Mósel & Rín

Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð lætur engan ósnortinn. Við dveljum í elstu borg Þýskalands, Tríer, hinni öldnu borg Rómverja sem er rík af sögu og fornminjum. Bestu dæmin um stórveldistímann er hliðið Porta Nigra og Kaiserthermen, baðhús Rómverja. Heillandi ferðir verða frá Tríer, m.a. til bæjarins Bernkastel-Kues sem er andlit Móseldalsins og er rómaður fyrir falleg bindingsverkshús og blæ miðaldanna. Einnig verður komið til bæjarins Rüdesheim sem er alger perla við ána Rín í Rínardalnum. Þaðan er hægt að fara með kláfi yfir vínhæðir og upp að minnisvarða um sameiningu Þýskalands. Borgin Koblenz verður heimsótt, yndisleg borg sem stendur við ármót Mósel og Rín sem mætast við hið svokallaða Deutsches Eck. Þá verður farið í skemmtilega siglingu á Mósel. Einnig verður komið til fallega bæjarins Idar Oberstein en hann á sér áhugaverða sögu um gimsteina og státar af fögrum kastala sem gnæfir sem kóróna yfir bænum. Við trompum þessa glæsilegu ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg sem flestir Íslendingar þekkja. Þar upplifum við töfra þessarar borgar sem á sér yfir 1000 ára sögu og menningu.

Verð á mann í tvíbýli 239.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 49.900 kr.

Athugið að ef til þess kemur að Bændaferðir þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar, vínsmökkun, kláfar
 • Hádegisverðir
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling á Mosel ca € 22.
 • Gimsteinasafn í Idar-Oberstein ca € 8.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

6. september | Flug til Frankfurt & Tríer

Brottför frá Keflavík kl. 7:25. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför og lending í Frankfurt kl. 13:00 að staðartíma. Þaðan verður ekin fögur leið til Tríer, elstu borgar Þýskalands, þar sem gist verður í sjö nætur á góðu hóteli í miðbænum. Hótelið býður upp á heilsurækt í rómverskum stíl, m.a. er sauna og rómverskt gufubað til að endurnærast og slaka á eftir eril dagsins.

7. september | Skoðunarferð um Tríer & frjáls tími

Dagurinn byrjar í rólegheitum og eftir góðan morgunverð verður farið í töfrandi skoðunarferð um Tríer. Í þessari elstu borg Þýskalands er að finna mjög merkilegar minjar frá tímum Rómverja en þeir stofnuðu borg árið 16 f.Kr. sem þeir nefndu Augusta Trevrorum. Fyrri hluti nafnsins var til heiðurs Ágústus keisara en seinni hlutinn er dreginn af keltneskum þjóðflokki, treveri, sem bjó þar nærri. Hér er margt að sjá, heillandi kirkjur, glæstar barokkbyggingar og ekki má gleyma borgarhliðinu, Porta Nigra frá 2. öld e.Kr., sem er tákn borgarinnar. Að lokinni skoðunarferð verður frjáls tími til að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum.

8. september | Bernkastel-Kues

Rómantíkin og náttúrufegurðin lætur engan ósnortinn í Móseldalnum. Nú verður ekin fögur leið um dalinn og stefnum við á bæinn Bernkastel-Kues sem er rómaður fyrir falleg bindingsverkshús og töfrandi blæ miðaldanna. Hér gefum við okkur góðan tíma og njótum sælunnar. Eftir góðan tíma þar verður ekið til Tríer.

Opna allt

9. september | Dagur í Rüdesheim í Rínardalnum

Í dag verður ekið til Bingen við Rín þar sem við tökum ferjuna yfir ána til Rüdesheim. Hann er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn við Rín og þar er alltaf líf og fjör. Mjög gaman er að fara þaðan með kláfi yfir vínhæðirnar að minnisvarða sem byggður var seint á 19. öld til minningar um fyrri sameiningu Þýsklands. Við gefum okkur góðan tíma í þessum skemmtilega bæ því margt er að skoða og upplifa inni á milli bindingsverkshúsanna.

