Út í Eyjar með Kristínu Jóhanns

Víst er fagur Vestmannaeyjabær og Eyjamenn svo sannarlega höfðingjar heim að sækja eins og við fáum að upplifa í þessari ferð. Kristín Jóhannsdóttir verður fararstjóri okkar en hún er uppalin og búsett í Vestmannaeyjum, hefur lengi séð þar um ferða- og markaðsmál og er nú forstöðukona gosminjasafnsins Eldheima. Hún þekkir því hvern krók og kima í Eyjum. Eyjaklasinn Vestmannaeyjar samanstendur af 15 eyjum og 30 skerjum og dröngum en Heimaey er eina eyjan þar sem búið er allt árið um kring. Við siglum með Herjólfi og komum mátulega til að eiga góða kvöldstund á veitingastaðnum Einsa Kalda þar sem Einsi Kaldi sjálfur matreiðir fyrir okkur þriggja rétta kvöldverð. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða og munum við meðal annars fara í Stórhöfða, Eldfell og Herjólfsdal. Heimsókn í safnið Eldheima er ógleymanleg upplifun sem lætur engan ósnortinn. Eldheimar er safn minninga um eldgos í Vestmannaeyjum, Surtseyjargosið árið 1963 og Heimaeyjargosið árið 1973. Í Eldheimum snæðum við kvöldverð og hver veit nema við upplifum þessa einstöku Eyjastemningu sem svo margir þekkja með lifandi tónlist og nokkrum alþekktum Eyjaslögurum. Við endum ferðina á sögugöngu um Skansinn sem reistur var seint á 16. öld til þess að verja eyjarnar og er í dag vinsæll viðkomustaður enda útsýni þar einstakt og áhugaverðar söguslóðir á hverju horni.

Verð á mann 79.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 7.800 kr.


Innifalið

  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði í tvær nætur.
  • Tveir morgunverðir á Hótel Vestmannaeyjum.
  • Aðgangur að heilsulindinni á Hótel Vestmannaeyjum.
  • Þriggja rétta kvöldverður á Einsa Kalda 4. ágúst.
  • Aðgangur að Eldheimum 5. ágúst. 
  • Léttur kvöldverður á Eldheimum 5. ágúst.
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Ferðir með Herjólfi, til og frá Vestmannaeyjum. 
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Hádegisverðir.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. ágúst | Herjólfur, Hótel Vestmannaeyjar & Einsi Kaldi

Brottför frá Reykjavík um kl. 15:00 en farið verður með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 18:15. Sigling með nýja Herjólfi er bæði ánægjuleg og þægileg útsýnisferð sem tekur rúman hálftíma. Við komuna til Eyja bókum við okkur inn á Hótel Vestmannaeyjar sem er nýuppgert og glæsilegt hótel, staðsett alveg í miðbænum. Við förum því næst í girnilegan þriggja rétta kvöldverð á veitingastaðnum Einsa Kalda sem er í sömu byggingu og hótelið.

5. ágúst | Stórhöfði, Eldfell, Herjólfsdalur, Eldheimar & alvöru Eyjastemning

Dagurinn hefst á skoðunarferð um Eyjarnar en í Vestmannaeyjum er að finna einstakar náttúruperlur. Við skoðum meðal annars Stórhöfða, Eldfell, Herjólfsdal, Skansinn og margt fleira og mun fararstjórinn rifja upp merka sögu Eyjanna. Að lokinni skoðunarferð er frjáls tími fyrir hádegisverð á einum hinna margrómuðu veitingastaða Vestmannaeyja. Eftir það væri hægt að skoða sig um í miðbænum með fararstjóra, smakka bjór sem Brothers Brewery framleiðir á staðnum, ganga á Eldfell, heimsækja Sagnheima sem er sögusafn Eyjanna eða nýta sér heilsulind hótelsins. Seinni part dags verður ekið frá hótelinu að Eldheimasafninu sem geymir sögu og minjar frá tveimur örlagaríkum eldgosum. Þar má nefna Heimaeyjargosið árið 1973 sem hrakti heilt byggðalag á flótta og eyðilagði heimili um 2000 manns. Í Eldheimum er einnig sýnt og sagt frá þróun Surtseyjar, einnar yngstu eyju í heimi, sem bættist í hóp Vestmannaeyja árið 1963. Eftir að við höfum skoðað safnið hittist hópurinn í veitingasal safnsins. Þar verður í boði léttur kvöldverður og sannkölluð Eyjastemning með lifandi tónlist og þeir sem vilja geta sungið með.  

6. ágúst | Skansinn, Stafkirkjan & heimferð

Eftir morgunverð verður farið í sögugöngu um Skansinn. Þar skoðum við meðal annars Stafkirkjuna, glæsilega smíð, sem reist var í tilefni af 1000 ára kristnitökuafmæli Íslendinga árið 2000 og var gjöf frá Norðmönnum. Nú er komið að því að halda heim á leið en siglt verður með Herjólfi til Landeyjahafnar kl. 12:00 og þaðan ekið til Reykjavíkur.

Myndir úr ferðinni

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Lundi

Lundi

Af vefsíðunni eldheimar.is

Af vefsíðunni eldheimar.is

Af vefsíðunni eldheimar.is

Af vefsíðunni eldheimar.is

Eldheimar
Af eldheimar.is

Eldheimar Af eldheimar.is

Fíllinn
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Fíllinn Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar

Heimaklettur
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Heimaklettur Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Herjólfsdalur
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Herjólfsdalur Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Skansinn
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Skansinn Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Norðurklettarnir
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Norðurklettarnir Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Lundi

Lundi

Stafkirkjan
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Stafkirkjan Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar
Lundi
Af vefsíðunni eldheimar.is
Af vefsíðunni eldheimar.is
Eldheimar
Af eldheimar.is
Fíllinn
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Hótel Vestmannaeyjar
Heimaklettur
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Herjólfsdalur
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Skansinn
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Norðurklettarnir
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Lundi
Stafkirkjan
Af vefsíðunni visitvestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjar

Fararstjórn

Kristín Jóhannsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir er fædd árið 1960 og uppalin í Vestmannaeyjum.  Eftir stúdentspróf frá MH lá leiðin til Noregs, en Kristín bjó í Osló og vann á skrifstofu Flugleiða í tvö ár. Eftir það fluttist hún til Þýskalands, en hún hefur búið bæði í austur og vesturhlutanum þ.e. Freiburg, Berlín, Leipzig og Frankfurt í 20 ár. Kristín stundaði nám í Freiburg, Berlín og Leipzig og lauk magisterprófi í bókmenntum og sagnfræði árið 1991 frá Freie Universität í Berlín.

Hótel

Hótel Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar er 43 herbergja, nýuppgert og glæsilegt hótel, staðsett í hjarta miðbæjarins. Herbergin búa yfir sér baðherbergjum með sturtu, flatskjá og gestir hafa einnig aðgang að þráðlausri nettengingu inni á herbergjum. Aðgangur að lyftu er á öllum hæðum hótelsins. Heilsulind er á neðstu hæð hótelsins með heitum pottum og sána. Á hótelinu er bar og veitingastaður þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum yfir hressingu. Frá hótelinu er fallegt útsýni til Heimakletts til norðurs og Helgafells til suðurs.  

Lesa meira um Hótel Vestmannaeyjar.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00