Verð á mann í tvíbýli 288.800 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 54.400 kr.
Athugið að ef til þess kemur að Bændaferðir þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.
Innifalið
- 8 daga ferð.
- Flug með Icelandair til Mílanó og flugvallarskattar.
- Rútuferð frá Mílanó til Santa Margherita og til baka út á flugvöll.
- Gisting í 7 nætur á 4* hóteli í Santa Margherita með sjávarsýn og svölum.
- Morgunverður alla daga.
- 5 kvöldverðir.
- Drykkir með kvöldverði (¼ flaska vatn & ¼ flaska borðvín).
- Íslensk fararstjórn.
Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.
Erfiðleikaflokkur: Léttar til miðlungserfiðar gönguferðir.