Sumargleði á Sikiley

7. - 21. ágúst 2017 (15 dagar)

Sólríka eyjan Sikiley er undurfögur. Fornar minjar bera vitni um 3.000 ára sögu hennar og hvísla um menningu þeirra þjóða sem hér ríktu í gegnum tíðina. Eftir flug til Mílanó verður siglt frá hafnarborginni Genúa til Palermo, höfuðborgar Sikileyjar, en hún stendur við fallegasta flóa eyjarinnar. Ásamt því að skoða Palermo verður farið til Monreale, töfrandi bæjar sem státar af stórkostlegri dómkirkju og klaustri. Á leið til Ragusa, sem er barokkprýði eyjarinnar, er áð við Agrigento eina af gömlu grísku borgunum. Borgin er í dal hofanna með frægum fornminjum og safni. Frá Ragusa verða nokkrir menningarlegir staðir skoðaðir t.a.m. forngríska borgin Sýrakúsa, en tímalaus fegurð hennar heillar enn í dag.
 
Við munum dást að barrokkhöllum Noto kynnast borginni Modica sem frægust er fyrir súkkulaðigerð sína. Frá Acireale verður farið í ævintýralegar dagsferðir m.a til fallegustu borgar eyjarinnar, Catania sem stendur við rætur eldfjallsins Etnu, sem við skoðum auðvitað nánar. Við komum til Taormina sem er heillandi bær og var löngum áfangastaður hefðarfólks. Allir áfangastaðirnir eiga það sameiginlegt að vera varðveittir á heimsminjaskrá UNESCO. Á leið í skip í Palermo verður komið við í Cefalú, bæ með hrífandi arabískum blæ. Þessari glæsilegu ferð lýkur svo með degi í heimsborginni Mílanó.

Verð á mann í tvíbýli 338.300 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 62.700 kr.


Innifalið

 • 15 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Sigling með næturferju til og frá Palermo.
 • Morgun- og kvöldverður um borð í skipinu.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Gala kvöldverður, skemmtiatriði og tónlist á hótelinu 15. ágúst.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Siglingar aðrar en siglingin til og frá Palermo.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Fornminjar í Agrigento og safnið ca. € 14.
 • Grísku leikhúsið í Sýrakúsa ca. € 6.
 • Hringleikahúsið í Taormina ca. € 8.
 • Ferð upp á Etnu, með kláf og jeppa ca. € 60.

Kort af ferðinni

Ferðalýsing

Prenta ferðalýsingu

7. ágúst | Flug til Mílanó & gisting

Brottför frá Keflavík kl. 16:50. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 22:40. Þaðan verður ekið á hótel í nágrenni flugvallar þar sem gist verður fyrstu nóttina.

8. ágúst | Genúa & sigling til Palermo

Eftir góðan morgunverð er ekið til Genúa sem er stærsta hafnarborg Ítalíu. Farið verður í  stutta skoðunarferð um þessa margbreytilegu borg og í framhaldinu gefinn frjáls tími. Um kvöldið verður stigið um borð í skip og snæddur kvöldverður áður en landfestar eru leystar og lagt verður af stað til Sikileyjar kl. 22:00. Gist eina nótt á skipinu í tveggja manna klefum með snyrtingu. 

9. ágúst | Miðjarðarhafssigling & Palermo

Við snæðum morgunverð og njótum okkar á siglingunni á Miðjarðarhafinu. Upplagt er að sóla sig, sitja úti með prjóna eða góða bók og njóta þess að líða áfram á spegilsléttu hafinu. Siglt verður framhjá eyjum svo sem Korsíku, Elbu, Sardiníu og Liparísku eyjunum. Förinni er heitið til Palermo, höfuðborgar Sikileyjar og er áætlaður komutími þar kl. 18:00. Farið verður beint á hótel þegar við komum að landi. Næstu 2 nætur gistum við á 4* hóteli í miðbæ Palermo.

Opna allt

10. ágúst | Monreale & Palermo

Eftir góðan morgunverð verður ekin um klukkutíma leið til Monreale. Þetta er fallegur bær  sem státar af einni stórkostlegustu dómkirkju eyjarinnar og klaustri heilags Benedikts frá 12. öld. Dómkirkjan er í sérlega fallegum byggingarstíl þar sem blandast saman arabísk, býsönsk og gotnesk menningaráhrif sem voru algeng á þessum tíma. Kirkjan er skreytt fjölmörgum, töfrandi mósaíkmyndum, sem eru svo dæmigerðar fyrir Sikiley. Eftir góðan tíma hér snúum við aftur til Palermo sem stendur við fallegasta flóa eyjunnar. Sagt er að engin önnur borg hafi jafn oft orðið fyrir innrásum og Palermo, en einmitt það skýrir fjölbreytta menningu borgarinnar. Þessi borg kemur manni skemmtilega á óvart. Við förum í skoðunarferð og lítum á nokkra þá dýrgripi sem hér er að sjá, m.a. dómkirkju frá 6. öld og höllina Palazzo Normanni. Báðar voru byggðar í arabískum-normanískum stíl og eru á heimsminjaskrá UNESCO. 

11. ágúst | Agrigento, Vall di Templi & Ragusa

Við yfirgefum Palermo og ökum til Agrigento, sem er ein hinna gömlu grísku borga. Í næsta nágrenni er hinn stórmerkilegi dalur hofanna, eða Vall di Templi. Hér má sjá spennandi fornminjar, um 20 dórísk hof frá 6.-5. öld f. Kr. og áhugavert fornleifasafn. Dalurinn umhverfis hofin er þakinn ólífulundum, sítrónutrjám og vínekrum. Við tökum okkur góðan tíma til að skoða minjarnar og ökum svo meðfram suðurströndinni til Ragusa þar sem gist verður í 3 nætur. 

12. ágúst | Dagur í Ragusa & frjáls dagur

Að loknum morgunverði verður farið í skoðunarferð um nágrennið. Borgin Ragusa er heillandi bær í barokkstíl. Árið 1693 var borgin illa leikin af öflugum jarðskjálfta. Eftir það varð mikil uppbygging og fékk borgin þá á sig núverandi mynd. Borgin er fögur meðal annars vegna þess að svo vel tókst til með varðveislu miðaldahluta hennar sem setur vissulega fallegan svip á borgina. Vinsælir ítalskir sjónvarpsþættir hafa verið teknir hér með þetta dásamlega baksvið. Ragusa byggðist upp á fjallinu Monti Iblei í dalnum Val di Noto. Talið er að fyrsta byggðin á þessu svæði sé frá um 3.000 f.Kr.

13. ágúst | Skoðunarferð til Sýrakúsa

Tímalaus fegurð fornu borgarinnar Sýrakúsa heillar okkur í dag. Hvergi er eins mikið af  forngrískum minjum eins og hér, enda var þetta ein stærsta borg Grikkja til forna, stærri en Aþena. Í mörg hundruð ár var þetta mikilvægasta borg eyjunnar. Hér má sjá stórkostlegar fornminjar t.d. grískt leikhús sem var höggvið í klett með sætum fyrir 15.000 áhorfendur.

14. ágúst | Modica, Noto & Acireale

Við byrjum á því að aka til barokkborgarinnar Modica sem er hvað frægust fyrir súkkulaðigerð sína. Þaðan höldum við til borgarinnar Noto. Hún er í raun háborg barokksins og telst vera ein af þeim borgum sem alls ekki má missa af í Sikileyjarheimsókn. Glæstar barokkhallir, kirkjur og hús skreyta borgina. Eftir stutta skoðunarferð verður frjáls tími til að ganga hér um og virða fyrir sér þessar skrautlegu byggingar. Síðdegis verður stefnan tekin á hótelið við Acireale þar sem gist verður næstu 5 nætur á hóteli alveg við sjóinn á friðuðu náttúruverndarsvæði. Á hótelinu er útisundlaug og sólarverönd. Veitingastaðurinn er einnig með fallega verönd með útsýni yfir hafið og eldfjallið Etnu.

15. ágúst | Dagur í Catania

Borgin Catania er önnur stærsta borg eyjunnar og stendur við rætur eldfjallsins Etnu. Í  þessari yndisleg borg upplifum við skemmtilega blöndu af gamla og nýja tímanum. Eftir áhugaverða skoðunarferð um þessa hrífandi borg verður gefinn tími til að fá sér hressingu og kanna umhverfið á eigin vegum. Til gamans má nefna að rétturinn Spaghetti alla Norma er nefndur í höfuðið á tónskáldinu Bellini sem fæddist hér í Catania. Um kvöldið verður glæsilegur gala kvöldverður á hótelinu og í kjölfarið skemmtiatriði með lifandi tónlist og dansi.

16. ágúst | Frjáls dagur á hótelinu Santa Tecla

Dagur í rólegheitum og slökun. Nú er hægt að njóta þess að vera á þessum fallega stað og nota þessa frábæru aðstöðu við hótelið. Einnig er hægt að fá akstursþjónustu gegn vægu gjaldi frá hótelinu inn í bæina Acireale eða Santa Tecla.

17. ágúst | Dagur í Taormina

Taormina er undurfallegur bær sem situr hátt uppi á bjargi yfir Jóníska hafinu og er byggður upp bratta hlíð. Héðan er stórfenglegt útsýni út á hafið og litlu eyjuna fyrir framan, Isola Bella. Í gengnum aldirnar hafa margir rithöfundar skrifað hér fræg verk og slóst Halldór Laxness í þeirra hóp þegar hann skrifaði hér bókina Vefarann mikla frá Kasmír. Þessi skrif juku mjög á vinsældir bæjarins, sem þótti áður ómissandi áfangastaður í Evrópuhringferð heldra fólks. Efst í bænum má sjá gamalt hringleikahús Grikkja og Rómverja sem enn er í notkun. Frjáls tími gefst að skoðunarferð lokinni til að skoða bæinn og feta þessar skemmtilegu götur.

18. ágúst | Eldfjallið Etna & hádegishressing hjá vínbónda

Nú verður farið í ævintýraferð á eldfjallið Etnu, sem er eitt þekktasta eldfjall Evrópu. Ekið verður að rótum fjallsins, en þaðan gefst áhugasömum tækifæri á að taka kláf upp í 2.918 m hæð. Þegar upp er komið heldur ferðin áfram með jeppum um svæðið. Þetta er mikil upplifun og ferð sem ekki má missa af. Eftir það verður farið í hádegishressingu til vínbónda í nágrenni fjallsins.

19. ágúst | Palermo, Cefalu & ferja

Þennan síðasta dag okkar á Sikiley stöldrum við fyrst í bænum Cefalú sem frá forni fari hefur haft yfir sér einstakan arabískan blæ, en hér voru Arabar við völd í rúm 200 ár. Í Palermo munum við fá góðan tíma í borginni fram að brottför. Síðla dags verður farið um borð í skipið sem flytur okkur aftur yfir til Genúa. Þar bíður okkar kvöldverður fyrir brottför, en landfestar verða leystar kl. 22:15. Við gistum þessa nótt á skipinu í tveggja manna klefum með snyrtingu.

20. ágúst | Sigling & Genúa

Við njótum þessa kyrrláta dags á skipinu. Komið verður að landi fyrir kvöldverð, en hann snæðum við á hótelinu okkar í Genúa þar sem gist verður síðustu nóttina.

21. ágúst | Mílanó & heimferð

Í dag bíður okkar heimsborgin Mílanó. Þar verður farið í stutta skoðunarferð og eftir það gefst tími til að líta inn til kaupmanna borgarinnar eða skoða sig betur um í borginni. Upplagt er að fá sér kvöldverð áður en ekið verður út á flugvöll. Brottför kl. 23:40 og lending í Keflavík kl. 1:55 að staðartíma þann 22. ágúst.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Síkiley

Síkiley

Síkiley

Síkiley

Caccamo, Síkiley

Caccamo, Síkiley

Síkiley

Síkiley

Klaustur heilags Benedikts, Monreale

Klaustur heilags Benedikts, Monreale

Forna borgin Sýrakúsa

Forna borgin Sýrakúsa

Noto

Noto

Heimamenn dansa þjóðdans

Heimamenn dansa þjóðdans

Rústir í Taormina

Rústir í Taormina

Cefalú

Cefalú

Minjagrpir frá Síkiley

Minjagrpir frá Síkiley

Síkiley
Síkiley
Caccamo, Síkiley
Síkiley
Klaustur heilags Benedikts, Monreale
Forna borgin Sýrakúsa
Noto
Heimamenn dansa þjóðdans
Rústir í Taormina
Cefalú
Minjagrpir frá Síkiley

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 09:30-16:00

 

Tengdar ferðir