Chamonix, Zermatt & Stresa

11. – 20. ágúst 2018 (10 dagar)

Hér er sannarlega hrífandi upplifun inn á milli stórbrotinna Alpafjalla á leið okkar um svissnesku, frönsku og ítölsku Alpana.

Þessi glæsilega ferð byrjar í frönsku Ölpunum í fjallabænum fræga Chamonix, en frá miðbænum gengur útsýniskláfur upp í 3.842 m hæð á Aiguille du Midi. Frá fjallstoppnum er stórkostlegt útsýni yfir á Mont Blanc, hæsta fjall Vestur-Evrópu. Saas Fee í Saas dalnum í Svissnesku Ölpunum lætur okkur ekki ósnortin en bærinn er umkringdur 18 fjallatindum sem eru flestir yfir 4.000 m á hæð, hér er með sanni sagt, ótrúleg náttúrufegurð. Við heimsækjum bíllausa bæinn Zermatt sem liggur á milli hæstu fjalla Evrópu þ.á.m. Matterhorn, fjalli fjallanna. Á leið okkar um bæinn verður Gornagrad lestin á vegi okkar og mögulega nokkrar Rolex og Gucci verslanir. Ekið verður yfir Simplon skarðið til Lago Maggiore á Ítalíu og gist í bænum Stresa. Farið verður í siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella og þar skoðuð dásamleg höll í miðjum, stórglæsilegum lystigarði. Við skoðum heimsþekkta bæinn Lugano og Luganovatn við rætur fјallsins San Salvatore. Síðasta deginum eyðum við í heimsborginni Mílanó.

Verð á mann í tvíbýli 249.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 54.500 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Kláfur upp á Aguille du Midi ca. € 60.
 • Sigling til Isola Bella ca. € 13.
 • Lestarferð til Zermatt ca. CHF 16.
 • Aðgangseyrir í höllina og garðinn á Isola Bella ca. € 15.
 • Kláfur upp á San Salvatore fjall ca. CHF 24.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

11. ágúst | Flug til Genf & Chamonix

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Genf kl. 13:00. Ekið verður til bæjarins Chamonix sem stendur við rætur hæsta fjalls Vestur-Evrópu, Mont Blanc. Þar verður gist í 2 nætur á hóteli í bænum.

12. ágúst | Chamonix & Mont Blanc

Chamonix er bær fjalladýrkenda og þekktur skíðabær, en fyrstu vetrarólympíuleikarnir voru haldnir hér árið 1924. Frá miðbænum gengur útsýniskláfur sem við ætlum að taka upp í 3.842 m hæð á Aiguille du Midi, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir á Mont Blanc, Chamonix og dalinn fyrir neðan. 

13. ágúst | Chamonix & Saas-Fee

Byrjum daginn á góðum morgunverði en eftir það verður ekin fögur leið til litla bæjarins Saas –Fee í Saas dalnum í Svissnesku Ölpunum en hann er umkringdur ekki færri en 18 fjallatindum sem eru yfir 4000m á hæð. Þar verður gist í 3 nætur en í þessum litla fjallabæ búa tæplega 1.700 íbúar. Þetta er einn af þekktustu skíðabæjum landsins, en ótrúleg fjalla- og jöklafegurð er umhverfis bæinn.

Opna allt

14. ágúst | Fjallabærinn Zermatt

Eftir góðan morgunverð verður farið til Täsch en þaðan er stutt lestarferð að áfangastað dagsferðar okkar; Zermatt. Leið lestarinnar liggur á milli þriggja hæstu fjalla Evrópu, Dom, Matterhorn og Monte Rosa. Útsýnið úr lestinni yfir á Matterhorn er hreint stórfenglegt. Í Zermatt er engin bílaumferð og gömlum húsum hefur þar verið haldið mjög vel við, þótt fjósin hafi þurft að víkja fyrir Rolex og Gucci verslunum! 

15. ágúst | Dagur í Saas-Fee

Í Saas–Fee er ekki erfitt að eyða einum góðum degi í kyrrlátri fjalladýrð. Hér erum við í Miðjarðarhafsloftslagi, með 300 sólskinsdaga á ári. Bærinn er ósvikinn fjallabær í einstöku umhverfi dýrðlegrar náttúru. Það er ótrúlegt úrval afbragðs veitingastaða í þessum litla bæ, allt frá sælkera- til skyndibitastaða og einnig fjölmargar, huggulegar litlar verslanir. Það er hægt að fara á skíði á jöklum Saas Fee dalsins yfir sumarið og þess vegna eru flestir skíðakennarar heims þjálfaðir hér. Það er hægt að taka fjöldann allan af ókeypis kláfum upp á flest fjöll í Saas- Fee dalnum allt upp í ca 4000 m hæð. Það er augljóst að hér eru tækifærin óteljandi til að eiga frábæran og eftirminnilegan dag í Svissnesku Ölpunum.

16. ágúst | Saas-Fee & Stresa

Nú kveðjum við Saas-Fee eftir sæludaga og ekið verður um mikilfenglega Alpana, yfir Simplon-skarðið og um Brig yfir til Ítalíu. Áfangastaður okkar er bærinn Stresa við vatnið Lago Maggiore. Vatnið er annað stærsta vatn á Ítalíu þrátt fyrir að allstór hluti þess sé í  Sviss. Dásamlegt umhverfi og staðsetning vatnsins hefur allt frá 18.öld laðað að baðgesti og ferðamenn. Við gistum í bænum Stresa í 4 nætur á góðu hóteli. 

17. ágúst | Stresa & Isola Bella

Stresa er vinsælasti bærinn við vatnið, fjörlegur og fullur af lífi. Við hefjum daginn á að kanna umhverfið nánar, en tökum svo bát til fögru eyjunnar Isola Bella sem er ein Borromeo-eyjanna. Fegurð eyjunnar er ólýsanleg, en aðalsætt Borromeo byggði þar höll og gaf Carlo III eyjunni nafn Isabellu eiginkonu sinnar. Sérlega gaman er að skoða höllina og garðinn sem umlykur hana. Þess má til gamans geta að sjálfur Napóleon gisti hér í 2 nætur með eiginkonu sinni Jósefínu.

18. ágúst | Lugano & fjallið San Salvatore

Suðrænn blær Lugano tekur á móti okkur í dag. Þessi heimsþekkti og heillandi bær býður upp á sólríkt veðurfar og hlýtt viðmót heimamanna. Lugarno stendur  á fallegum stað við samnefnt vatn og er umlukinn fjöllum. Þótt bærinn sé í Sviss gætir þar mjög ítalskra áhrifa, bæði í mat og list. Við aðaltorgið Piazza della Riforma standa pastellitaðar hallir frá 18. öld í röðum. Hér eru flottar búðir, vinaleg kaffihús og góðir veitingastaðir. Möguleiki er að fara með kláfi upp á San Salvatore fjallið sem er 912 m hátt, en þaðan er hrífandi útsýni yfir vatnið og Alpana allt um kring.

19. ágúst | Frjáls dagur í Stresa

Í dag slökum við á og njótum þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.Tilvalið er að fara í skemmtilega gönguferð meðfram vatninu eða kanna mannlíf bæjarins, sem er einstaklega huggulegur. 

20. ágúst | Mílanó & heimferð

Nú er komið að heimferð eftir glæsilega fjallaferð. Að loknum morgunverði er ekið til heimsborgarinnar Mílanó þar sem farið verður í stutta skoðunarferð. Síðan gefst kostur á að kanna borgina á eigin vegum og líta inn á kaupmenn. Upplagt að fá sér kvöldverð áður en ekið verður út á flugvöll. Brottför þaðan kl. 20:40 og lending í Keflavík kl. 22:55 að staðartíma

Fararstjóri getur fært milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 35 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig nýorðin sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir