Umbria & Toskana

Ferðalag um Umbria og Toskana héruð á Ítalíu er svo sannarlega hrífandi upplifun enda er þetta svæði rómað fyrir töfra sína. Ferðin hefst í Perugia, sem sögð er vera fallegasta borg Umbria héraðs. Við kynnumst þessari fallegu borg nánar sem og öðrum merkum stöðum í héraðinu. Farin verður skoðunarferð til sögufrægu borgarinnar Arezzo og virkisbæjarins Cortona en frá honum er einstakt útsýni yfir Toskana héraðið. Heilum degi verður varið í Assisi, fæðingarstað heilags Frans. Þetta er í margra augum helgur staður því hér voru reglur heilags Frans og heilagrar Klöru stofnaðar. Við skoðum stórkostlega dómkirkju í bænum Orvieto og upplifum miðaldastemningu í Montepulciano. Við Adríahafið kynnumst við Gradara, einum vinsælasta ferðamannastað Ítalíu, og gistum í Pesaro, fæðingarstað Gioachino Rossini. Það er notalegt að hvílast í þessum bæ við hafið, rölta um og njóta áður en farin verður dagsferð til San Marino. Þetta smáríki er vel þess virði að skoða, hér er m.a. stjórnarhöllin Basilica di San Marino og kastalinn La Rocca. Allt er gott sem endar vel en þessari skemmtilegu ferð lýkur í Kufstein í Austurríki, þar sem fer vel um alla ferðamenn í fjallasölum Alpafjalla. Flogið heim frá München eftir ljúfa og viðburðaríkra daga.

Verð á mann 259.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 37.800 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Snarl hjá vínbónda í Montepulciano ca € 22.
 • Aðgangur í kirkjan í Asissi ca € 3.
 • Kastalinn í Gradara ca € 8.
 • Kastalinn í Kufstein ca € 13.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

12. september | Flug til Mílanó

Brottför frá Keflavík kl. 15:20 og mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Mílanó kl. 21:35 að staðartíma. Gist verður eina nótt í nágrenni flugvallar.

13. september | Mílanó & Perugia

Eftir góðan morgunverð verður stefnan tekin suður um Toskana héraðið til höfuðborgar Umbria, Perugia, þar sem gist verður í 5 nætur á hóteli í útjaðri borgarinnar. Á hótelinu er útisundlaug og fallegur garður.

14. september | Arezzo & Cortona

Miðaldablær sögufrægu borgarinnar Arezzo í Toskana héraði leikur um okkur og sannarlega má segja að þetta sé ein af listamannaborgum Ítalíu. Hér kynnumst við málaranum, arkitektinum og listfræðingnum Giorgio Vasari þegar farið verður í töfrandi skoðunarferð um borgina. Á rölti okkar um verslunarstræti eru áberandi verslanir gullsmiða og skartgripasala en þeim ber að þakka fyrir velmegun borgarinnar. Menningarlegur hápunktur dagsins er svo að koma til virkisbæjarins Cortona. Staðsetning hans er hrífandi upp á fjallinu Sant’Egidio en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Toskana héraðið. Bærinn er litríkur og skemmtilegur og við sjáum margar glæstar byggingar á leið okkar um kræklóttar, þröngar götur hans.

Opna allt

15. september | Ljúfur dagur í Assisi

Helgi staðurinn Assisi er yndislegur virkisbær frá miðöldum í miðju Umbria héraði og er bærinn á heimsminjaskrá UNESCO. Hér fæddist heilagur Frans sem var predikari og boðaði meinlætalíf og höfnun veraldlegra gæða. Hann stofnaði hér reglu heilags Frans og reglu heilagrar Klöru frá Assisi. Við heimsækjum saman kirkjurnar San Francesco og Santa Chiara en eftir það verður góður tími til að skoða sig um í þessum fallega, gamla miðaldabæ.

16. september | Orvieto & Montepulciano

Á þessum ljúfa degi verður byrjað í fallega bænum Orvieto í Umbria héraði sem byggðist upp á flötum móbergsstapa. Bærinn er frægur fyrir stórkostlega dómkirkju frá 13. öld, Pozzano di San Patrizio brunninn frá 16. öld og hvítvínið sem er af mörgum talið eitt besta hvítvín landsins. Farið verður í stutta skoðunarferð um gersemar bæjarins og síðan er upplagt að fá sér hressingu og kanna líf bæjarbúa. Háborg miðaldana í Toskana héraði, Montepulciano, er næst á dagskrá. Hún hvílir á kríthvítri hæð þar sem dalirnir Val d‘Orcia og Val die China mætast. Allt um kring, hvert sem litið er blasa við vínakrar, fullkomið landslag fyrir póstkort. Borgin er einmitt fræg fyrir heimsþekkta vínið „Vino Nobile“ og því er upplagt að líta inn á einn af vínbónda héraðsins og fá sér snarl.

17. september | Höfuðborgin Perugia & frjáls tími

Perugia er ekki aðeins sú stærsta, heldur einnig ein fallegasta borg Umbria héraðsins. Borgin er staðsett í 450 m hæð en þaðan er frábært útsýni yfir á Apenninefjöllin og þorpin í kring um Lago Trasimeno vatnið. Farið er upp í borgina með rúllustiga en hún er ein af fornu virkisborgunum og var ein öflugasta borg Etruskan heimsveldisins á 6. öld f.Kr og ber borgin þess enn merki. Hjarta borgarinnar er torgið Piazza Grande með brunninum Maggiore en hér verður farið í hrífandi skoðunarferð um borgina. Að henni lokinni verður tími til að fá sér hressingu og líta inn í verslanir borgarinnar á vinsælu göngugötunni Corso Vannucci. Komið snemma heim á hótel.

18. september | Gradara & Pesaro

Kveðjum Perugia eftir yndislega daga og tökum stefnuna á Marken héraðið en á leiðinni þangað verður áð í bænum Gradara, einni af perlum Ítalíu og sumir segja einum vinsælasta ferðamannastað Ítalíu. Miðalda borgarmúrinn sem umlykur borgina og kastalinn eru þeir best varðveittu á Ítalíu. Virkisveggirnir voru oft leiksvið bardaga sem voru háðir á milli kirkjuríkisins og íbúa Marken héraðs. Gradara er einnig þekkt fyrir sorgarsögu elskenda, sem þjóðskáldið Dante skrifaði um í Hinum guðdómlega gleðileik.
Hér verður farið í skemmtilega skoðunarferð um kastalann og þennan yndislega bæ. Eftir það verður ekið til Pesaro þar sem gist verður í 3 nætur á hóteli við ströndina.

19. september | Frjáls dagur í Pesaro

Eftir ys og þys undanfarinna daga er kærkomið að slaka á við hótelið, kanna umhverfið og líta inn í gamla bæinn Pesaro, Hann er þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Gioachino Rossini og er vinsæll ferðamannastaður. Gullnar náttúrustrendur og fjölmargar sögulegar byggingar prýða borgina sem gaman er að rölta um með litríkum torgum og skemmtilegum kaffi- og veitingahúsum.

20. september | Smáríkið San Marino

Spennandi dagsferð á dagskrá í dag til elsta lýðveldis í heimi, San Marino, smáríkisins sem er í 643 m hæð yfir sjó við jaðar Apenninafjalla. Náttúrufegurðin umvefur borgina, sem hringar sig upp fjallið Monte Titano, en hæsti tindur þess er 749 m. Þar tróna þrír kastalar á toppi fjallsins og útsýnið yfir héraðið er ægifagurt. Hér er margt að upplifa, tilkomumiklar og virðulegar byggingar setja mikinn svip á borgina og á göngu um smáríkið verða á vegi okkar m.a. stjórnarhöllin, Basilica di San Marino og kastalinn La Rocca og Guaita að ógleymdum virkisveggjunum.

21. september | Pesaro & Kufstein

Dagar okkar á Ítalíu verða ekki fleiri. Við ökum fagra leið yfir Brennerskarð, yfir Evrópubrúna, komum þaðan inn í Inndalinn og tökum stefnuna á Kufstein þar sem gist verður í 2 nætur. Skemmtilegur bær með sínum miðaldakastala sem trónir yfir borginni.

22. september | Dagur í Kufstein & frjáls tími

Inn á milli Alpafjalla er bærinn Kufstein sem er oft kallaður perla Tíróls og er staðsettur við grænu ána Inn. Árum saman hafa hljómað um hann fallegar ballöður listamanna. Miðaldakastalinn Kufstein trónir yfir bænum en kastalinn er frægur fyrir tilkomumikið útiorgel, svokallað Hetjuorgel, en í hádeginu dag hvern er leikið á orgelið til minningar um þá sem féllu í heimstyrjöldunum tveimur. Orgelhljómarnir óma frá turni kastalans og endurkastast í þverhníptum fjöllunum í kring. Við förum í stutta gönguferð til að kanna umhverfið og förum síðan með lyftu upp í kastalann en þaðan er útsýnið yfir bæinn og nærliggjandi sveitir undurfagurt. Eftir það er frjáls tími til að kanna bæinn á eigin vegum.

23. september | Heimflug frá München

Nú er komið að heimferð eftir þessa glæsilegu ferð. Ekið verður út á flugvöllinn í München, brottför er þaðan kl. 14:05 og áætluð lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Toskana hérað

Toskana hérað

Umbria hérað

Umbria hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Umbria hérað

Umbria hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Toskana hérað

Arezzo

Arezzo

Arezzo

Arezzo

Toskana hérað

Toskana hérað

Montepulciano

Montepulciano

Montepulciano

Montepulciano

San Marino

San Marino

Kufstein

Kufstein

Toskana hérað
Umbria hérað
Toskana hérað
Umbria hérað
Toskana hérað
Toskana hérað
Arezzo
Arezzo
Toskana hérað
Montepulciano
Montepulciano
San Marino
Kufstein

Fararstjórn

Inga Ragnarsdóttir

Leiðsögu- og myndlistamaðurinn Inga Ragnarsdóttir hefur starfað fyrir Bændaferðir frá árinu 2004. Hún hefur farið í fjölda ferða um mið-Evrópu þar sem hún er á heimavelli en Asía hefur verið hennar kærasta sérsvið frá upphafi. Ferðir Ingu um lönd eins og Indland, Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Búrma, Laos og Japan hafa notið mikilla vinsælda en Kína hefur hún sótt heim á hverju ári, oft tvisvar, síðustu 15 árin. Inga segir töfra Kína vaxa eftir því sem maður kynnist landinu nánar en það hefur heillað hana allt frá því á unglingsárunum.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00