Klettafjöllin í Kanada

Hin stórbrotnu Klettafјöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fјölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og mögnuðum þjóðgörðum. Flogið verður til Edmonton, höfuðborgar Alberta, eins auðugasta fylkis Kanada.

Alberta varð ekki til sem fylki í Kanada fyrr en snemma á 20. öld, en þá höfðu fјölmargir Íslendingar sest að á svæðinu. Einn landnemanna var skáldið Stephan G. Stephansson, en hann átti mikinn þátt í mótun lítillar nýlendu í Markerville. Tíguleg Klettafјöllin kalla, við ökum til fјallabæjarins Banff. Hér er hægt að taka kláf upp á fјallið Sulphur Mountain og njóta stórkostlegs útsýnis. Í skoðunarferð um Kootenay þjóðgarðinn njótum við náttúrufegurðarinnar sem alls staðar er einstök. Komum til Lake Louise, einhvers fegursta stöðuvatns í heimi og skoðum okkur um í Jasper þjóðgarðinum. Við kveðjum fjöllin og ökum út á sléttuna. Öldum saman voru hér þúsundir vísunda en þeim var nánast útrýmt um miðja 19. öld. Fáeinar hjarðir finnast enn og við heimsækjum búgarð þar sem þessar merkilegu skepnur er að finna. Við endum ferðina í Leduc, smábæ rétt sunnan við Edmonton.

Verð á mann í tvíbýli 298.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 111.700 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður alla morgna á hótelum.
 • Heimsókn á vísundabúgarð.
 • Aðgangur í þjóðgarða.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Akstur á flugvöll á heimferðardegi.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • ETA heimild til Kanada ca $ 7.
 • Aðgangseyrir inn í söfn og kirkjur.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst

 • Aðgangseyrir í Markerville safnið ca $4.
 • Hús Stephans G. Stephanssonar ca $5.
 • Hádegismatur í Fensölum ca $18.

Fararstjóri safnar saman greiðslum í rútu á leiðinni og greiðir allan pakkann.

Athugið

Máltíðir eru almennt ekki innifaldar í ferðinni, nema morgunverður alla morgna. Gott er að hafa með sér nasl í bílnum, ávexti og annað slíkt. Í bílnum er til sölu vatn gegn vægu gjaldi svo enginn þarf að vera þyrstur. Stundum mun fararstjórinn panta sameiginlega máltíð eða taka frá borð á veitingastað þannig að hópurinn snæðir saman. Það er mjög mismunandi hvað kvöldverður kostar, allt miðað við hvort farþegar vilja fá sér einfalda máltíð eða fara fínt út að borða. Sem viðmiðun má gera ráð fyrir að kvöldverður kosti ekki undir 20 dollurum á mann (nema skyndibitamáltíð sem er ódýrari). 

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

24. ágúst | Keflavík – Edmonton

Flug frá Keflavík til Edmonton í Alberta. Brottför frá Leifsstöð kl. 16:45. Mæting á flugvöll a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför. Lent í Edmonton kl. 17:15 að staðartíma. Að loknu útlendingaeftirliti og tollskoðun flytja skutlur hópinn á hótel í Leduc, úthverfi nærri flugvellinum þar sem gist verður eina nótt.

25. ágúst | Markerville - Banff

Frá Edmonton er ekið í íslensku nýlenduna í Markerville. Þangað fluttu Íslendingar frá Norður-Dakóta og var skáldið Stephan G. Stephansson einn þeirra. Hann reyndist löndum sínum drjúgur og tók virkan þátt í mótun íslenska samfélagsins. Nöfn eins og Hólar, Tindastóll og Fensalir voru hans hugmyndir og hér flutti hann Þó þú langförull legðir á þjóðminningarsamkomu. Hús skáldsins er nú safn og verður það skoðað. Hádegisverður snæddur í Markerville. Við skoðum safnið en ökum að svo búnu á náttstað í Banff þar sem gist verður í eina nótt.

26. ágúst | Skoðunarferð í fjöllin

Í dag skoðum við okkur um í fjöllunum, hverfum um stund yfir til Bresku Kólumbíu til að skoða. Byrjum á því að aka stutta leið að tígulegu fjalli, Castle Mountain, sem er um 2800 m á hæð. Fjallið fékk nafnið árið 1858 því það minnti landkönnuð á kastala. Hér njótum við útsýnis um hríð en ökum því næst inn í Kootenay þjóðgarðinn og komum fyrst til Marble Canyon. Þegar litið er upp hlíðarnar blasa við ummerki mikils skógarelds sem þarna logaði fyrir allmörgum árum. Makalaust að sjá hvernig náttúran sjálf vinnur sig úr slíkum hildarleik. Hér verður áð og skoðað. Áfram er haldið inn í dali, tíguleg Klettafjöllin allt um kring tala sínu máli. Komum til Vermillion Crossing þar sem við fáum okkur hressingu áður en aftur er snúið til Banff.

Opna allt

27. ágúst | Frjáls dagur í Banff

Nafn þessa bæjar er skoskt og á bærinn nafna í norðanverðu Skotlandi út við Norðursjó. Í dag gefst tækifæri til að skoða þennan fjallabæ í Klettafjöllunum. Ef veður leyfir væri upplagt að taka kláfinn upp á fjallið Sulphur Mountain og njóta stórkostlegs útsýnisins þaðan yfir fjöllin. Taka svo strætisvagn frá ferjustað niður í bæ og skoða. Þar eru einkar áhugaverð söfn, eitt varðar sérstaklega sögu frumbyggja á þessu svæði annað er helgað landnemum 19. aldar. Þar er að finna frábært úrval hvers kyns veitingastaða svo og úrval smáverslana.

28. ágúst | Banff - Jasper

Þessi dagsferð snýst nánast algerlega um Klettafjöllin. Ekið verður einstök leið frá Banff til Jasper, úr einum þjóðgarði í annan. Við byrjum á fallegu stöðuvatni, Lake Moraine og þaðan til Lake Louise, líklega einhvers fallegasta staðar fjallanna. Mörgum sem þangað koma þykir svæðið nánast himneskt. Bresk áhrif í Alberta eru mikil, fjölmörg staðarheiti tengjast Bretlandi 19. aldar. Stöðuvatnið Lake Louise ber nafn breskrar prinsessu og fjallið, sem gnæfir yfir botni dalsins, heitir Viktoría. Frá Lake Louise er ekið norður um fjöllin. Hér er margt að sjá og því víða áð. Á einum stað blasir við skógivaxinn dalur, þar sem blágrænt stöðuvatnið Peyto Lake glitrar eins og gimsteinn í sólinni. Hér og hvar glittir í jökla og hvarvetna er fjallasýnin einstök. Við yfirgefum Banff þjóðgarðinn og ökum inn í Jasper þjóðgarð. Komum á náttstað í Jasper undir kvöld.

29. ágúst | Frjáls dagur í Jasper

Ef veður leyfir er byrjað á að fara með kláfi, Jasper Skytram, á hæstu tinda. Frjáls tími síðdegis. Hér er margt að skoða, söfn, gallerí, minjagripaverslanir og auðvitað finnast frábær kaffi - og veitingahús.

30. ágúst | Jasper - Vísundar - Leduc

Við ökum út á sléttuna í vesturátt þar sem þúsundir vísunda undu hag sínum fyrr á öldum en gegndarlausar veiðar um miðbik 19. aldar gengu mjög nærri stofninum. Í samvinnu við bændur sneru stjórnvöld við blaðinu og efldu stofninn. Förinni er heitið á vísundabúgarð þar sem bóndinn fræðir gesti um þessa merkilegu skepnu í skemmtilegri heimsókn. Förum þaðan til Rochfort Bridge Trading Post þar sem tækifæri gefst til að smakka vísundakjöt. Hingað komu íbúar sléttunnar með varning og seldu. Að lokinni máltíð er ekið til Edmonton þar sem gist verður í smábænum Leduc í þrjár nætur.

31. ágúst | Skoðunarferð um Edmonton

Í dag verður farin skoðunarferð um Edmonton og byrjað á þinghúsi fylkisins þar sem við röltum um lóðina, njótum gróðurs, byggingalistar og útsýnis. Þaðan er farið í Fort Edmonton Park þar sem við skoðum m.a. gamlan verslunarstað frá árinu 1846 en sá snerist að mestu um skinnaverslun. Hér er margt að sjá og því gefst góður tími til að rölta um. Héðan liggur leiðin um sunnanverða borgina í merkileg gróðurhús, Muttart Conservatory þar sem finna má jurtir frá öllum heimshornum og víða að úr Kanada. Þaðan verður ekið til baka á hótel.

1. september | Frjáls dagur í Leduc

Eftir annasama daga í Klettfjöllum er kærkomið að taka það rólega á góðu hóteli sem er vel staðsett við eina aðalgötu þessa smábæjar. Upplagt að rölta eftir aðalgötunni, kíkja í ólíkar smáverslanir uns til enda er komið en þar tekur við stöðuvatn sem gaman er að skoða. Snúa til baka, tylla sér á kaffi- eða veitingahús og fá sér hressingu. Þá er stutt í verslunarhverfi sem einhver kann að vilja nýta sér.

2. september | Heimferðardagur

Það er komið að heimför. Skila þarf herbergjum kl. 11:00 að morgni og munu töskur verða settar í læstan sal þannig að ýmislegt má gera fram að brottfarartíma. Skutlur hótelsins flytja svo hópinn á flugvöll síðdegis. Brottför frá Edmonton kl. 18:15.

3. september | Lending í Keflavík

Lending í Keflavík er áætluð kl. 06:35. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Vísundabúgarður

Vísundabúgarður

Lake Moraine

Lake Moraine

Markerville

Markerville

Lake Louise

Lake Louise

Markerville

Markerville

Vísundabúgarður

Vísundabúgarður

Markerville

Markerville

Castle Mountain

Castle Mountain

Í hæstu hæðum Jasper

Í hæstu hæðum Jasper

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Vísundabúgarður
Lake Moraine
Markerville
Lake Louise
Markerville
Vísundabúgarður
Markerville
Castle Mountain
Í hæstu hæðum Jasper
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Ljósm. Guðrún Eggertsdóttir

Fararstjórn

Þórhallur Vilhjálmsson

Þórhallur Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann nam markaðsfræði við háskólann í San Francisco og útskrifaðist þaðan árið 1990. Hann hefur starfað að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum bæði hérlendis og í Bandaríkjunum m.a. sem forstöðumaður sölu- og framleiðsluáætlana hjá ISAL í Straumsvík, markaðsstjóri hjá Nýsi hf og markaðsstjóri Portus hf (sem byggði tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna í Reykjavík). 

Jónas Þór

Jónas Þór er fæddur í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og flutti það ár til Winnipeg í Manitoba. Að loknu framhaldsnámi í sagnfræði frá Manitobaháskóla var Jónas ráðinn ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu og kenndi um leið við íslenskudeild Manitobaháskóla. Hann bjó Í Kanada í tíu ár. Jónas hefur um árabil skipulagt ferðir sem á einn eða annan hátt tengjast sögu íslensku vesturfaranna í Vesturheimi. Hann hefur farið með hópa á nánast alla staði í Norður-Ameríku þar sem Íslendingar settust að á vesturfaratímabilinu. Þá hefur hann skipulagt ferðir til Íslands fyrir afkomendur vesturfaranna.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir