Fjallasýn & strendur Króatíu

Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenna þessa skemmtilegu ferð sem byrjar við hið töfrandi Wörthersee vatn í Austurríki. Wörthersee er stærsta alpavatn Evrópu og liggur inn á milli Kärntner fjalla en við gistum við vatnið í bænum Pörtschach. Borgin Klagenfurt, sem er glæsileg höfuðborg Kärnten héraðsins, verður sótt heim. Því næst verður stefnan tekin á Króatíu en á leiðinnni þangað verður stoppað í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu og stærstu borg hennar. Listamannabærinn Rovinj á Ístríaskaganum í Króatíu með sínum suðræna blæ er næstur á dagskrá. Farið verður í töfrandi ferðir m.a. til Poreč, eins elsta bæjarins við Istríaströndina en þar er að finna hina áhugaverðu Euphrasius basilíku frá 6. öld sem varðveitt er á heimsminjaskrá UNESCO. Á leiðinni þangað verður áð hjá Limski Kanal þar sem náttúrufegurðin hrífur alla. Í boði verður dásamleg sigling út í eyjuna Brijuni þar sem við kynnumst nýrri hlið á Tító, fyrrum leiðtoga Júgóslavíu. Sunnarlega við Istríaströndina er hin merka borg Pula sem er lífleg og heillandi borg með ægifagra strönd, margar fornar og glæstar byggingar en borgin varðveitir einnig merka menningarsögu. Þessi ljúfa ferð endar með viðkomu í yndislegum bæ, Sirmione við suðurenda Gardavatns.

Verð á mann 269.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 64.900 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir, kláfa og kirkjur.
 • Siglingar.
 • Vínsmökkun.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling út í Brijuni eyju ca € 46.
 • Léttur hádegisverður í Pazin ca € 18.
 • Aðgangur inn í Euphrasius basilíkuna ca € 8.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

15. júní | Flug til München & Pörtschach við Wörthersee

Brottför frá Keflavík kl. 07:20 og mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Þaðan verður ekin fögur leið um Austurríki að draumfagra vatninu Wörhtersee, sem er stærsta alpavatn Evrópu og liggur inn á milli Kärntner alpafjallanna. Við vatnið er bærinn Pörtschach og þar verður gist í þrjár nætur. Á hótelinu okkar er innisundlaug, heilsulind, heilsurækt, fallegur garður og einkaströnd við vatnið.

16. júní | Dagur í Klagenfuhrt & frjáls tími

Klagenfurt er höfuðborg Kärnten héraðsins en borgin er ein af lista- og menningarborgum landsins með glæsilegum byggingum og fallegum miðaldahluta sem laðar að sér fjöldann allan af ferðamönnum. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um helstu staði borgarinnar og einnig verður hægt að fara á Minimundus útisafnið sem geymir um 150 módel af fallegustu byggingum í heimi, s.s. af óperuhúsinu í Sydney, Frelsisstyttunni í New York og Suleiman Moskunni í Istanbul.

17. júní | Pörtschach Wörthersee & rólegheit

Í dag ætlum við að njóta þess að vera á þessum fagra stað en hótelið okkar og bærinn eru á fallegum tanga sem liggur út í vatnið og segja bæjarbúar að þarna sé vatnið fallegast. Bærinn Pörtschach er heillandi og ekki að ástæðulausu að listamenn á borð við Gustav Mahler og Johannes Brahms sóttu innblástur hér. Einnig er hægt að eiga rólegan dag á hótelinu og nota glæsilega aðstöðu þess.

Opna allt

18. júní | Ljubljana & Rovinj

Nú kveðjum við dásemdina við Wörthersee og tökum stefnuna á Istríaskagann í Króatíu. En á leiðinni þangað verður stoppað í Ljubljana, höfuðborg Sóveníu og stærstu borg hennar, sem telst ein grænasta og líflegasta höfuðborg Evrópu. Borgin er hrífandi og Ljubljanica áin rennur um hjarta hennar. Þar verður farið í skemmtilega skoðunarferð og eigum við frjálsan tíma til að fá okkur hressingu áður en ekið verður suður til Rovinj í Króatíu. Rovinj er yndislegur listamannabær við Istríaströndina en þar verður gist 6 nætur á góðu hóteli á ströndinni, með inni- og útisundlaug, líkamsrækt, heilsulind og fallegum garði.

19. júní | Gönguferð inn í Rovinj & frjáls tími

Umhverfið er dásamlegt og við njótum þess á skemmtilegri göngu eftir ströndinni inn í miðbæ Rovinj sem er litríkur bær og iðar af mannlífi. Upplagt er að ganga upp að barokkkirkju heilagrar Euphemiu en þaðan er glæsilegt útsýni yfir eyjurnar og gamla bæinn. Úti fyrir Rovinj eru 22 eyjur, stærst þeirra er eyjan Sveta Katharina og sést hún vel frá gamla bænum. Einnig munum við halda niður listamannagötuna og um elsta hluta bæjarins. Eftir hádegi getur hver og einn ráðstafað tíma sínum að vild, hvort heldur sem er að skoða bæinn betur eða verja honum í slökun og huggulegheit á hótelinu.

20. júní | Limski Canal, Poreč & Pazin

Skemmtilegur dagur í Króatíu sem byrjar á því að aka fagra leið um Istríaskagann.
Á leiðinni verður stoppað fyrir ofan Limski Canal en þar þrengir fjörðinn svo mjög að meira minnir á skurð. Bærinn Poreč, sem er einn sá elsti við ströndina er yndislegur bær sem skartar marmaralögðum götum og fögrum byggingum. Þar er að finna áhugaverða Euphrasius–basilíku frá 6. öld sem fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Auðvelt er að finna skemmtilegar verslanir, til að mynda mikið af skartgripaverslunum. Eftir góðan tíma þar verður ekið til Pazin þar sem vínbóndi verður sóttur heim og borðaður hjá honum léttur hádegisverður. Þar verður eflaust sungið og trallað.

21. júní | Sigling á eyjuna Brijuni

Nú verður farið í skemmtilega siglingu út í eyjuna Veli Brijuni, sem er stærsta eyja Brijuni eyjaklasans úti fyrir Istríaströndinni. Eyjaklasinn samanstendur af 14 eyjum en þar er ótrúleg náttúrufegurð og gróðursæld. Tító, einræðisherra Júgóslavíu, fundaði hér á árum áður með valdamestu kommúnistaleiðtogum heims og þá var það ekki á færi margra að vera boðið á þennan eðalstað. Sjálfur dvaldi hann oft og tíðum hér með merka gesti víðsvegar að úr heiminum. Upphafið af fjölskrúðugu dýralífi eyjunnar er frá tímum Tító en m.a. má finna muflon sauðfé, sebrahesta, lamadýr og fíla svo eitthvað sé nefnt. Eyjan var opnuð almenningi árið 1983 eftir dauða Títós. Við höldum í fróðlega skoðunarferð um eyjuna en m.a. má sjá mjög áhugavert myndasafn frá tíma Títós í einni villu eyjunnar.

22. júní | Dagur í Pula & frjáls tími

Pula er stærsta og elsta borgin á Istríaskaganum. Hún á sér viðburðaríka sögu en með því að fullkomna samspil rómverskrar menningar, fallegra baðstranda og nútíma ferðaþjónustu laðar bærinn til sín ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Frægust er borgin fyrir forna hringleikahúsið frá tímum rómverska heimsveldisins í Króatíu en borgina prýða einnig glæstar byggingar frá tímum Habsborgaraveldis. Hér ætlum við að dvelja góða stund, skoða og fræðast ásamt því að njóta dásamlegs umhverfis við ströndina.

23. júní | Rólegheit í Rovinj

Nú er rólegur dagur á prógrammi okkar og upplagt að nota þessa frábæru aðstöðu við hótelið okkar. Einnig er hægt að fara í göngu með ströndinni inn í Rovinj og skoða bæinn betur og kanna líf bæjarbúa sem er mjög líflegt og skemmtilegt.

24. júní | Sirmione & heimflug frá Milanó

Nú er komið að því að kveðja Króatíu eftir dásamlega daga. Eftir morgunverð verður stefnan tekin á Mílanó en á leiðinni þangað verður komið við í yndislegum bæ, Sirmione við suðurenda Gardavatns. Þar gefum við okkur góðan tíma til að skoða áður en ekið verður út á flugvöll í Mílanó. Brottför þaðan kl. 22:35 og lent í Keflavík kl. 00:50 að staðartíma. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Poreč

Poreč

Poreč

Poreč

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Pula

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Ljubljana

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Sirmione

Sirmione

Wörthersee

Wörthersee

Wörthersee

Wörthersee

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Ljubljana

Ljubljana

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Rovinj

Poreč
Poreč
Pula
Pula
Pula
Pula
Pula
Rovinj
Rovinj
Ljubljana
Ljubljana
Ljubljana
Ljubljana
Rovinj
Rovinj
Rovinj
Sirmione
Wörthersee
Wörthersee
Rovinj
Rovinj
Rovinj
Rovinj
Ljubljana
Rovinj
Rovinj
Rovinj

Fararstjórn

Gísli Einarsson

Gísli Einarsson hefur unnið ýmiskonar störf, lengst af þó við fjölmiðla. Hann er í dag dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu en kemur einnig reglulega fram sem skemmtikraftur á árshátíðum, þorrablótum og hvers kyns skemmtunum. Þá hefur Gísli tekið að sér að staðarleiðsöng fyrir hópa um Vesturland.
 
Gísli er eins og fleiri sveitamenn alinn upp við að menn fari ekki á fjöll nema eiga þangað erindi, annað hvort til að leita sauða eða skjóta rjúpur. Í seinni tíð hefur hann þurft að kúvenda i þeirri afstöðu því hans aðaláhugamál í dag eru fjallgöngur, innanlands sem utan.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00