Hjólaævintýri á Kúbu

Hér er boðið upp á magnaða hjólaferð til Kúbu, stærstu eyju Karabíska hafsins. Þessi paradís, fyrrum eftirlætisstaður Hemingway, býr yfir töfrum, einhverri dulúð sem heillar alla. Það er ekki að ástæðulausu sem eyjan dregur til sín þúsundir ferðamanna ár hvert. Hjólað verður um hina litríku og heillandi Havana borg og m.a. farið í Miramar hverfið þar sem glæsibyggingar 20. aldar geyma sendiráð erlendra ríkja. Við förum um hverfi miðstéttarinnar í Parque Metropolitano de la Habana áður en komið verður til Plaza de la Revolucion sem var bólstaður Kastró og stjórnar hans. Leiðin liggur í yngra hverfi Vedado, fram hjá hinu fræga Hotel Nacional, þar sem Churchill dvaldi forðum, og El Capitolio byggingunni sem svipar mjög til Hvíta hússins í Washington. Á dagskrá verða dagleiðir út fyrir borgina og við hjólum meðal annars um Pinar del Rio Province hérað sem er einstaklega falleg hitabeltisleið til Las Terrazas Biosphere Reserve. Hver dagur og sérhver leið mun birta okkur hinar ýmsu hliðar þessarar paradísar um leið og við kynnumst mannlífinu, mat, drykk, siðum og venjum heimamanna.

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00