Hjólað frá Austurríki til Slóveníu

Hjólaleiðin sem farin verður í þessari ferð er þekkt sem Mur hjólaleiðin og er hún afar vinsæl meðal hjólafólks enda býður hún upp á sérstaklega fjölbreytt umhverfi og þægilega hjólastíga. Upphaf ferðar er í fjalllendi í héraðinu Salzburgerland sem er í miðju Austurríkis en þaðan er farið í austurátt í gegnum héraðið Stýría alla leið yfir til Slóveníu. Fyrr á tímum ferðuðust kaupmenn iðulega þessa leið með vörur sínar. Leiðin liggur um skógivaxna dali og grösug héruð. Hjólað er mestmegnis á hjólastígum og sveitavegum en meðfram ánni Mur hafa verið skapaðar kjöraðstæður til hjólreiða. Ferðalangar upplifa skemmtilega blöndu af annars vegar náttúru og hins vegar mannlífi, menningu og sögu bæjanna sem hjólað er um en margir þeirra eiga sér langa og áhugaverða sögu. Ferðahraðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að upplifa umhverfið og njóta þess sem fyrir augu ber og góðar hjólaaðstæður gera okkur kleift að hjóla dágóða vegalengd hvern dag. 

Verð á mann 249.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 26.600 kr.


Innifalið

 • 9 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði og morgunverðarhlaðborði.
 • 7 kvöldverðir.
 • Farangursflutningur á milli hótela.
 • Hjólaprógramm í 6 daga.
 • Aðgangur að heilsulind í bænum Bad Radkersburg.
 • Ferð með rútu frá flugvellinum í München til St. Michael og frá Bad Radkersburg á hótel í München.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Ferð frá München út á flugvöll með lest.
 • Leiga á trekking hjóli í 6 daga 15.950 kr.
 • Leiga á rafmagnshjóli í 6 daga 21.600 kr.
 • Leiga á hjólatösku í 6 daga 3.800 kr.
 • Hádegisverðir og annar tilfallandi kostnaður yfir daginn.
 • 2 kvöldverðir (í Bad Radkersburg og í München).
 • Forfalla- og ferðatryggingar.
 • Þjórfé.

Undirbúningur

Þetta er miðlungserfið hjólaferð sem ætti að henta flestu hjólafólki. Dagleiðirnar spanna um 60 km. Ferðahraðinn er ekki meiri en svo að auðvelt er að upplifa umhverfið og njóta þess sem fyrir augu ber. Við ráðleggjum gestum okkar að fara í nokkra lengri dagsferðir og festa kaup á gelhnakki eða hjólabuxum. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir hjólaferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina. Bjarni Torfi Álfþórsson er reyndur fararstjóri og mun boða farþega sína í a.m.k. eina stutta hjólaferð hér heima áður en haldið verður utan.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Mur hjólaleiðin

Þessi vinsæla hjólaleið hefst í bænum St. Michael í Lungau, Austurríki, við upptök árinnar Mur. Áin Mur er næstlengsta á Austurríkis og henni er fylgt frá upptökum alla leið til Bad Radkersburg sem er rétt við landamærin að Slóveníu. Þar er ekki látið staðar numið heldur verður farið í spennandi dagsferð yfir til Slóveníu áður en haldið er heim á leið. Flestar dagleiðir eru um 60 km og heildarvegalengdin um 400 km. Farið verður úr 1100 m hæð og niður í um 200 m hæð. Gist er í bæjunum St. Michael, Murau, Weißkirchen, Oberaich, Graz, Leibnitz, Bad Radkersburg og að lokum eina nótt í München. Ferðin telst miðlungs erfið og hentar því breiðum hópi. Allir sem gaman hafa af hjólreiðum og eru þokkalega á sig komnir eiga erindi í þessa ferð. Bjarni Torfi Álfþórsson er fararstjóri í þessari ferð og þaulreyndur hjólamaður og fylgir hópnum að sjálfsögðu alla ferðina. Eftirfarandi eru leiðarlýsingar til viðmiðunar fyrir fimm hjóladaga en fararstjóri getur breytt eða bætt við stöðum sem honum þykir áhugavert að heimsækja. Gert er ráð fyrir einum frídegi.

5. september │ Flug til München

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 07:20 og lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Á flugvellinum bíður rúta hópsins sem flytur hann suður yfir landamærin til bæjarins St. Michael í Lungau í Austurríki. Þangað eru um 280 km og er áætlað að ferðin frá flugvellinum getið tekið rúmlega 3 klst. Þeir sem leigja sér hjól fá þau afhent við komuna til St. Michael. Gist á Hotel zum Weißen Stein.

6. september │ St. Michael – Murau

Í dag hefst hin eiginlega ferð niður með ánni Mur. Hjólað er til miðaldabæjarins Murau sem stundum er kallaður heimur trésins og eru þar að finna fjölmörg mannvirki úr timbri, bæði stór og smá. Einnig er hann þekktur fyrir bjórframleiðslu en þar hefur verið bruggaður bjór í fleiri hundruð ár. Bærinn stendur á mótum fornra verslunarleiða um Alpana og hefur m.a. að geyma þekkt bjórsafn og Murau höllina. Hjólað er á sveitavegum sem og litlum skemmtilegum stígum meðfram ánni Mur. Á leið okkar til Murau förum við m.a. í gegnum Tamsweg sem er höfuðstaður Lungauer-svæðisins. Gistum á Hotel Lercher

 • Vegalengd: ca. 55 km
 • Hækkun: 145 m
 • Miðlungserfið
Opna allt

7. september │ Murau – Weißkirchen

Í dag liggur leið okkar í gegnum skóga héraðsins, meðfram miðaldahöllum, virkisrústum og um djúpan Mur dalinn við fætur Niedere Tauern fjallanna. Áfram er haldið til bæjarins Judenburg sem þýðir bær gyðinga, en á miðöldum stóðu þeir fyrir viðskiptum og uppbyggingu í bænum. Eftir viðdvöl í Judenburg er haldið áfram örfáa kílómetra í austurátt til bæjarins Weißkirchen og þar verður gist á Gasthof Bräuer.

 • Vegalengd: ca. 65 km
 • Hækkun: ca. 335 m
 • Erfiðleikastig: Miðlungserfið

8. september │ Weißkirchen – Oberaich

Í Weißkirchen er einstaklega falleg pílagrímakirkja sem kallast Maria Buch kirkjan. Hægt væri að skoða hana áður en lengra er haldið. Áfram er síðan haldið til bæjanna Leoben sem stendur við ána Mur og verður svo gist í bænum Oberaich á Gasthof Pichler.

 • Vegalengd: ca. 60 km
 • Hækkun: ca. 50 m
 • Erfiðleikastig: Létt

9. september │ Oberaich – Graz

Frá Oberaich rennur áin Mur til suðurausturs til Frohnleiten. Hjólað í nágrenni árinnar og fram hjá gömlum bóndabæjum og miklum ávaxtagörðum, í gegnum skóglendi við rætur fjallanna í kring. Farið um bæina Gratwein og Stübingen til Graz. Þetta er höfuðstaður héraðsins en þar búa um 290.000 íbúar og þekktasti sonur borgarinnar er Arnaldur ríkisstjóri í Kaliforníu. Í borginni er margt að skoða, en einnig er hægt að fara upp á hæð við borgina og horfa yfir umhverfi hennar. Gisting á Hotel Bokan í Graz.

 • Vegalengd: ca. 60 km
 • Hækkun: ca. 100 m
 • Erfiðleikastig: Miðlungserfið

10. september │ Graz –Leibnitz

Nú er landslagið tekið að breytast og Alparnir móta ekki landslagið eins og í upphafi ferðar. Hér taka við sléttur og græn engi og loftslag Miðjarðarhafsins segir í auknum mæli til sín. Hér er hjólaleiðin mjög góð og því ætti þetta að vera þægilegur dagur sem endar í Leibnitz en þar er hin tignarlega Seggau höll sem er meðal annars þekkt fyrir 300 ára vínkjallara. Gist verður á Hotel Alte Post í Leibnitz. 

 • Vegalengd: ca. 65 km
 • Hækkun ca. 90 m
 • Erfiðleikastig: létt – miðlungs erfið

11. september │ Leibnitz – Bad Radkersburg

Haldið frá Leibnitz áfram til Mureck og síðan í áttina að Bad Radkersburg sem liggur alveg við landamærin að Slóveníu. Gist í 1 nótt á Vitalhotel Parktherme í bænum Oberpurkla sem er rétt í nágrenni við Bad Radkersburg. Bærinn er þekktur fyrir heilsulindir og böð eins og nafnið gefur til kynna og gefst hér tækifæri til að fara í heilsulind í bænum. Hér er einnig möguleiki á að kíkja í heimsókn yfir landamærin til Slóveníu. Þessi dagur er nokkuð opinn en hægt væri að hjóla um gamla sveitavegi í nágrenni árinnar Mur sem rennur í gegnum Slóveníu. Héraðið Pomurje er m.a. þekkt fyrir vín og víngerð, en einnig fyrir skemmtilegt mannlíf og náttúrufegurð. Þetta er síðasti hjóladagurinn í ferðinni.

 • Vegalengd: ca. 25 km
 • Hækkun: ca. 60 m
 • Erfiðleikasteig: létt – miðlungs erfið

12. september │ München

Frá Bad Radkersburg til München eru um 500 km og áætlað að ferðin geti tekið 6 klst. Eftir morgunverð verður því haldið af stað til þessarar höfuðborgar Bæjaralands og gist þar síðustu nóttina á IBIS Hotel City Center. Miðbærinn er einn sá fegursti í Evrópu og þar er alltaf mikið um að vera og geta ferðalangar notið þess að ganga um og upplifa hið litríka og fjölbreytta mannlíf þessarar skemmtilegu borgar. 

13. september │ Heimferð

Eftir morgunverð verður farið af stað út á flugvöll. Brottför frá flugvellinum í München kl. 14:05 og lending í Keflavík kl. 16:00. 

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Bjarni Torfi Álfþórsson

Bjarni Torfi Álfþórsson er fæddur 1960, menntaður lögreglumaður, grunnskólakennari og kerfisfræðingur. Hann starfaði í átta ár í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, þrjú ár sem grunnskólakennari og í 11 ár í hugbúnaðargeiranum. Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00