10. september | Koblenz & sigling á Mósel ánni

Við hefjum spennandi dagsferð með akstri til Koblenz. Borgin stendur við ármót Mósel og Rín sem mætast við hið svokallaða Deutsches Eck og er oft nefnt eitt fallegasta horn Þýskalands. Hér förum við í skoðunarferð um þessa sögufrægu borg sem er rúmlega 2000 ára gömul. Það er gaman að skoða gamla miðaldabæinn en hann prýða glæstar byggingar og kirkjur, þröngar, litlar götur og gömul bindingsverkshús. Eftir það verður gefinn frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum en seinni partinn verður farið í ljúfa siglingu á ánni Mósel.

11. september | Lúxemborg

Glæsileg ferð í dag til stórhertogadæmisins Lúxemborgar sem margir Íslendingar þekkja. Lúxemborg var lítið peð á tímum stórveldanna í Evrópu og varð oft bitbein þeirra og hefur lent í mörgum hörmungum í gegnum aldirnar. En undir lok 18. aldar var virkið í Lúxemborg orðið mjög öflugt og gekk undir nafninu Gíbraltar norðursins. Áhrifamikið er að skoða neðanjarðarbyrgin sem voru á sínum tíma 25 km löng. Lúxemborg er yndisleg borg með 1000 ára sögu og á meðan við skoðum borgina förum við á milli nútíma glerbygginga, miðaldahúsa og neðanjarðarbyrgja sem gátu hýst 1000 hermenn og hesta. Við verjum drjúgum tíma í að skoða borgina en fáum okkur svo hressingu og njótum mannlífsins á eigin vegum.

12. september | Tríer & Idar Oberstein

Í dag heimsækjum við nágrannabæinn Idar Oberstein en hann á sér áhugaverða sögu, m.a. um gimsteina og uppgröft, vinnslu og framleiðslu eðalsteina. Hægt er að fara á áhugavert gimsteinasafn eða einfaldlega njóta þess að rölta um þennan fallega bæ og skoða t.d. Oberstein kastalann sem gnæfir yfir bænum. Seinnipart dags gefst tækifæri til að njóta þess að vera í Tríer og skoða borgina betur á eigin vegum. Sjálfsagt að kíkja í verslanir eða fara í skemmtilega vínsmökkun sem er víða í boði. Þá er upplagt að nota glæsilega heilsulind hótelsins.

13. september | Kveðjustund & heimferð

Skemmtileg ferð tekur enda. Nú er komið að heimferð, þar sem ekið verður til Frankfurt en brottför þaðan er kl. 14:05. Lent í Keflavík kl. 15:40 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Mósel

Mósel

Tríer

Tríer

Tríer

Tríer

Bernkastel Kues

Bernkastel Kues

Tríer

Tríer

Deutsches Eck

Deutsches Eck

Bernkastel Kues

Bernkastel Kues

Bernkastel Kues

Bernkastel Kues

Tríer

Tríer

Tríer

Tríer

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Cochem

Cochem

Deutsches Eck

Deutsches Eck

Luxemburg

Luxemburg

Burg Eltz kastalinn

Burg Eltz kastalinn

Burg Eltz kastalinn

Burg Eltz kastalinn

Mósel

Mósel

Mósel

Mósel

Cochem

Cochem

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Luxemburg

Mósel
Tríer
Tríer
Bernkastel Kues
Tríer
Deutsches Eck
Bernkastel Kues
Bernkastel Kues
Tríer
Tríer
Luxemburg
Luxemburg
Luxemburg
Luxemburg
Cochem
Deutsches Eck
Luxemburg
Burg Eltz kastalinn
Burg Eltz kastalinn
Mósel
Mósel
Cochem
Luxemburg
Luxemburg

Fararstjórn

Íris Sveinsdóttir

Ég heiti Íris Sveinsdóttir og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég rek hárgreiðslustofur bæði á Íslandi og í Þýskalandi, en þar bjó ég í rúm 20 ár þangað til að ég ákvað að flytja aftur heim til Íslands 2007. Eftir heimkomuna hóf ég leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2009. Síðan þá hef ég starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir