Balaton & Búdapest

Balaton vatn í Ungverjalandi er margrómað fyrir fallegar strendur, líflega bæi og heillandi umhverfi og ekki að undra að vatnið og umhverfi þess sé einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ferðin byrjar í tónlistarborginni Salzburg, einni af perlum Austurríkis. Borgina prýða ótal meistaraverk byggingarlistar og hér fæddist Mozart. Bærinn Balatonfüred stendur við hið undurfagra Balaton vatn en hann hefur frá fornu fari verið einn þekktasti heilsudvalarstaðurinn við vatnið og verður hann okkar aðalaðsetur. Boðið verður upp á glæsilegar skoðunarferðir, t.d. til höfuðborgarinnar Búdapest sem talin er með fallegustu borgum í Evrópu, og töfrandi siglingu á Balaton vatni yfir til borgarinnar Tihany. Þá verður farið til bæjarins Hévíz en þar er að finna stærstu heilsulind í heimi og þekktan fornan hver. Góður tími gefst til að slaka á og eiga notalegar stundir á þessum dýrðlega stað, Balatonfüred, kynnast menningu og mannlífi Ungverja ásamt því að upplifa ungverskt þjóðdansakvöld. Eftir ánægjulega daga verður ekið til bæjarins Passau í Þýskalandi þar sem við virðum fyrir okkur bæði fagrar byggingar og fjölskrúðugt mannlíf. En borgin er sögð státa af einu af sjö fallegustu borgarstæðum í heimi og setja árnar Inn, Ilz og Dóná einstakan svip á hana.

Verð á mann 288.800 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 74.700 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Skemmtikvöld og kvöldverður með ungverskum þjóðdönsum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll.
 • Siglingar.
 • Vínsmökkun.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Létt snarl og vínsmökkun hjá vínbónda ca € 22. 
 • Sigling á Dóná ca € 10.
 • Hádegistónleikar í dómkirkjunni í Passau ca € 5.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

12. ágúst | Flug til München & Salzburg í Austurríki

Brottför frá Keflavík kl. 7:20. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Þaðan verður ekið til tónlistarborgarinnar Salzburg sem er ein af perlum Austurríkis. Gist þar í 2 nætur.

13. ágúst | Skemmtilegur dagur í Salzburg

Við hefjum daginn á skoðunarferð um þessa dýrðlegu borg Salzburg, en hún er þekktust sem fæðingarborg Mozarts og fyrir mikilfenglegar byggingar í barokkstíl. Við byrjum á göngu um Mirabellgarðinn og áfram eftir Getreidegasse, en hún er með elstu og þekktustu götum borgarinnar. Þar er að finna mjög áhugavert Mozartsafn. Í góðu veðri er gaman að koma upp í kastalann Hohensalzburg, en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiður eða Sound of Music tekinn upp. Falleg sýn er þaðan yfir borgina, Salzburgerland og stórfenglegt umhverfi Alpanna í kring sem eru aðdráttarafl fjölda ferðamanna ár hvert. Síðdegis gefst hverjum og einum tími til að kanna mannlíf borgarinnar á eigin vegum.

14. ágúst | Balatonfüred & Balatonvatn

Við höldum för okkar áfram og ökum fagra leið til bæjarins Balatonfüred sem stendur við hið dásamlega Balatonvatn. Þessi sólríki bær hefur frá fornu fari verið einn þekktasti heilsudvalarstaðurinn við vatnið og er mjög huggulegur. Hér verður gist í 6 nætur á góðu hóteli á bökkum vatnsins.

Opna allt

15. ágúst | Dagur í Balatonfüred

Að loknum morgunverði förum við fótgangandi í kynnisferð um Balatonfüred sem er líflegur sumarleyfisbær. Við könnum umhverfið saman en síðan er frjáls tími. Upplagt er að nýta aðstöðu hótelsins sem stendur á vatnsbakkanum, með legustóla til reiðu á grasflötinni og útisundlaug. Vel búin heilsulind er á hótelinu með nokkrar sundlaugar, eimbað, sauna, saltbað og líkamsræktaraðstöðu. Boðið er upp á ýmsar heilsumeðferðir gegn gjaldi. Herbergin eru öll með svölum. Það ætti því ekki að vefjast fyrir okkur að njóta dagsins og þessa yndislega umhverfis.

16. ágúst | Töfrandi dagur í Búdapest

Dagsferð til Búdapest, sem er oft nefnd perla Dónár og telst ein fallegasta borg í Evrópu. Borgarhlutarnir tveir, borgarhverfið Buda og hallarhverfið Pest, sem Dóná skilur að eru tengdir saman með fjölda voldugra og fallegra brúa sem setja svo sannarlega svip sinn á borgina. Við byrjum á skoðunarferð, ökum upp á Gellért hæðina að hallarhverfinu og virðum fyrir okkur Matthíasarkirkjuna, fiskimannaturnana Halászbástya og hrífumst að heillandi útsýninu yfir borgina. Sömuleiðis lítum við mikilfenglegt þinghúsið sem stendur á bökkum Dónár, dáumst að glæsilegum barrokkbyggingum borgarinnar og komum að Hetjutorginu fræga. Að skoðunarferðinni lokinni gefst hverjum og einum tækifæri á að skoða mannlíf borgarinnar á eigin vegum.

17. ágúst | Tihany & frjáls dagur

Að loknum morgunverði förum við til bæjarins Tihany. Bærinn stendur á litlu nesi sem gengur út í norðanvert Balatonvatnið. Þetta er sögulegur staður með mörgum áhugaverðum byggingum, m.a. gamalli klausturkirkju sem var upphaflega byggð árið 1055. Fróðlegt safn er í klausturbyggingunni sem reist var á árunum 1719-1740. Í bænum er einnig að finna huggulegt byggðasafn með gömlum húsum og svo er alltaf líf og fjör í kringum útimarkaðinn. Hér er mikil hefð fyrir dúkasaumi og húsfreyjur bjóða dúka til sölu við heimili sín. Þegar við höfum skoðað nægju okkar og fengið okkur hádegishressingu, tökum við ferjuna aftur til Balatonfüred og nýtum dreggjar dagsins til að skoða og njóta á eigin vegum. Um kvöldið munum við taka þátt í mikilli gleði, snæða kvöldverð og njóta sýningar á ungverskum þjóðdönsum.

18. ágúst | Hévíz og vínsmökkun

Í dag ætlum við að aka til smábæjarins Hévíz, sem staðsettur er við vesturenda Balatonvatnsins. Þar skoðum við stærsta náttúrubað í heimi, sem er eins og gefur að skilja, einstaklega vinsæll ferðamannastaður. Síðdegis heimsækjum við einn af vínbændum svæðisins og fræðumst um helstu búgreinina við vatnið. Þar njótum við matar og veiga bóndans ásamt söngvum og fjöri.

19. ágúst | Afslöppun í Balatonfüred

Dagurinn er frjáls og því gefst hverjum og einum tækifæri til að skipuleggja tíma sinn eftir eigin höfði. Upplagt er að nýta aðstöðuna við hótelið til afslöppunar, en einnig er gaman að rölta um bæinn, fá sér göngutúr meðfram vatninu og njóta hrífandi náttúrufegurðar svæðisins. Áhugasamir geta farið í siglingu á vatninu.

20. ágúst | Passau í Þýskalandi

Við kveðjum Balatonfüred eftir yndislega daga og nú verður ekið til Passau, sem er við ármót Dónár, Inn og Ilz í Bæjaralandi. Árnar þrjár setja fallegan svip á borgina, en borgin er sögð státa af einu af sjö fallegustu borgarstæðum í heimi. Hér verður gist í 2 nætur á góðu hóteli.

21. ágúst | Dagur í Passau & frjáls tími

Ágætt er að taka það rólega í morgunsárið, jafna sig aðeins eftir ökuferð gærdagsins en svo höldum við í stutta skoðunarferð um Passau. Við röltum um borgina í rólegheitunum og virðum fyrir okkur fagrar byggingar og fjölskrúðugt mannlífið. Þegar nálgast fer hádegið göngum við til móts við fagra orgeltóna, en í Stephansdom dómkirkjunni eru dag hvern haldnir stuttir hádegistónleikar á eitt stærsta orgel í heimi. Upplagt er að staldra við og hlýða á magnaðan orgelleikinn. Að skoðunarferðinni lokinni er hverjum og einum frjálst að skipuleggja tíma sinn eftir eigin hentisemi. Áhugasamir geta t.d. farið í skemmtilega siglingu um borgina eftir Dóná og að ármótum ánna þriggja.

22. ágúst | Heimferð frá München

Nú er komið að heimferð eftir þessa yndislegu ferð. Ekið verður á flugvöllinn í München, brottför er þaðan kl. 14:05 og áætluð lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Búdapest

Mozarthúsið

Mozarthúsið

Balaton vatn

Balaton vatn

Tihany við Balatonvatn

Tihany við Balatonvatn

Passau

Passau

Búdapest
Búdapest
Búdapest
Búdapest
Búdapest
Búdapest
Búdapest
Mozarthúsið
Balaton vatn
Tihany við Balatonvatn
Passau

Fararstjórn

Pavel Manásek

Pavel Manasek hóf píanónám sex ára gamall. Hann lagði stund á orgelleik í Konservatoríinu í Kromeris og síðan í Prag-akademíunni. Pavel starfaði sem organisti og söngstjóri við Háteigskirkju 1993-1999 og á árunum 1991-1993 sem organisti og skólastjóri Tónlistarskólans á Djúpavogi. Jafnframt var hann undirleikari og hjá leiklistardeild Listaháskóla Íslands. 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00