Fegurstu perlur Mallorca

Eyjan Mallorca, sem er úti fyrir austurströnd Spánar, verður heimsótt í þessari glæsilegu ferð sem hefst í bænum Orange í Provence héraði í Frakklandi. Mallorca er stærsta og í augum margra fallegasta eyjan af Baleareyjunum. Við siglum frá Toulon til Mallorca þar sem fyrsti viðkomustaðurinn er litríki virkisbærinn Alcúdia en þaðan er ekin fögur leið til Porta de Pollence sem er einstakur og var Agöthu Christie mikill innblástur. Spennandi er leiðin um Tramuntana fjöll til Fornalutx bæjar en sá er sagður einhver hinn fallegasti á Spáni. Við förum til Paguera en hann er einn dáðasti ferðmannabær Mallorca og verður okkar náttstaður meðan á dvöl okkar stendur. Þaðan förum við í hrífandi ferðir, m.a. til höfuðborgarinnar Palma þar sem finna má dómkirkjuna La Se sem er meistaraverk gotneskrar byggingalistar og kastalann Castell de Bellver. Við komum til Mancor sem er heimsfræg fyrir framleiðslu á Majorica perlum. Við förum í ógleymanlega siglingu frá Porto Cristo um hina hrífandi og frægu dropasteins Drekahella og rómantísk lestarferð tekur okkur til perlunnar Sóller í Vall de Naranja eða Appelsínudalnum. Töfrandi sigling að degi til verður frá Palma til Barcelona og eigum við síðan ljúfa daga í bænum Lloret de Mar við Costa Brava ströndina og í lok ferðar í Annecy, perlu frönsku Alpafjallana.

Verð á mann 379.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 96.800 kr.


Innifalið

 • 15 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Sigling frá Toulon til Mallorca með gistingu um borð.
 • Kvöld- og morgunverður á skipinu frá Toulon til Mallorca.
 • Ferja frá Palma til Barcelona.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Rómverska leikhúsið í Orange ca € 10.
 • Sigling í Drekahellir ca € 15.
 • Lestarferðir til Sóller ca € 35.
 • Sigling til Tossa de Mar ca € 22.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

5. september | Flug til Genf & Orange

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Genf kl. 13:00 að staðartíma. Þaðan verður ekið suður til sögufrægu borgarinnar Orange í Provence héraði í Frakklandi, sem er rómuð fyrir fegurð. Þar verður gist í 2 nætur á góðu hóteli. Á hótelinu er fallegur garður og góð líkamsræktaraðstaða.

6. september | Dagur í Orange & frjáls tími

Á þessum ljúfa degi byrjum við á morgunverði en förum svo í göngu um þessa töfrandi borg, Orange. Þar heimsækjum við magnað, rómverskt leikhús sem hefur prýtt borgina síðan snemma á 1. öld e. Kr, en það er meðal best varðveittu hringleikahúsa heims. Eftir það könnum við bæinn betur og gefst hverjum og einum tækifæri til að skoða það sem heillar og njóta verunnar í Orange. Glæstar byggingar prýða borgina hvarvetna og er gaman að rölta um litlar hlykkjóttar götur hennar, rekast á notalegt kaffihús eða veitingastað. Fyrir þá sem vilja heldur taka það rólega er upplagt að njóta aðstöðunnar á hótelinu.

7. september | Aix-en-Provence & sigling frá Toulon

Við kveðjum Orange eftir góða daga og ökum til Aix-en-Provence sem er með stærri háskólaborgum landsins, en þar nema um 30.000 háskólastúdentar. Hægt er að segja að borgin sé með dýrustu en einnig fallegustu borgum landsins, umvafin fjöllum og sléttum. Sjá má glæsileika fortíðar á listasafni og kirkjum borgarinnar og einnig í fjölmörgum einkahöllum sem byggðar voru í barokkstíl á 17. og 18. öld. Aix, eins og hún er jafnan kölluð, er einnig þekkt fyrir gómsæta möndlukonfektið sitt, Calissons. Tækifæri gefst til að rölta um borgina og til að fá okkur hressingu. Þaðan verður farið í hafnarborgina Toulon þar sem við stígum um borð og siglum til Alcudiá á Mallorca. Gist verður í skipinu í tveggja manna klefum með sturtu og klósetti. Siglingin frá Toulon er einstaklega skemmtileg og aðstaðan um borð til fyrirmyndar.

Opna allt

8. september | Alcudiá, Porta Pollence, Fornalutx & Paguera

Um morguninn komum við til gömlu hafnarborgarinnar Alcudiá á norðurhluta Mallorca. Við hefjum daginn á rölti um miðaldavirkisbæinn sem var höfuðborg Mallorca á tímum Rómverja. Það er yndislegt að ganga um gamla bæinn með sínum litlu kræklóttu götum, hinu fallega ráðhúsi, Casa Consistorial, og litríku miðaldahúsum með litlu sætu blómapottunum fyrir utan. Einnig tilheyrir að fá sér smá göngutúr upp á virkisveggjum bæjarins. Héðan heldur ferðin áfram til Porta de Pollence, töfrandi smábæjar með hrífandi strandgötu prýddri pálmatrjám og fjallafegurð allt í kring. Þessi staður veitti Agöthu Christie mikinn innblástur og er einn dáðasti ferðamannabær Breta. Eftir hádegishressingu og frjálsan tíma höldum við áleiðis að Tramuntana fjöllunum við Fornalutx sem heimamenn segja fegursta bæ eyjunnar og eftir skoðunarferð þar er erfitt að vera heimamönnum ósammála. Þessi litli, hrífandi bær fékk silfurplötu ársins 1983 frá ferðamálaráði sem viðurkenningu fyrir viðhald hans og fegurð. Kringum bæinn ber mikið á ólífu- og appelsínutrjám. Eftir drjúgan tíma í þessum litla bæ, ökum við sæl og glöð á hótelið okkar sem er í Paguera. Við hótelið eru útisundlaugar, líkamsrækt, heilsulind og sauna. Öll herbergi eru með svölum. Hótelið stendur við eina fallegustu strönd eyjunnar.

9. september | Palma höfuðborgin & Castell de Bellver

Glæsilegur dagur í heillandi höfuðborginni Palma með sínar gullnu strendur og hrífandi márískum og gotneskum arkitektúr. Dómkirkjan La Se er glæsilegt meistaraverk gotneskrar byggingalistar sem rís hátt sem tákn borgarinnar við Palma flóann. Við hlið hennar er Almudanína höllin, fyrrum vígi Mára, en þjónar nú konungshjónunum við opinber tækifæri. Á göngu okkar um líflegar götur borgarinnar kíkjum við inn í litríku markaðshöllina Marcat de L‘ Olivar, þar sem við fylgjumst með ys og þys kaupmannanna. Margar skemmtilegar verslanir verða á vegi okkar, lífleg kaffi- og veitingahús og auðvitað verður gefinn góður tími til að kanna líf bæjarbúa og fá sér hressingu. Í vesturhluta borgarinnar rís miðaldakastalinn, Castell de Bellver, þar sem við endum þennan glæsilega dag með stórkostlegt útsýni yfir borgina.

10. september | Paguera & frjáls tími

Eftir góðan morgunverð og rólegheit göngum við saman inn í Paguera sem er einn dáðasti ferðmannabær eyjunnar en ríkan þátt í því eiga gullfallegar strendur hans. Bærinn er litríkur og skemmtilegur, mikið ber á kaffi- og veitingahúsum sem lokka til sín ferðamanninn og það gera líka kaupmenn sem eru víða, sér í lagi á Bulevar de Paguera. Þar getum við dólað okkur fram yfir hádegi og valið úr góðum veitinga-stöðum og því upplagt að fá sér hressingu . Eftir það er ljúft að nota þessa glæsilegu aðstöðu við hótelið eða rölta um á ströndinni.

11. september | Rólegheit & slökun í Paguera

Rólegheit og slökun eru á dagskrá hjá okkar í dag. Vel má njóta sólar við sundlaugina, alla aðstöðu hótelsins og samverunnar. Göngutúr inn í Paguera bæinn svíkur engan og svo má ekki gleyma að fá sér sundsprett í Miðjarðarhafinu við fallegustu strendur eyjunnar.

12. september | Manacor, Cala Rajada & sigling í Drekahelli

Byrjum daginn á að aka til Mancor, sem er önnur stærsta borg eyjunnar, og er heimsfræg fyrir framleiðslu á Majoricaperlum. Þar verður komið við á verkstæði og verslun þar sem við fræðumst um þessar frægu perlur sem var byrjað að nýta á 19. öld og auðvita verður hægt að líta þar inn í verslun. Héðan veður ferðinni síðan heitið til bæjarins Cala Ratjada á norðausturströnd eyjunnar. Hann er umkringdur harðgerðum klettum og dýrðlegri fjallafegurð. Þetta er einn af ástkærustu ferðamannastöðum eyjunnar með sólbjörtum gullnum ströndum þar sem við ætlum að gefa okkur tíma til að kanna líf bæjarbúa og fá okkur hádegishressingu. Næst verður áð í bænum Porto Cristo, þar sem fágætir dropasteinshellar eru eitt aðalaðdráttaraflið, en þeir byrjuðu að myndaðist fyrir 11 milljónum ára. Inni í hellunum er Martel vatn, sem er með stærstu neðanjarðarvötnum í heimi, og á siglingu á litlum bátum um vatnið umleikur okkur ólýsanleg fegurð sem er heilt ævintýri að upplifa.

13. september | Port d‘ Andratx & Valldemossa

Port d‘Andratx er lítill bær við glitrandi og heillandi flóa en þangað ökum við þennan morgun. Um er að ræða enn einn fallegan hafnarbæ eyjunnar en hér er flóinn umlukinn tignarlegum og sköróttum klettum. Þessi bær er afar töfrandi því byggingar og mannlíf standa fyrir sínu þrátt fyrir að hafa þróast í að verða samastaður ríka fólksins með svipmikilli smábátahöfn. Fallegar lystisnekkjur og hvers kyns seglskútur liggja í höfninni og uppi í hlíðunum blasa við glæsilegar villur auðmanna. Stórbrotin náttúrufegurð umvefur okkur á leið hjá Banyalbufar, minnsta bæ eyjunnar, til Valldemossa sem er einn elsti bær Mallorca og stendur hæst í hlíðinni.Þetta er ein af perlum eyjunnar og einn vinsælasti ferðamannabærinn. Til er sú saga að önnur ástæða fyrir vinsældum hans sé að pólska tónskáldið Fédéric Chopin og elskhugi hans, rithöfundurinn George Sand, hafi eytt einum vetri í Royal Carthusian klaustrinu sem einnig er hægt að skoða. Bærinn hýsir einnig nútímalegu menningarmiðstöðina, Costa Nord, sem leikarinn Michael Douglas stofnaði. Við gefum okkur góðan tíma hér til að kanna litskrúðugt líf bæjarbúa.

14. september | Palma, lestarferð til Sóller & Port de Sóller

Í dag ætlum við að eiga ógleymanlegur dag í höfuðborgini Palma og gefinn verður frjáls tími til að kanna borgina betur á eigin vegum. Um hágdegið verður farið í spennandi lestarferð til Sóller en lestarferðir þangað hófust árið 1912. Við líðum áfram á draumfagurri leið um norðvesturströnd eyjunnar til Sóller sem er fallegur bær í Vall de Naranja ,,Appelsínudalnum” eða gullna dalnum eins og sagt er en þar er mikil appelsínu- og sítrónurækt. Upphaf velmegunar bæjarins má rekja til byrjun 19. Aldar en þá hófst appelsínu- og sítrónuútflutningur yfir til Frakklands. Um svipað leyti fóru margir þangað í leit að vinnu og komu síðan með auð sinn til bæjarins, reistu minnisvarða og fallegar byggingar í Jugendstíl sem prýða Sóller. Þegar við komum þangað verður tekin lest áfram til Port de Sóller þar sem við njótum þess að vera á dýrðar stað við hafið. Þar er upplagt að fá sér hádegishressingu og kanna líf bæjarbúa.

15. september | Sigling til Barcelona & Lloret de Mar

Nú er komið að því að kveðja Paguera og Mallorca eftir yndislega daga og ógleymanlega upplifun. Um hádegisbil verður farið í skemmtilega siglingu frá höfninni í Palma yfir til Barcelona og eftir komu þangað verður ekið rakleiðis til Lloret de Mar, þar sem gist verður í 3 nætur. Á hótelinu er útisundlaug með garði, líkamsrækt og öll herbergi eru með svölum.

16. september | Frjáls dagur í Lloret de Mar

Lloret de Mar er einn vinsælasti ferðamannabær Costa Brava strandarinnar. Þetta er mjög snotur bær sem gaman er að rölta um og skoða m.a. fallegu kirkjuna Sant Roma frá 16. öld. Einnig er hægt að fara í góðan göngutúr eftir ströndinni upp að miðaldavirkinu Sant Joan frá 11. öld. Eftir morgunverð mun farastjórinn leiða hópinn í gönguferð, miðla skemmtilegum fróðleik og útskýra legu þessa vinsæla bæjar. Eftir það verður frjáls tími til að njóta.

17. september | Sigling til Tossa de Mar & frjáls tími

Í dag bíður okkar töfrandi sigling til Tossa de Mar, sem er yndislegur bær á Costa Brava ströndinni. Við byrjum á skemmtilegri göngu upp í elsta hluta bæjarins, klettabæinn Vila Vella, með borgarmúrum og turnum frá 14. öld. Þaðan gefur að líta stórfallegt útsýni yfir gjörvalla klettaströnd Tossa. Að koma inn í Vila Vella er eins og að ferðast aftur í tímann en enn þann daginn í dag er búið í nokkrum gömlu húsanna innan virkisveggjanna. Eftir að fararstjóri hefur útskýrt legu bæjarins verður enn skemmtilegra að upplifa hann og kanna á eigin vegum og ekki skemmir fyrir að þennan dag er að finna útimarkað sem tilvalið er að rölta í gegnum. Eftir ljúfan tíma hér verður siglt til baka til Lloret de Mar.

18. september | Annecy & Annecy vatn

Eftir yndislega daga í Tossa de Mar er nú komið að næsta, ekki síður fallega stað, Annecy. Leið okkar liggur um gróðursælar sveitir Province héraðsins með vínakra, ávaxtarækt, lofnarblóm og brosandi sólblómaakra hvert sem litið er, þar til mikilfengleg Alpafjöllin taka við. Annecy er eins og gimsteinn í kórónu fjallanna, alveg sérlega heillandi bær við samnefnt vatn. Við gistum síðustu nóttina í þessari einstöku borg.

19. september | Heimferð frá Genf

Eftir skemmtilega og fróðlega ferð er nú komið að heimferð. Brottför frá Genf er kl.14:00 og lending í Keflavík kl. 15:50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Palma í Mallorca

Palma í Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Mallorca

Drekahellirinn Mallorca

Drekahellirinn Mallorca

Annecy

Annecy

Barcelona

Barcelona

Aix-en-Provence

Aix-en-Provence

Valdemossa

Valdemossa

Lloret de Mar

Lloret de Mar

Palma í Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Mallorca
Drekahellirinn Mallorca
Annecy
Barcelona
Aix-en-Provence
Valdemossa
Lloret de Mar

Fararstjórn

Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir (Hófý) heiti ég og er fædd árið 1960 á Patreksfirði. Ég er móðir þriggja drengja og er búsett í Bæjaraskógi í Þýskalandi um þessar mundir með yngsta drenginn, Gabríel Daða. Eiginmaður minn er Norbert Birnböck sem er einn af bílstjórum Bændaferða.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00