími: ca 3,5 klst.
 • Hækkun: ca 945 m
 • Erfiðleikastig: miðlungs

Dagleið 4 | Kitzsteinhorn

Frá útsýnispalli Kitzsteinhorn í yfir 3000 m hæð, Top of Salzburg, fáum við notið stórfenglegs og ólýsanlegs útsýnis til fjallanna allt um kring, þ.á m. þjóðgarðs fjallgarðsins Hohe Tauern og hæsta fjalls Austurríkis, Grossglockner. Hægt verður að fara þangað upp með kláfi. Farið með Kitzsteinhorn kláfnum að Alpincenter. Þaðan verður gengið eftir Alexander Enzinger leiðinni. Hægt verður að taka Maiskogel kláfinn til baka til Kaprun.

 • Lengd: ca 8 km
 • Göngutími: ca 4 klst.
 • Hækkun: ca 66 m
 • Lækkun: ca 953 m (nema ef kláfurinn er tekinn til baka)
 • Erfiðleikastig: miðlungs

Dagleið 5 | Alexander Enzingerweg að Salzburger skálanum

Skemmtileg dagleið þar sem gemsur, múrmeldýr og alparósir gætu orðið á vegi okkar. Farið með kláfi frá Schaufelberg í Kaprun að Maiskogel skálanum. Héðan göngum við Alexander Enzinger leiðina að Salzburger skálanum.

 • Lengd: ca 7 km
 • Göngutími: ca 3 klst.
 • Hækkun: ca 740 m
 • Erfiðleikastig: miðlungs

Dagleið 6 | Katzsteinalm

Útsýni yfir dali og fjöll úr 1550 m hæð ásamt því að gæða sér á ostum úr svæðisbundinni framleiðslu er algjörlega dagleiðarinnar virði. Farið verður með almenningsvagni til Niedernsill þar sem ganga dagsins hefst. Gengið verður sömu leið til baka.

 • Lengd: ca 14 km
 • Göngutími: ca 5 klst.
 • Hækkun: ca 1000 m
 • Erfiðleikastig: miðlungs

Myndir úr ferðinni

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See

Zell am See

Zell am See

Kitzsteinhorn

Kitzsteinhorn

Krimmler fossarnir

Krimmler fossarnir

Fjallasýn

Fjallasýn

Krimmler fossarnir

Krimmler fossarnir

Sigmun Thun Klamm gljúfrið

Sigmun Thun Klamm gljúfrið

Krimmler fossarnir

Krimmler fossarnir

Maiskogel skálinn

Maiskogel skálinn

Sigmund Thun Klamm gljúfrið

Sigmund Thun Klamm gljúfrið

Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Mynd úr fyrri ferð Bændaferða til Zell am See
Zell am See
Kitzsteinhorn
Krimmler fossarnir
Fjallasýn
Krimmler fossarnir
Sigmun Thun Klamm gljúfrið
Krimmler fossarnir
Maiskogel skálinn
Sigmund Thun Klamm gljúfrið

Fararstjórn

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði. Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki og Færeyjar. 

Hótel

Hotel Kaprunerhof

Fjölskyldurekna 4* hótelið Kaprunerhof er á kyrrlátum stað í þorpinu Kaprun, vel staðsett fyrir göngu- og hjólaleiðir svæðisins. Boðið er upp á fjögurra rétta kvöldverði með valréttum og morgunverðarhlaðborðið er fjölbreytt með framboð af lífrænum afurðum. Herbergin eru öll með baði/sturtu, hárþurrku, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma, öryggishólfi og minibar. Líkamsræktaraðstaða og heilsulind eru á hótelinu með gufu- og eimbaði, nuddpotti og sundlaug.  Gestir fá baðslopp og inniskó til afnota á meðan á dvölinni stendur. Golfvöllur er í nágrenninu og 25% afsláttur fyrir hótelgesti. Auk þess fá allir gestir fríðindakort sem veitir afslætti af samgöngum og þjónustu á svæðinu. Ókeypis þráðlaust net er á öllu hótelinu.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir