Hjólað í dölum Dólómítanna

Fjallsrætur hinna ægifögru Dólómítafjalla bjóða upp á fjölbreyttar og fallegar hjólaleiðir en þessi ferð flokkast sem miðlungserfið. Stórkostleg fjallasýn og fagrir dalir laða fólk að þessu undurfagra svæði. Við hjólum inn í dalina við Hochpustertal, líkt og Gsies dal, Sextner dalinn og hinn einstaka Drau dal. Eins fylgjum við gömlu leið Dólómítalestarinnar til ítalska bæjarins Cortina d‘Ambezzo. Á vegi okkar verða blómleg bændabýli, hið fagra Toblacher vatn, lítil fögur þorp og vígalegu tindarnir þrír, Drei Zinnen. Austurríki er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð og munum við því iðulega fara yfir landamærin á ferð okkar. Inn á milli gefst jafnframt tækifæri til að njóta þessa fagra umhverfis á eigin vegum. Gist verður á 4* fjallahóteli í Toblach í Suður-Tíról. Á hótelinu er fyrirmyndaraðstaða til afslöppunar og endurnæringar eftir dásamlegar hjólaferðir í stórbrotinni náttúru.

Verð á mann 329.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 14.900 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallaskattar. 
  • Ferðir á milli flugvallarins í Feneyjum og hótelsins í Toblach.
  • Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 4 stjörnu hóteli.
  • Morgun- og kvöldverðarhlaðborð allan tímann á hóteli.
  • Aðgangur að heilsulind hótelsins ásamt baðslopp og inniskóm.
  • Hjólaprógramm 5 daga.
  • Flutningur á hjólum samkvæmt hjólaprógrammi.
  • Innlend leiðsögn í völdum hjólaferðum.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Leiga á trekking hjóli í 3 daga og 2 dagar rafhjól 24.500 kr.
  • Leiga á rafhjóli í 5 daga 42.900 kr. 
  • Leiga á hjólatösku í 5 daga 6.200 kr.
  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
  • Leigubílaakstur, strætó eða lestarferðir.
  • Hádegisverðir.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Undirbúningur

Dagleiðirnar í þessari hjólaferð spanna um 30-65 km. Ferðahraðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að upplifa umhverfið og njóta þess sem fyrir augu ber. Við ráðleggjum gestum okkar að æfa sig vel fyrir ferðina, fara í nokkra lengri dagstúra og festa kaup á gelhnakki eða hjólabuxum. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir hjólaferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina. Fararstjóri mun boða farþega sína í stutta hjólaferð eða ferðir hér heima áður en haldið verður utan. Vinsamlegast athugið að ef þátttakendur hafa ekki þá getu sem nauðsynleg er fyrir hjóladaga ferðarinnar getur fararstjórinn farið fram á að viðkomandi sleppi einhverjum degi/dögum. Í staðinn er hægt að nýta sér aðstöðu hótelsins eða fara í hjólaferðir á eigin vegum.

Flug

Flogið verður með Play til Feneyja þann 8. september. Brottför frá Keflavík kl. 14:45 en mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst fyrir brottför. Lending í Feneyjum kl. 21:05 að staðartíma. Frá flugvellinum í Feneyju, eru um 180 km til Toblach svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki tæpar 3 klst. Á heimleið 15. september verður flogið verður heim kl. 22:05 frá Feneyjum. Lending á Íslandi kl. 00:40 að staðartíma.

Tillögur að dagleiðum

Bjarni Torfi Álfþórsson fararstjóri er reyndur hjólamaður og mun hann skipuleggja hjólaferðirnar eftir aðstæðum hverju sinni í samráði við enskumælandi innlendan leiðsögumann sem fylgja mun hópnum alla hjóladagana. Eftirfarandi eru leiðarlýsingar til viðmiðunar fyrir fimm hjóladaga sem fararstjóri getur skipulagt ásamt því að breyta eða bæta við stöðum. Gert er ráð fyrir einum frídegi.

Opna allt

1. Pusterdalur – Bruneck – Toblach

Ferðin hefst á hæsta punkti við Toblach. Hjólaleiðin hlykkjast með fram ánni Rienz, í gegnum falleg lítil þorp Pusterdalsins til Bruneck. Hér væri hægt að fá sér hressingu og skoða bæinn í rólegheitum. Farið með lest frá Bruneck til baka á hótelið. 

  • Vegalengd: u.þ.b. 30 km
  • Lækkun: 350 m
  • Erfiðleikastig: létt

2. Sextnerdalur – Talschlusshütte - Toblach

Í dag verður hjólað frá Toblach að Talschlusshütte. Haldið verður í áttina að Innichen og þaðan áfram í áttina að Sexten. Hjólað verður á fjölbreyttum stígum, með fram lækjum og villtum blómaengjum og þekktustu tindar Dólómítafjallanna skaga yfir okkur. Leiðin þangað er örlítið upp á við en inn á milli er jafnslétta til að kasta mæðinni og njóta þessa yndislega umhverfis. Þegar komið er að Talschlusshütte verður hægt að fá sér dæmigert sætmeti heimamanna, Kaiserschmarrn, eða annað lostæti af matseðli eldhússins. Hvílum okkur og njótum stórkostlegs útsýnis yfir á fjallstinda Sextner Sonnenuhr, fjallaklukku sem fimm fjallstindar mynda; Nían, Tían, Ellefan, Tólfan og Ásinn. Eftir þessa kærkomnu pásu hjólum við til baka, að mestu örlítið niður í móti, að Fischleinbodenhütte, til Sexten í gegnum dýrðleg engi og skóga og þaðan aftur til Innichen og til baka á hótelið.

  • Vegalengd: u.þ.b. 40 km
  • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 350 m
  • Erfiðleikastig: miðlungserfið

3. Dólómítalestarleiðin: Toblach – Cortina d‘Ampezzo

Þessi skemmtilega hjólaleið liggur þar sem áður voru lestarteinar Dólómítalestarinnar. Við hjólum í gegnum Höhlenstein dalinn að Toblacher vatni. Skömmu seinna blasir við okkur einstakt útsýni á tindana þrjá, Drei Zinnen. Þegar svo komið er að Dürrensee vatninu gnæfir fjallið Cristallo yfir okkur. Nú tekur við einstök leið til Corina d´Ampezzo í gegnum upplýst lestargöng, sem eru eingöngu ætluð hjólreiðafólki. Endum hjólatúrinn í Cortina þar sem við eigum góðan tíma áður en við förum til baka með almenningsvagni. Vagninn stoppar ekki langt frá hótelinu.

  • Vegalengd: u.þ.b. 43 km
  • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 300/600 m
  • Erfiðleikastig: miðlungserfið

4. Gsiesertal – Toblach

Á leið okkar í dag förum við að La Braies vatninu sem er eitt af fallegstu vötnum Ítalíu og er mikið aðdráttarafl fyrir útvistarfólk. Vatnið er í yfir 1500 m hæð yfir sjávarmáli og er staðsett í hinum heillandi Hochpustertal. Eftir gott stopp við vatnið höldum við áfram og hjólum í gegnum fallega dali á skemmtilegum skógarstígum á leið okkar heim á hótel. 

  • Vegalengd: u.þ.b. 55 km
  • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 1000 m
  • Erfiðleikastig: létt

5. Silvesteralm á rafmagnshjólum

Hjólaleið dagsins reynir aðeins á kálfana. Við fáum rafmagnshjól sem auðvelda okkur ferðina og höldum beint frá Toblach, 8 km langa leið til Silversteralm skálans en þessi leið er öll örlítið upp á við. Þetta er samt sem áður tiltölulega þægileg leið með fram Silvester læknum, fyrir utan tvær stuttar brekkur. Fáum okkur hressingu og köstum mæðinni í Silvesteralmhütte skálanum og njótum þagnarinnar við undirleik róandi hljóma kúabjallna. Á leiðinni til baka hjólum við fjölbreytta leið, bæði á skógarstígum og malbikuðum stígum aftur til Toblach. Stórfenglegt útsýni yfir Sextner Dólómítana og Pusterdalinn fylgir okkur alla leiðina heim. 

  • Vegalengd: u.þ.b. 30 km
  • Hækkun/lækkun: u.þ.b. 600 m
  • Erfiðleikastig: miðlungserfið

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Hótel

Parkhotel Bellevue Toblach

Gist verður á 4* hótelinu Parkhotel Bellevue í Toblach. Hótelið er vel staðsett, u.þ.b. 1,1 km frá miðbænum. Herbergin eru með baði, hárþurrku, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma, ísskáp og öryggishólfi. Í garðinum er hugguleg sólbaðsaðstaða með bekkjum og heilsulind hótelsins býr yfir sundlaug, gufu og líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að bóka heilsumeðferðir gegn gjaldi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti