Varsjá & Kraká

Við bjóðum upp á merkar borgir og áhugaverð landsvæði í Póllandi. Ferðin hefst á skoðunarferð til Kraká sem er með fegurstu borgum landsins og er stundum nefnd Flórens norðursins. Þar er margt merkilegra bygginga, sögufrægra slóða og menningar sem gerir hana að einni vinsælustu borg landsins. Við fetum aldagamlar slóðir um gamla miðbæinn, lítum á kirkjuna St. Mary, heimsækjum Planty garðinn og dáumst að Barbicanvirkinu og St. Florians hliðinu. Pólland var hart leikið í síðari heimstyrjöldinni og margir hryllilegir atburðir áttu sér stað, t.a.m. í Auschwitz sem við munum skoða. Einnig er einstaklega áhrifamikið að heimsækja gyðingahverfi borganna. Við munum skoða Wieliczka saltnámurnar sem eru þær elstu og þekktustu í heimi og hafa verið á lista UNESCO yfir heimsminjar síðan 1978. Við heimsækjum Varsjá, sögufræga höfuðborg landsins, þar sem við förum á Plac Konstytucji torgið, kíkjum á iðandi mannlíf á Plac Zbawiciela torgi og dáumst að útsýni yfir borgina frá Palace of Culture and Science. Umhverfi stórborgarinnar er ekki síður spennandi og við förum í eftirlætisgarð heimamanna, Powsingarðinn. 

Verð á mann í tvíbýli 209.300 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 52.800 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Wizz Air og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangur inn í Auschwitz.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Vínsmökkun
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling á ánni Vislu ca € 7.
 • Aðgangur í saltnámurnar Wieliczka ca € 22. Taka verður fram þátttöku við bókun í ferðina.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. ágúst | Flug til Kraká

Brottför frá Keflavík kl. 15:35. Mæting í Leifsstöð a.m.k. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Kraká kl. 21:45 að staðartíma. Frá flugvelli verður ekið inn í borg þar sem gist verður í fimm nætur.

5. ágúst | Skoðunarferð um Kraká

Kraká er stundum kölluð Flórens norðursins en borgin var um langa hríð aðsetur pólsku konunganna og þykir undrun sæta að borgin hafi aldrei verið lögð í rúst. Menning og sögulegar, glæstar byggingar gera hana að vinsælustu borg landsins. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð þar sem við fræðumst um ýmsa forna siði og venjur íbúanna. St. Florians hliðið vekur alltaf hrifningu sem og St. Mary´s kirkjan. Við skoðum Cloth Hall sem er elsta verslunarmiðstöð í heimi og sjáum turninn á ráðhúsinu. Að lokinni skoðunarferð gefst einnig tími til að kanna borgina á eigin vegum.

6. ágúst | Wieliczka saltnámurnar & frjáls tími

Nú verður ekin fögur leið frá Kraká að Wieliczka saltnámunum sem eru þær elstu og þekktustu í heimi og hafa verið á heimsminjalista UNESCO síðan 1978. Þetta er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og yfir milljón ferðamanna frá öllum heimshornum skoða saltnámurnar ár hvert. Þær hafa mikla, sögulega þýðingu fyrir landsmenn en í aldaraðir hefur verið unnið þar salt. Farið verður í mjög áhugaverða skoðunarferð um námurnar. Eftir það verður ekið til baka til Kraká og þá er upplagt að nota tímann sem eftir lifir dags til að skoða borgina nánar m.a. er hægt að lifa eins og konungur og fara í hestakerruferð.

Opna allt

7. ágúst | Auschwitz & Oswiecim

Þennan dag verður boðið upp á mjög áhugaverða ferð til bæjarins Oswiecim sem er staðsettur 60 km vestur af Kraká en þar voru stærstu fanga- og útrýmingabúðir nasista, Auschwitz, og á þeim tíma var það einnig þýskt nafn bæjarins. Fangabúðirnar samanstóðu af þremur aðalbúðum og rúmlega 40 aukabúðum. Hér voru um 1,3 milljónir manna líflátnir og af þeim voru 85% gyðingar. Það kann að vera áhugaverð upplifun að skoða svæðið en þessi heimsókn er valfrjáls. Þeim sem ekki kæra sig um að skoða staðinn gefst tækifæri til að fara annað á meðan. Borgin Pszczyna er nærri og heimsókn þangað er annar valkostur. Þar er merkileg höll sem vert er að skoða og allt í kringum hana er einkar fallegur garður. Rétt hjá er svo mikið torg og þar segja heimamenn að fáist besti ís Póllands. Þegar þessum heimsóknum lýkur er ekið áfram á hótel í Kraká.

8. ágúst | Frjáls dagur í Kraká

Það er gaman að rölta um gamla gyðingahverfið í Kazimierez á eigin vegum en tækifæri til þess gefst í dag. Þetta er sérstakur staður þar sem vel fór á með gyðingum og kristnum mönnum fyrr á tímum. Hér í hverfinu eru einstaklega heillandi og hlýleg kaffi- og veitingahús, ljúft að hvíla lúin bein á einhverju þeirra og fylgjast með mannlífinu. Einnig er hægt að fara inn í Podgorze hverfið en þar er minnisvarðinn „80 auðir stólar“ sem minnir á hörmungarnar í gyðingahverfinu. Þar er einnig verksmiðja Schindler sem fræg kvikmynd var gerð um og er áhugasömum bent á skoðunarferðir þar. Miðbærinn er einstaklega heillandi, svo margt að skoða að vel má verja þar bróðurparti dagsins.

9. ágúst | Varsjá & sigling á Wislu ánni

Í dag tökum við stefnuna á ævintýraborgina Varsjá. Öldum saman var hún menningarmiðstöð landsins og fjölmargar, glæstar byggingar í barokk- og endurreisnarstíl prýða hana. Gist verður í tvær nætur á góðu hóteli. Þegar við höfum komið okkur fyrir á hótelinu gefst tækifæri til að fara í siglingu á Wislu ánni sem rennur um borgina. Aldeilis dásamlegt að byrja á því að upplifa þessa glæsilegu borg frá ánni.

10. ágúst | Skoðunarferð um Varsjá

Við förum í skemmtilega og áhugaverða skoðunarferð um höfuðborgina Varsjá, stærstu borg landsins. Í þessari fróðlegu skoðunarferð gerum við okkur m.a. ferð í Lazienki garðinn. Þar er merkileg höll frá 18. öld, sannkölluð vatnahöll, með undurfallegum garði sem varðveitir m.a. minnismerki tónskáldsins Frédrik Chopin.

11. ágúst | Heimferð

Nú er komið að því að kveðja Varsjá eftir ljúfa daga. Við ökum til Katowice flugvallar en brottför þaðan er kl. 17:55 og lending í Keflavík kl. 20:10 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir