Klettafjöllin í Kanada

24. ágúst – 1. september 2018 (9 dagar)

Hin stórbrotnu Klettafјöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fјölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og mögnuðum þjóðgörðum.

Flogið verður til Edmonton, höfuðborgar Alberta, eins auðugasta fylkis Kanada. Við byrjum ferðina á skoðunarferð í borginni og heimsækjum meðal annars sögufrægan stað, Fort Edmonton Park. Fyrr á öldum ráfuðu vísundar á sléttunni í stórum hjörðum en gríðarlegar veiðar á 19. öld nánast útrýmdu þessum miklu skepnum. En hjarðir þeirra eru ekki allar horfnar. Við heimsækjum vísundabónda á leiðinni frá Edmonton í Klettafjöllin. Skoðum ferðamannabæinn Jasper í samnefndum þjóðgarði og heimsækjum eitt fegursta stöðuvatn heims, Lake Louise á leið okkar til Banff. Þar dvalið í 3 nætur, en þar er margt að sjá og skoða. Alberta varð ekki til sem fylki í Kanada fyrr en snemma á 20. öld en þá höfðu fјölmargir Íslendingar sest að á svæðinu. Einn landnemanna var skáldið Stephan G. Stephansson, en hann átti mikinn þátt í mótun lítillar nýlendu í Markerville. Við skoðum safnið í litla bænum og hús skáldsins á leið okkar úr fjöllunum í lok ferðar. 

Verð á mann í tvíbýli 248.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 91.800 kr.


Innifalið

 • 9 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður alla morgna á hótelum.
 • Heimsókn á vísundabúgarð.
 • Aðgangur í þjóðgarða.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Akstur á flugvöll á heimferðardegi.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn og kirkjur.
 • Kláfar.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst

 • Aðgangseyrir í Markerville safnið ca. $4.00.
 • Hús Stephans G. Stephanssonar ca. $5.00.
 • Hádegismatur í Fensölum ca. $18.00.

Fararstjóri safnar saman greiðslum í rútu á leiðinni og greiðir allan pakkann.

Athugið

Gott er að hafa með sér nasl í bílnum, ávexti, vatn og annað slíkt. Það er mjög mismunandi hvað kvöldverður kostar og miðast við hvort farþegar vilja fá sér einfalda máltíð eða fara fínt út að borða. Sem viðmiðun má gera ráð fyrir að kvöldverður kosti ekki undir $20.00 á mann (aðeins skyndibitamáltíð er ódýrari). 

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

24. ágúst | Keflavík – Edmonton

Flug frá Keflavík til Edmonton í Alberta. Brottför frá Leifsstöð kl.16:45. Mæting á flugvöll 3 klst. fyrir brottför. Lent í Edmonton kl.17:25 að staðartíma. Að loknu útlendingaeftirliti og tollskoðun flytja skutlur hópinn á hótel nærri flugvelli þar sem gist verður tvær nætur.

25. ágúst | Edmonton – Skoðunarferð

Í dag verður skoðunarferð á staði í og við Edmonton. Að loknum morgunverði er ekið norður til Fort Edmonton Park. Þar skoðum við gamlan verslunarstað frá árinu 1846 en sá snerist að mestu um skinnaverslun. Hér er margt að sjá og því gefst góður tími til að rölta um. Þaðan liggur leiðin um sunnanverða borgina í merkileg gróðurhús. Þar er að finna magnað safn jurta, eitt hið stærsta í Vestur Kanada. Við ökum niður í miðbæ og á þinghúslóðina. Röltum hér um og skoðum útsýnið. Loks liggur leiðin í stærstu verslunarmiðstöð Kanada, West Edmonton Mall. Sjálfsagt að skoða sig um, kíkja í búðir ef vill eða setjast á kaffi- eða veitingahús og fá sér hressingu. Til baka á hótel síðdegis.

26. ágúst | Vísundar – Jasper

Við ökum út á sléttuna í vesturátt þar sem þúsundir vísunda undu hag sínum fyrr á öldum  en gengdarlausar veiðar um miðbik 19. aldar gengu mjög nærri stofninum. Í samvinnu við bændur sneru stjórnvöld við blaðinu og efldu stofninn. Förinni er heitið á vísundabúgarð. Byrjum á að heimsækja verslunarstaðinn Rochfort Bridge Trading Post. Hér gefst tækifæri til að smakka vísundakjöt. Hingað komu íbúar sléttunnar með varning og seldu og gera enn. Komum síðdegis í smábæinn Hinton við Jasper þjóðgarðinn þar sem við gistum næstu tvær nætur. 

Opna allt

27. ágúst | Jasper – Skoðunarferð

Að loknum morgunverði er ekið í þjóðgarðinn og ef veður leyfir byrjað á að fara með Jasper Skytram á hæstu tinda fyrir hádegið. Frjáls tími síðdegis. Hér er margt að skoða, söfn, gallerí, minjagripaverslanir og auðvitað finnast frábær veitingahús. Ekið til baka á náttstað í Hinton seinni partinn.

28. ágúst | Banff

Kveðjum Jasper þjóðgarðinn og nú ferðumst við suður við rætur hinna stórfenglegu Klettafjalla. Þótt fjöllin séu einstök hvert sem litið er þá heilla líka stöðuvötnin sem verða á vegi okkar í dag. Á einum stað blasir við skógivaxinn dalur, þar sem blágrænt stöðuvatnið Peyto Lake glitrar eins og gimsteinn í sólinni. Við komum til Lake Louise, líklega einhvers fallegasta staðar fjallanna, en vatnið ber nafn breskrar prinsessu og fjallið, sem gnæfir yfir botni dalsins, heitir Viktoría. Frá Lake Louise er ekið suður um fjöllin uns komið er til Banff seinni partinn. Hér verður gist í þrjár nætur.

29. ágúst | Frjáls dagur í Banff

Frjáls tími eftir hádegið og nú gefst tækifæri til að anda að sér fjallaloftinu og upplifa stemninguna í Banff. Ef veður er gott væri upplagt að taka kláfinn upp á fjallið Sulphur Mountain og njóta stórkostlegs útsýnisins þaðan yfir fjöllin, en þeir sem vilja geta gengið niður eftir skógarstígnum. Í bænum eru áhugaverð söfn, sem varða m.a. sögu frumbyggja landsins og landnemanna. Það er því tilvalið að taka það rólega og rölta um hinn fræga fjallabæ, sem stundum er kallaður skíðabær ríka fólksins.

30. ágúst | Skoðunarferð í fjöllin

Í dag skoðum við okkur um í fjöllunum, hverfum um stund yfir til Bresku Kolumbíu til að skoða. Byrjum á því að aka stutta leið að tígulegu fjalli, Castle Mountain. Nafnið fékk fjallið árið 1858, það minnti landkönnuð á kastala. Það er um 2.800 m. á hæð. Hér njótum við útsýnis um hríð en ökum því næst inn í Kootenay þjóðgarðinn. Þar komum við til Marble Canyon og skoðum. Þegar litið er upp hlíðarnar blasa ummerki mikils skógarelds við en þarna logaði allt fyrir allmörgum árum. Makalaust að sjá hvernig náttúran sjálf vinnur sig úr slíkum hildarleik. Þarna verður áð og skoðað. Áfram er haldið inn í dali, tíguleg Klettafjöllin allt um kring tala sínu máli. Komum til Vermillion Crossing þar sem við fáum okkur hressingu áður en aftur er snúið til Banff. 

31. ágúst | Banff – Markerville -Edmonton

Frá Edmonton er ekið í íslensku nýlenduna í Markerville. Þangað fluttu margir Íslendingar frá Norður Dakota og var skáldið Stephan G. Stephansson einn þeirra. Hann reyndist löndum sínum drjúgur og tók virkan þátt í mótun íslenska samfélagsins. Nöfn eins og Hólar, Tindastóll og Fensalir voru hans hugmyndir og hér flutti hann fyrst Þó þú langförull legðir á þjóðminningarsamkomu. Við byrjum á hádegisverði í félagsheimilinu Markerville, skoðum mjólkurbúið og endum skoðunarferðina á að skoða hús skáldsins. Ekið til baka á hótel í Edmonton.

1. september | Heimferðardagur

Það er komið að heimför. Skutlur hótels flytja hópinn á flugvöll kl. 15:00. Leduc er notalegur, lítill bær, nokkurs konar úthverfi frá Edmonton. Hótelið er við aðalgötuna og í dag er upplagt að rölta hana til enda að fallegu vatni en meðfram því er stígur sem gaman er að ganga. Koma má töskum fyrir í læstri geymslu hótelsins á meðan. Brottför frá Edmonton 18:25. 

2. september | Lending í Keflavík

Lending í Keflavík er áætluð kl. 6:40.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Jónas Þór

Jónas Þór er fæddur í Reykjavík. Hann lauk prófi frá Háskóla Íslands árið 1977 og flutti það ár til Winnipeg í Manitoba. Að loknu framhaldsnámi í sagnfræði frá Manitobaháskóla var Jónas ráðinn ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu og kenndi um leið við íslenskudeild Manitobaháskóla. Hann bjó Í Kanada í tíu ár. Jónas hefur um árabil skipulagt ferðir sem á einn eða annan hátt tengjast sögu íslensku vesturfaranna í Vesturheimi. Hann hefur farið með hópa á nánast alla staði í Norður-Ameríku þar sem Íslendingar settust að á vesturfaratímabilinu. Þá hefur hann skipulagt ferðir til Íslands fyrir afkomendur vesturfaranna.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir