Leyndarmál Egyptalands

Egyptaland hefur að geyma marga leyndardóma úr fortíðinni. Í þessari ferð er flogið til Kaíró í Egyptalandi og eftir að hafa skoðað borgina og heimsótt Egypska safnið er flogið áfram til Lúxor. Þar er farið um borð í fljótaskip og siglt næstu daga eftir fljótinu Níl.

Á hverjum degi er farið í skoðunarferðir út frá skipinu og eru þær ekki af verri endanum. Þar má nefna Konungadalinn með öllum þeim fornminjum sem þar hafa fundist, Hórusarhofið, hof Hatsepsutar, Abu Simbel hofin, Kom Ombo, Kitchener eyju, Philae hofið og margt fleira. Siglt er aftur til Lúxor og eftir að hafa skoðað það markverðasta þar, eins og Lúxor og Karnak hofin, gefst tími til að slappa af, kynnast lífinu í borginni og fara á ljósasýningu við Karnak hofin áður en flogið er aftur til Kaíró. Þaðan verður haldið til hafnarborgarinnar Alexandríu sem dregur nafn sitt af Alexander mikla. Þar verða merkustu staðir borgarinnar skoðaðir, katakomburnar, rómverska hringleikahúsið, sögufræga bókasafnið, Pompey súluna og Quait virkið, áður en haldið er aftur til Kaíró. Við munum að sjálfsögðu skoða pýramídana við Giza ásamt Sfinxinum og fara á hinn fræga El Kahlili markað áður en haldið verður heim á leið.

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 36 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00