Hauststemning í Hamborg & Lubeck

26. september - 1. október 2017 (6 dagar)

Í þessari glæsilegu ferð ætlum við að fræðast um heimsborgina Hamborg sem oft er nefnd hlið heimsins og fallegustu borg Norður-Þýskalands Lübeck, sem teljast báðar til hinna þekktu Hansaborga. Hamborg er meðal stærstu hafnar- og viðskiptaborga heims og á sér langa sögu á því sviði. Velmegun borgarbúa í gegnum tíðina endurspeglast í mikilfenglegum byggingum og ótal mörgum glæsivillum. Borgin er yndislega fögur, en um hana hvarvetna eru laufskrúðug tré, grænir garðar og svo setja síkin einstaklega sterkan svip. Höfnin sem hefur í áraraðir þjónað mikilvægum viðskiptalegum tilgangi, er við ána Elbe, en miðbæinn prýðir hið dásamlega vatn, Alster.
 
Við höldum að sjálfsögðu í siglingu um vatnastigu borgarinnar til þess að kanna hana nánar. Siglt verður um Speicherstadt, gamla vöruhúsahverfið við höfnina, en þar sjáum við eitt af nýjustu táknum borgarinnar, hina stórfenglegu tónlistarhöll Elbphilharmonie, sem var reist á gamla iðnaðarsvæðinu HafenCity. Það er nú eitt vinsælasta svæðið í borginni. Farið verður í dagsferð til huggulega miðaldabæjarins Lübeck. Á göngu um miðbæinn verða á vegi okkar glæsilegar gotneskar múrsteinsbyggingar, gnæfandi kirkjuturnar og við fræðumst um marsípangerðina sem bærinn er hvað þekktastur fyrir. Hver veit nema við fáum að smakka á heimsfrægri afurðinni.

Hér má skoða heimasíðu tónlistarhallarinnar glæsilegu Elbphilharmonie.

Verð á mann í tvíbýli 148.400 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 23.700 kr.


Innifalið

 • 6 daga ferð.
 • Flug og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hóteli.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar og vínsmökkun.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Aðgangseyrir í marsipansafnið í Lübeck ca. € 3.
 • Sigling um Hamborg ca. € 25.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

26. september | Flug til Hamborg

Brottför frá Keflavík kl. 7:50. Mæting í Leifsstöð 2 klst fyrir brottför. Lending í Hamborg  í Þýskalandi kl. 13:05 að staðartíma. Einungis er um hálftíma keyrsla á hótelið. Þessi hrífandi heimsborg byggir stolt á sterkum viðskiptatengslum og tengir höfnin ein borgina við alla heimsbyggðina, en þar í gegn eiga sér stað miklir vöruflutningar dag hvern. Fjöldi stórra fjölmiðla- og iðnaðarfyrirtækja eiga einnig sínar höfuðstöðvar í borginni. Þetta skýrir viðurnefni borgarinnar Tor zur Welt eða hlið alheimsins. Gist verður í 5 nætur á góðu 4* hóteli í miðborginni. 

27. september | Skoðunarferð & frjáls tími

Eftir góðan morgunverð kynnum við okkur þessa dásamlegu borg nánar. Við hefjum skoðunina á því að aka um markverðurstu staði hennar, framhjá óperunni, leikhúsinu, tónlistarhöllinni, listasafninu og Michaelis kirkjunni, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar og stendur við eina elstu götu borgarinnar. Hamborg er talin grænasta borg landsins og skartar miklum fjölda gróðursælla garða. Eftir ökuferðina verður farið í smá göngu um miðbæinn þar sem við göngum m.a. Jungfernstieg að fallega ráðhúsinu, en það er hreint stórkostleg bygging. Tónlistarsaga borgarinnar er einnig merk, en þess má geta að The Beatles hófu sinn feril í Hamborg. Að skoðunarferðinni lokinni er um að gera að kanna borgina nánar á eigin vegum, líta á kaffihús eða kanna hvað kaupmenn hafa í boði.

28. september | Drottning Hansaveldisins Lübeck

Lübeck er oft talin fallegasta borg Norður-Þýskalands og iðullega er talað um hana sem drottningu Hansaveldisins. Í þessari yndislegu borg byrjum við á því að fara í skoðunarferð um elsta hluta hennar, sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Vatn umkringir miðbæinn á alla kanta og gnæfa sjö kirkjuturnar yfir borginni. Þar sem við göngum um miðbæinn verða á vegi okkar aldagömul saga og múrsteinsbyggingar í gotneskum stíl. Farið verður í Marzipan-Speicher, en Speicher er orð yfir vöruhús. Þarna voru áður geymdar hinar verðmætu möndlur Lübecks, en þær eru enn í dag notaðar til framleiðslu á marsipani, sem borgin er fræg fyrir. Áhugasamir geta litið inn á safn og séð þar líkön úr marsipani af frægum kirkjum og byggingum, sem eru hreinustu listaverk. Eftir skoðunarferðina gefst frjáls tími til að fá sér hressingu og njóta þess að rölta um þennan huggulega bæ. Kannski jafnvel gæða sér á marsipantertu heimamanna.

Opna allt

29. september | Bátsferð um borgina & Speicherstad

Við upplifum Hamborg frá allt öðru sjónarhorni í tveggja tíma bátsferð um skipaskurði borgarinnar og höfnina. Farið verður um tvo skipalása með lyftu, að elstu brú borgarinnar í nágrenni ráðhússins og siglt um síkin í Speicherstadt. Þar má sjá stærstu samhangandi lagerhús heims frá árinu 1883. Allt svæðið er núna undir minjavernd UNESCO, en húsin hafa verið gerð fallega upp á undanförnum áratugum. Á kvöldin er svæðið upplýst og fær á sig rómantískan blæ. Hina nútímalegu HafenCity ber einnig fyrir sjónir, en þar gefur að líta framúrstefnulega hönnuð hús svo sem nýju tónlistarhöllina Elbphilharmonie sem setur svo sannarlega svip sinn á borgina. Eftir bátsferðina gefst frjáls tími og er tilvalið að ganga um skemmithverfið Reeperbahn, líta á eitthvað af söfnum borgarinnar sem eru mörg og fjölbreytileg, en í Speicherstadt, einungis er að finna söfn um lagerhús, krydd og leikfangalestir. 

30. september | Frjáls dagur í Hamborg

Nú gefst hverjum og einum tækifæri á að njóta borgarinnar að vild, skoða spennandi söfn, s.s. listasafnið sem er í göngufæri frá hótelinu, eða rölta um og líta betur á græna garða og  merkar byggingar. Áhugasamir geta pantað sér skoðunarferð um tónlistarhöllina Elbphilharmonie, en það er ákaflega mikil upplifun að koma þar inn og kynnast hönnun hennar. Bjórframleiðandinn Holstein er staðsettur í borginni og geta áhugasamir fengið skoðunarferð um verksmiðjuna, séð hvernig bjórinn er framleiddur og smakkað á fjölbreyttu úrvalinu.  Miðbæinn einkennir líf og fjör og alltaf gaman að setjast á kaffihús við vatnið og virða fyrir sér mannlífið. Í Hamborg er vöruúrval gott og því er ekki úr vegi að kíkja á kaupmennina í þessari heimsborg. Þetta er dagur til að njóta þess að vera í þessari björtu borg. 

1. október | Heimferð

Eftir skemmtilega daga verður haldið út á flugvöll fljótlega eftir morgunverð og flogið heim frá Hamborg. Brottför flugs verður kl. 14:05 og lent í Keflavík kl.15:15 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrá milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Lübeck

Lübeck

Hamborg

Hamborg

Hamborg

Hamborg

Lübeck

Lübeck

Gamli bærinn í Hamborg

Gamli bærinn í Hamborg

Hamborg

Hamborg

Ráðhúsið í Hamborg

Ráðhúsið í Hamborg

Lübeck

Lübeck

Tónlistahöllin Elbphilharmonie

Tónlistahöllin Elbphilharmonie

Lübeck
Hamborg
Hamborg
Lübeck
Gamli bærinn í Hamborg
Hamborg
Ráðhúsið í Hamborg
Lübeck
Tónlistahöllin Elbphilharmonie

Fararstjórn

Kristín Jóhannsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir er fædd árið 1960 og uppalin í Vestmannaeyjum.  Eftir stúdentspróf frá MH lá leiðin til Noregs, en Kristín bjó í Osló og vann á skrifstofu Flugleiða í tvö ár. Eftir það fluttist hún til Þýskalands, en hún hefur búið bæði í austur og vesturhlutanum þ.e. Freiburg, Berlín, Leipzig og Frankfurt í 20 ár. Kristín stundaði nám í Freiburg, Berlín og Leipzig og lauk Magisterprófi í bókmenntum og sagnfræði árið 1991 frá Frei Universität í Berlín.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir