Ítalska rivíeran

Dolce Vita eða hið ljúfa líf, á vel við þessa ferð um ítölsku og frönsku rivíerurnar. Skemmtilegt samspil töfrandi skoðunarferða, slökunar og rólegheita er rauði þráðurinn í þessari glæsilegu og ljúfu ferð. Ferðin byrjar í Mílanó en þaðan verður ekið til Diano Marina á ítölsku rivíerunni eða svonefndri blómaströnd. Nafnið er tilkomið vegna einstakrar blómaræktunar þar um slóðir. Suðrænn blær leikur um okkur í dásamlega furstadæminu Mónakó og töfrandi er borgin Nice við Côte d’Azur í Provence héraði í Frakklandi. Hún er við svonefnda Englavík og engan undrar að ýmsir listamenn sögunnar hafi leitað innblásturs hér, slík er fegurðin. Klettabærinn Eze, sem er í 427 m hæð, er dulúðlegur miðaldabær þar sem útsýnið lætur engan ósnortinn. Þar lítum við inn hjá ilmvatnsframleiðandanum Fragonard, en bærinn er heimsfrægur fyrir ilmvötn. Við fetum í fótspor kvikmyndastjarna í Cannes og heimsækjum bæinn Antibes, sem er sannkölluð paradís. Ventimiglia á bökkum Roya árinnar er áhugaverður bær og þar er líf og fjör á stærsta útimarkaði Ítalíu. Litli, sæti bærinn Cervo er sannkölluð perla og af mörgum talinn vera einn fallegasti smábær Ítalíu. Góður endir á skemmtilegri ferð verður í heimsborginni Mílanó.

Verð á mann í tvíbýli 268.600 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 64.700 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar, vínsmökkun, kláfar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Aðgangur að Furstahöllinni í Mónakó ca € 11.
 • Sjóminjasafnið í Mónakó frá ca € 14.
 • Spilavítið Monte Carlo ca € 17.
 • Picasso safnið í Antibes ca € 8.
 • Kaktusgarðurinn í Mónakó ca € 8.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

15. júní | Flug til Mílanó & gist þar

Brottför frá Keflavík kl. 13:55. Mæting í Leifsstöð 2 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 19:40 að staðartíma og ekið sem leið liggur á hótel í nágrenni við Mílanó þar sem gist er í eina nótt.

16. júní | Mílanó & Diano Marina

Í dag verður stefnan tekin á Diano Marina á ítölsku rivíerunni, stundum kölluð blómaströndin. Þar verður gist í 8 nætur á góðu hóteli í ca 15 mín göngufæri frá miðbænum. Hótelið býður upp á einkabaðströnd og tvær útisundlaugar með fallegum garði. Veitingastaður þess er opinn frá morgni til kvölds þar sem hægt er að fá sér létta hressingu á frídegi. Á leiðinni til Diano Marina verður stoppað á fögrum stað þar sem hægt verður að fá sér hressingu og kanna líf bæjarbúa.

17. júní | Furstadæmið Mónakó & spilavítin í Monte Carlo

Þennan skemmtilega dag heimsækjum við furstadæmið Mónakó, stundum kallað dvergríkið Mónakó. Byrjað verður á að skoða kaktusgarðinn en þaðan er glæsilegt útsýni yfir borgina og klettinn
sem gamli bærinn var reistur á. Við höldum í skoðunarferð um klettaborgina en þar er að finna höll furstafjölskyldunnar og dómkirkjuna þar sem Grace Kelly var borin til grafar. Glæsileg bygging Grand Casino spilavítisins í Monte Carlo hverfinu verður einnig skoðuð.

Opna allt

18. júní | Rólegur dagur í Diano Marina

Í dag ætlum við að taka það rólega í Diano Marina og njóta þess að vera á þessum fagra stað á blómaströndinni. Eftir góðan morgunverð er upplagt að slást í för með fararstjóra til að kanna nánasta umhverfið og miðbæinn sem er líflegur og skemmtilegur. Einnig er upplagt að nýta sér frábæra aðstöðu hótelsins.

19. júní | Dagur í Nice & Eze

Háskólaborgin Nice við Côte d’Azur í Provence héraði í Frakklandi bíður okkar í dag, einstaklega heillandi. Hún er einn vinsælasti ferðamannastaður Côte d’Azur strandarinnar jafnt sumar sem vetur. Borgin hefur margt upp á að bjóða, undurfallega strandgötu, falleg torg og glæstar smáhallir sem prýða borgina. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um borgina þar sem við kynnumst sögu og menningu borgarinnar. Frjáls tími verður gefin til að kanna borgina á eigin vegum og fá sér hressingu. Eftir ljúfan tíma þar verður ekið til töfrandi klettabæjarins Eze. Þaðan er glæsileg útsýni yfir Nice og Englaflóann en bærinn er einn af gömlu hrífandi miðaldavirkisbæjunum. Hér ætlum við einnig að heimsækja einn af ilmvatnsframleiðendum bæjarins en bærinn er þekktur fyrir ilmvötn. Eftir það verður ekið til baka á hótelið okkar.

20. júní | Cannes & Antibes

Í dag er ferðinni heitið til Cannes sem er heillandi borg á fallegum stað við Napoule flóann. Hún er einna frægust fyrir alþjóðlegu kvikmyndahátíðina sem haldin er þar ár hvert. Gengið verður að kvikmyndahöllinni og að sjálfsögðu að svæðinu þar sem rauði dregillinn er staðsettur á meðan á hátíðinni stendur. Einnig munum við rölta þar um sjarmerandi gamla bæinn. Síðan verður ekið til Antibes sem er einn elsti miðaldabærinn við Côte d’Azur. Antibes er oft nefndur paradís strandarinnar og er ekki að undra að listamenn eins  og Picasso og Matisse hafi fengið innblástur hér. Við förum í skemmtilega skoðunarferð um elsta hluta bæjarins en þessi bær tilheyrði Grimaldi furstafjölskyldunni um tíma. Einnig gefst færi á að fara inn á Picasso safnið sem er í gömlu höll Grimaldi ættarinnar frá 14. öld. 

21. júní | Útimarkaður í Ventimilglia

Ventimilglia bíður okkar í dag með einn stærsta útimarkað á Ítalíu sem alltaf er gaman að skoða. Borgin var mjög mikilvæg á tímum Rómaveldis en hér lá aðal verslunarleiðin og vegurinn yfir til Gallíu í Suður-Frakklandi. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða markaðinn því þar er svo margt að sjá. Hann er mikið sóttur af Afríkubúum og Frökkum. Auðvitað verður gefinn tími til að fá sér hádegissnarl í bænum áður en ekin verður fögur leið eftir blómaströndinni til baka.

22. júní | Stutt ferð til perlunnar Cervo

Stutt keyrsla í dag en eftir góðan morgunverð verður ekið í töfrandi lítinn bæ, Cervo, þar sem gaman er að rölta um litlar þröngar götur og kanna líf bæjarbúa. Bærinn er talinn  með fallegustu smábæjum landsins. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir blómaströndina og veginn, Via Aurelia, sem var lagður á tímum Rómaveldis eftir ströndinni yfir til Spánar. Nú er þar aðalvegur blómastrandarinnar. Í Cervo má finna San Giovanni Battista, heillandi kirkju frá 17. öld, svo og rústir miðaldakastalans sem í dag er minjasafn staðarins. 

23. júní | Frjáls dagur í Diano Marina

Við ætlum að njóta þess að vera í rólegheitum síðasta daginn í Diano Marina. Upplagt er að líta inn á kaupmennina í miðbænum eða njóta hinnar frábæru aðstöðu hótelsins. Einnig er hægt að taka sér göngu með ströndinni.

24. júní | Heimferð frá Mílanó

Eftir góðan morgunverð munum við aka til heimsborgarinnar Mílanó. Byrjað verður að fara í stutta skoðunarferð um þessa fögru borg áður en frjáls tími verður gefinn. Þá er hægt að skoða borgina á eigin vegum, skoða dómkirkjuna sem er eitt af meistaraverkum gottneskrar byggingalistar og fara upp á þakið á kirkjunni en þaðan er fagurt útsýni. Líta því næst inn á kaupmenn borgarinnar sem eru ófáir og fá sér svo hressingu áður en ekið er út á flugvöll í Mílanó. Brottför þaðan kl. 22:15 og lent í Keflavík kl. 00:30.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Cannes

Cannes

Cannes

Cannes

Mónakó

Mónakó

Eze

Eze

Eze

Eze

Eze

Eze

Antibes

Antibes

Antibes

Antibes

Antibes

Antibes

Eze

Eze

Eze

Eze

Tiramisu

Tiramisu

Nice

Nice

Eze

Eze

Pasta pasta!

Pasta pasta!

Cannes
Cannes
Mónakó
Eze
Eze
Eze
Antibes
Antibes
Antibes
Eze
Eze
Tiramisu
Nice
Eze
Pasta pasta!

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir