Bretagne skaginn & París

Þessi glæsilega ferð hefst í friðsældinni í Normandíhéraði sem einkennist af eplaökrum og aldagömlum borgum. Þaðan verður farið yfir á Bretagne skagann, á slóðir frönsku sjómannanna sem sóttu á Íslandsmið fyrr á öldum. Frá borginni Caen verður ekið meðfram ströndinni sem var sögusvið merkilegra atburða í seinni heimsstyrjöldinni. Minjar um innrás Bandamanna sjást hvarvetna og fortíðin vitjar okkar. Á leiðinni verður stoppað í Bayeux sem er lítill hrífandi bær þar sem hinn stórmerkilegi Bayeux refill er varðveittur, myndrefill sem segir sögu Vilhjálms sigursæla á 11. öld. Því næst er haldið til hafnar- og virkisbæjarins St. Malo þaðan sem farið verður í skemmtilegar ferðir s.s. að klettaeyjunni Mont St. Michel. Bærinn Paimpol á Bretagne skaganum, sem er vinabær Grundarfjarðar, verður einnig sóttur heim. Á leiðinni til Parísar, einnar mestu menningar- og listaborgar Frakklands, verður komið við í bænum Dinan sem stundum er kallaður eitt best geymda leyndarmál Frakklands. Einnig verður stoppað í Giverny þar sem hinn frægi garður listmálarans Claude Monet verður skoðaður.

Verð á mann í tvíbýli 249.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 96.300 kr.


Innifalið

 • 9 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverðir allan tímann.
 • Fimm kvöldverðir.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Hádegisverðir.
 • Kvöldverðir í París.
 • Vínsmökkun.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Aðgangseyrir inn á safnið í Bayeux ca € 9.
 • Aðgangseyrir í Mont Saint-Michel klaustrið ca € 10.
 • Safnið Musée de la Mer de Paimpol ca € 4.
 • Claude Monet garðurinn ca € 8.
 • Louvre listasafnið ca € 15.
 • Eiffelturninn ca € 17.

Fróðleikur

Við viljum benda farþegum sérstaklega á tvær bækur, sem báðar fjalla um líf franskra sjómanna við Íslandsstrendur og tengjast bænum Paimpol á Bretagne skaganum.

 • Fransí Biskví. Franskir fiskimenn við Íslandsstrendur. Þriggja alda baráttusaga
  eftir Elínu Pálmadóttur
 • Bókin um Yves frænda. Í íslenskri þýðingu Jóns Óskars hlaut bókin nafnið: Yves frændi, Íslandssjómaður.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

19. september | Flug til Parísar

Brottför frá Keflavík kl. 07:45. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í París kl. 13:10 að staðartíma. Þaðan verður ekið rakleiðis til fornu háskólaborgarinnar Caen sem stendur á bökkum árinnar Orne. Hér gistum við eina nótt.

20. september | Bayeux, Omaha ströndin & St. Malo

Að loknum morgunverði kveðjum við borgina Caen og tökum stefnuna á St. Malo á Bretagne skaganum. Á leiðinni verður áð í Bayeux þar sem við skoðum m.a. hinn fræga Bayeux refil. Refillinn er um 70 m á lengd og segir sögu Vilhjálms sigursæla hertoga af Normandí þegar hann lagði undir sig England árið 1066 í orustunni við Hastings. Því næst ökum við á slóðir seinni heimsstyrjaldarinnar, meðfram ströndinni þar sem her Bandamanna gekk á land og skoðum minjar þessa tíma sem finna má um allt svæðið. Þekktust er Omaha ströndin en þar gekk hluti bandaríska hersins á land þann 6. júní 1944. Á leiðinni verður komið við á nokkrum stöðum við ströndina og einnig í ameríska herkirkjugarðinum í Colleville-sur-Mer. Eftir það verður ekið til St. Malo þar sem gist verður næstu fjórar nætur.

21. september | Mont Saint Michel eyjan

Dagsferð til eins glæsilegasta og fjölsóttasta ferðamannastaðar Frakklands, Mont Saint Michel. Við eyðum deginum á þessari fámennu klettaeyju, skoðum kirkjuna, klaustrið og göngum um La Grande Rue, aðalgötuna þar sem eru skemmtilegar verslanir og veitingastaðir. Þjóðsagan segir að upphafið að klaustri á eyjunni hafi verið árið 708 þegar erkiengillinn Mikael birtist Aubert biskupi í Avranches í draumi með beiðni um að byggja bænahús sér til dýrðar á klettinum en án árangurs. Erkiengillinn lét ekki þar við sitja, þrýstri fingri á enni biskups sem vaknaði morguninn eftir með gat eftir fingurinn. Götótt höfuðkúpa hans er varðveitt í kirkju St. Gervais í Avranches. Á árunum 708-709 hófst svo uppbyggingin á klettaeyjunni þegar Aubert biskup lét loks reisa helgistað til heiðurs St. Michael. Árið 933 er vitað að norrænir menn hafi notað eyjuna sem landamæri að Bretagne skaganum. Fyrsta munkaklaustrið var stofnað hér 966.

Opna allt

22. september | Dagur í St. Malo

Í dag njótum við þess að skoða okkur um í bænum St. Malo á Bretagne skaganum. Þessi töfrandi, gamli virkisbær geymir margar merkar byggingar og fræg söfn. Bærinn fór mjög illa í seinni heimsstyrjöldinni en helstu byggingar hafa verið reistar á ný. Þarna er m.a. stórkostlegt fiskasafn með rúmlega 1000 tegundum sjávar- og vatnafiska. Eftir göngu um elsta hluta bæjarins, þar sem við kynnumst sögu og menningu bæjarbúa, gefst tími til að njóta lífsins og fá sér hressingu á notalegu kaffi- eða veitingahúsi, þau eru fjölmörg í þessum líflega og skemmtilega bæ.

23. september | Dagur í Paimpol

Þessi dagsferð byrjar í Paimpol á Bretagne skaganum. Með tilkomu þorskveiðanna í upphafi 15. aldar var mikil áhersla lögð á útgerð í bænum. Veiðar voru að mestu leyti í Norður-Atlantshafi við strendur Kanada en frá 19. öld í íslenskri landhelgi. Um það ritaði skáldið Pierre Loti árið 1886 í bók sinni Pêcheur d'Islande sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Einnig gaf Tonton Yves út ævisögu árið 1980 en hann var með þeim síðustu frá Paimpol sem fiskuðu við Ísland. Skip hans strandaði við Íslandsstrendur og hann var alltaf þakklátur Íslendingum fyrir björgunina og hvernig hugsað var um hann á eftir. Það er áhrifarík upplifun að koma á þessar slóðir, fara í kirkjugarðinn og sjá hversu margir franskir sjómenn fórust í hafinu við Ísland.

24. september | Dinan - Giverny - París

Nú kveðjum við St. Malo og ökum til Parísar þar sem við gistum í þrjár nætur. Á leiðinni verður stoppað í litla bænum Dinan, sem sumir nefna eitt best geymda leyndarmál Frakklands. Gamli bærinn, með þröngum götum, bindingsverkshúsum, brúm og gömlum borgarmúr er heillandi og við fáum jafnvel á tilfinninguna að vera komin aftur í miðaldir. Við tökum okkur hádegishlé á leiðinni til Parísar og einnig verður stoppað í Giverny, sem er frægastur fyrir Claude Monet garðinn. Næstu þrjár nætur gistum við í París.

25. september | París & Montmartre

Farið verður í spennandi skoðunarferð um París og er af mörgu að taka. Staldrað verður við Eiffelturninn, Louvre safnið, Sigurbogann, Champs-Elysées og Notre Dame kirkjuna frægu svo eitthvað sé nefnt. Að loknum hádegisverði verður ekið að skjannahvítu Basilíkunni Sacré-Cœur en þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Hverfið var aðal listamannahverfi Parísar á 19. öld og þar bjuggu listamenn á borð við Van Gogh, Toulouse-Lautrec og Picasso svo einhverjir séu nefndir. Við upplifum andrúmsloft hverfisins og förum á Place du Tertre torgið, þar sem portrett listamenn eru enn að störfum. Síðdegis gefst tími til að fá sér hressingu og jafnvel fá götumálara til að rissa af sér mynd.

26. september | Frjáls dagur í París

Nú getur hver og einn kannað borgina á eigin vegum eins og honum hentar. Um að gera að njóta dagsins út í ystu æsar í þessari glæsilegu borg. Upplagt að kanna listasöfnin nánar, ganga eftir Signubökkum eða setjast á götukaffihús og virða fyrir sér mannlífið.

27. september | Heimferð

Að loknum morgunverði höldum við út á flugvöll og er brottför frá Parísarflugvelli kl. 14:10. Lending í Keflavík kl. 15:35 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

París

París

Caen

Caen

París

París

París

París

Mont Saint Michel eyjan

Mont Saint Michel eyjan

París

París

Caen

Caen

Dinan

Dinan

St. Malo

St. Malo

París

París

París

París

París

París

París

París

París

París

Mont Saint Michel eyjan

Mont Saint Michel eyjan

París

París

París

París

París

París

París

París

París

París

París

París

Mont Saint Michel eyjan

Mont Saint Michel eyjan

Mont Saint Michel eyjan

Mont Saint Michel eyjan

París

París

París

París

Claude Monet garðurinn

Claude Monet garðurinn

París
Caen
París
París
Mont Saint Michel eyjan
París
Caen
Dinan
St. Malo
París
París
París
París
París
Mont Saint Michel eyjan
París
París
París
París
París
París
Mont Saint Michel eyjan
Mont Saint Michel eyjan
París
París
Claude Monet garðurinn

Fararstjórn

Laufey Helgadóttir

Laufey Helgadóttir, listfræðingur og leiðsögumaður býr og starfar í París og Reykjavík. Hún er íslenskum ferðamönnum að góðu kunn, en hún hefur starfað sem fararstjóri í París árum saman og leiðsagt Íslendingum um sjónvíddir og kima borgarinnar. Hún er öllum hnútum kunnug i borginni og þekkir hana betur en margur annar. Laufey vinnur einnig við leiðsögn á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn á sumrin, en ásamt því hefur hún skrifað greinar um myndlist og unnið við að skipuleggja sýningar, en hún var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árin 2003 og 2005.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir