Bella Ítalía

Glæsileiki, rómantík og ölduniður Lago Maggiore vatnsins undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafјallanna í þessari vikuferð þar sem dekrað verður við okkur í bænum Stresa. Við njótum þess að slaka á í vatnaparadísinni, sem rómuð er fyrir fegurð, og láta dásamlegan suðrænan blæ leika um okkur. Margar töfrandi skoðunarferðir standa til boða, svo sem sigling á Comovatni frá Lecco til yndislega bæjarins Bellagio sem liggur út á fögrum tanga og er sannkölluð dásemd við vatnið. Gerum okkur góðan dag í glæstri heimsborginni Mílanó sem er alltaf lífleg og skemmtileg. Við siglum einnig með ferju frá Verbani á vit hins heimsþekkta bæjar Lugano, við Lugano vatn í Sviss, sem er við rætur fјallsins San Salvatore. Einnig verður farið í siglingu á Lago Maggiore vatni til eyjunnar Isola Bella sem er ein Borromeo eyjanna. Þar sjáum við glæsilega höll í miðjum lystigarði, einum þeim fegursta sunnan Alpafјalla. Þessi ljúfa ferð endar í Zürich en á leiðinni verður stoppað í Luzern við Luzern vatn sem er ein af perlum Sviss.

Verð á mann 229.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 59.900 kr.


Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Siglingar, vínsmökkun og kláfar.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.

Valfrjálst

 • Sigling á Como vatni & Bellagio ca € 11.
 • Kláfur upp á San Salvatore fjall ca € 21.
 • Ferja yfir vatnið frá Verbania til Laveno ca € 5.
 • Sigling Isola Bella, Borromeo höllin & lystigarðurinn ca € 24.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

27. apríl | Flug til Zürich & Stresa við Lago Maggiore vatn

Brottför frá Keflavík kl. 07:20 og mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Zürich kl. 13:00 að staðartíma. Þaðan verður ekið rakleitt til bæjarins Stresa við vatnið Lago Maggiore, sem er umvafið fjallafegurð. Þetta er annað stærsta vatn Ítalíu en tæpur fimmtungur vatnsins tilheyrir Sviss. Frá 18. öld hefur fegurð og lega vatnsins dregið til sín baðgesti og ferðamenn hvaðanæva úr heiminum. Þar verður gist í 6 nætur á góðu hóteli í miðbæ Stresa sem býður upp á glæsilega aðstöðu, m.a. inni- og útisundlaug og mjög fallegan garð með sólbekkjum, stólum og borðum. Einnig er heilsulind með sánu og tyrknesku baði.

28. apríl | Lecco, sigling á Comovatni & Bellagio

Í dag verður ekin fögur leið til Lecco við Comovatn sem er rómað fyrir fegurð og er sama hvert litið er, fallegt landslag umlykur okkur, líkt og mynd á póstkorti. Farið verður í siglingu frá Lecco til Bellagio sem er á fagurgrænum tanga og ekki að ástæðulausu að bærinn er kallaður perla Comovatns. Litríkur og skemmtilegur bær með hlykkjóttum, þröngum götum. Það er dásamlegt að njóta lífsins á svona fallegum stað með skemmtilegum litlum verslunum, veitinga- og kaffihúsum.

29. apríl | Stutt ganga um Stresa & frjáls tími

Það er kærkomið að slaka á eftir ferðalagið. Eftir góðan morgunverð verður farið í stutta göngu um bæinn Stresa sem er einstaklega líflegur og skemmtilegur. Eftir það er frjáls tími og því upplagt að nota glæsilega aðstöðu hótelsins, rölta um og kanna bæinn betur eða fara í skemmtilegan göngutúr með fram vatninu þar sem fjallafegurðin er dásamleg.

Opna allt

30. apríl | Dagur í Mílanó & frjáls tími

Tísku- og heimsborgin Mílanó, höfuðborg Langbarðalands, er ótrúlega lífleg og skemmtileg. Fjölmargar merkar byggingar er þar að finna, m.a. eitt af meistaraverkum gotneskrar byggingarlistar og dómkirkjuna með sínum ótal turnum og styttum. Hér er einnig Scala, eitt frægasta óperuhús í heimi, og Galleria Vittorio Emanuele II, elsta verslunarmiðstöð Ítalíu sem nefnd er eftir Victor Emmanuel II, fyrsta konungi konungsríkisins Ítalíu. Byrjað verður á að fara í stutta skoðunarferð um borgina. Eftir það höfum við frjálsan tíma til að upplifa þessa heillandi borg á eigin vegum.

1. maí | Suðrænn blær Lugano & fjallið San Salvatore

Ferja bíður okkar í Verbania við Lago Maggiore vatnið og siglum við yfir til Laveno-Mombello. Þaðan ökum við yfir landamærin til Sviss og tekur bærinn Lugano á móti okkur í allri sinni dýrð. Þessi heimsþekkti og heillandi bær býður gestum upp á sólríkt veðurfar og hlýtt viðmót heimamanna. Lugano er fallegur miðaldabær sem hefur að geyma heillandi miðbæ með skemmtilegum veitingastöðum, kaffihúsum og verslunum. Einnig verður farið með tannhjólalest upp á 912 m hátt San Salvatore fjallið en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Lugano vatnið og Alpafjöllin.

2. maí | Sigling til Isola Bella, Borromeo höllin & lystigarðurinn

Töfrandi dagur byrjar á ljúfri siglingu yfir til Isola Bella sem er ein Borromeo eyjanna. Fegurð hennar er ólýsanleg en hún ber nafn Isabellu eiginkonu Carlo III. Borromeoættin byggði höll á eyjunni sem þekkt er fyrir að hafa verið gististaður Napóleons og eiginkonu hans, Jósefínu. Það er mjög skemmtilegt að skoða höllina, svo ekki sé talað um garðinn umhverfis hana, sem er stórglæsilegur lystigarður á tíu hæðum. Eftir það verður siglt aftur yfir til Stresa.

3. maí | Stresa, Luzern & Zürich

Við kveðjum þennan yndislega stað eftir góða daga og tökum stefnu á Zürich í Sviss. Þar verður gist síðustu nóttina í nágrenni flugvallar. Á leiðinni þangað verður stoppað í bænum Luzern við samnefnt vatn í Sviss, einni af perlum landsins. Þar verður hægt að fá sér hressingu og kanna lífið í bænum. Við gefum okkur góðan tíma en síðan verður ekið á hótel við flugvöllinn í Zürich.

4. maí | Heimflug frá Zürich

Nú er komið að því að kveðja eftir þessa skemmtilegu og ljúfu ferð. Ekið verður út á flugvöll í Zürich. Brottför þaðan kl. 14:00 og lending í Keflavík kl. 15:50 að staðartíma.

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Isola Bella

Isola Bella

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Við Como vatn

Við Como vatn

Við Como vatn

Við Como vatn

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Lystigarðurinn á Isola Bella eyjunni

Lystigarðurinn á Isola Bella eyjunni

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Isola Bella eyjan

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó

Dómkirkjan í Mílanó
Isola Bella
Dómkirkjan í Mílanó
Við Como vatn
Við Como vatn
Isola Bella eyjan
Lystigarðurinn á Isola Bella eyjunni
Isola Bella eyjan
Isola Bella eyjan
Isola Bella eyjan
Isola Bella eyjan
Isola Bella eyjan
Isola Bella eyjan
Dómkirkjan í Mílanó

Fararstjórn

Þóra Björk Valsteinsdóttir

Þóra Björk Valsteinsdóttir er fædd árið 1962 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð lá leiðin  til Grikklands þar sem að hún festi rætur og býr enn eftir 36 ár, gift og á 2 börn. Í Grikklandi nam hún m.a. grísku við háskólann í Aþenu, tók kennarapróf í ensku og fór á leiðsögumannanámskeið á vegum Aþenuháskóla. Þóra er einnig sagnfræðingur eftir að hafa stundað fjarnám í þeirri fræðigrein við Háskóla Íslands.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00