Leyndar perlur A-Þýskalands - Öldungadeild VFÍ
14. - 20. maí 2023 (7 dagar)
Á slóðum fyrrum Austur-Þýskalands er sagan okkur svo nálæg en þó mörgum óþekkt. Í ferðinni upplifum við hinar sögulegu perlur, Dresden og Leipzig, sem eftir fall múrsins hafa loks aftur náð fyrri dýrð. Við heimsækjum þjóðgarðinn Sächsische Schweiz og lítum þar mikilfenglegt landslag sorfinna kletta, ásamt huggulegum þorpum og fornum kastölum. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í höfuðborginni Berlín en á leiðinni þangað verður komið við í Dessau, hjarta Bauhaus byggingarlistarinnar. Heimsborgin Berlín hefur upp á ótal margt að bjóða en menning og listir blómstra þar sem aldrei fyrr. Í Berlín sjáum við ýmis kennileiti borgarinnar eins og leifar af Berlínarmúrnum, minnismerki um helförina og Brandenborgarhliðið.