Draumaheimur Kaliforníu

Eilíf æska og fífldjarft hugarfar. Þessar lýsingar eiga einstaklega vel við þetta þriðja stærsta ríki Bandaríkjanna, Kaliforníu. Veðurfar er stóran hluta ársins mjög gott, landshættir bera þess merki því í ríkinu finnast gróðurvinjar, sannkallaðir aldingarðar og miklir skógar. Frá upphafi hefur mannlífið verið einstaklega blómlegt, alls kyns listamenn, rithöfundar, skáld og kvikmyndagerðarmenn hafa notið sín hér. Kalifornía er einnig aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fá ríki komast í hálfkvisti við hana þegar kemur að fjölbreytileika, fjölmenningu og fegurð. Við hefjum ferðina í heimsborginni San Francisco og skoðum Golden Gate brúna, Fisherman‘s Wharf ásamt Chinatown. Við keyrum eftir hinni gullfallegu strandlengju til Los Angeles og heimsækjum Hollywood, Rodeo Drive í Beverly Hills, Olvera Street sem og borgina San Diego. Við kynnumst stórkostlegri náttúru í Arizona með hið stórfenglega Miklagljúfur eða Grand Canyon, sem oft er nefnt eitt af náttúruundrum veraldar. Las Vegas, ein þekktasta spilaborg Ameríku, verður einnig heimsótt en þar gefst áhugasömum tækifæri á að kíkja í spilavítin og jafnvel freista gæfunnar. 

Verð á mann 598.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 197.700 kr.


Innifalið

 • 14 daga ferð.
 • Flug með Icelandair, Keflavík – San Francisco – Keflavík.
 • Flugvallaskattar fyrir alla ferðina.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
 • Morgunverður allan tímann á hótelum.
 • Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar.
 • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu (sigling til Alcatraz, Golden Gate, 17 Mile Drive, Universal Studios, Grand Canyon Nationa Park, Hoover Dam, Death Valley National Park).
 • Enskumælandi staðarleiðsögn í San Francisco, Los Angeles og San Diego.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

 • Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu.
 • Þjórfé fyrir erlenda staðarleiðsögumenn og rútubílstjóra.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Valfrjálst

 • Skoðunarferð í Las Vegas að kvöldi til ca $35 (miðað vð lágmark 15 manns).
 • Sigling um San Francisco flóa ca $23.
 • Sameiginlegur kvöldverður í San Francisco síðasta kvöldið ca $68.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

15. september | Brottför til San Francisco

Brottför frá Keflavík með Icelandair kl. 17:00 og lending í San Francisco kl. 18:55 að staðartíma eftir 9 klst. beint flug (-7 klst.). Farið verður með rútu beint á hótelið. Gist verður í 2 nætur á vel staðsettu hóteli í miðbæ San Francisco. 

16. september | San Francisco

Að morgunverði loknum verður farið í skoðunarferð um þessa ævintýralegu stórborg en vart er að finna fjölmenningarlegri borg en San Francisco. Borgina einkenna snarbrattar brekkur og litríkir sporvagnar. Við lítum meðal annars á Golden Gate brúna og hafnarhverfið Fisherman´s Wharf þar sem við snæðum hádegisverð. Þaðan verður svo farið í bátsferð til illræmdu fangaeyjunnar Alcatraz þar sem Al Capone og fleiri sátu inni. Eftir skoðunarferð er okkur boðið í móttökukvöldverð og förum svo til baka á hótelið. 

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

17. september | Monterey – 17 Mile Drive

Við yfirgefum San Francisco og ökum meðfram Kyrrahafsströndinni til Monterey, heillandi strandbæjar sem er afar vinsæll áfangastaður ferðalanga. Þar lítum við meðal annars á aðalgötuna Cannery Row, sem er einkennandi fyrir þann afslappaða sjarma sem ríkir á þessu svæði. Hér verður frjáls tími til að skoða sig um og fá sér hádegishressingu áður en leiðinni er haldið áfram eftir 17-Mile Drive. Þessi undni vegur liggur meðfram ströndinni og er útsýnið hreinlega frábært. Komið verður til Carmel, sem er ákaflega huggulegur bær þar sem listir og menning hafa fengið að blómstra um langt skeið. Gist verður eina nótt á hóteli í upphéruðum Monterey.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
Opna allt

18. september | Monterey – Santa Barbara

Áfram njótum við hrífandi landslags á ferð okkar eftir strandlengjunni. Hér má sjá afkastamikil vínhéruð og snotra listamannabæi en þess má geta að bæði Reagan forseti og Michael Jackson völdu að eiga sér heimili á þessum dásamlegu slóðum. Um hádegisbil verður staldrað við á fallegum stað og við fáum okkur hressingu. Síðdegis verður komið til Santa Barbara þar sem gist verður eina nótt á góðu hóteli miðsvæðis.

 • Morgunverður

19. september | Santa Barbara – Los Angeles

Santa Barbara hefur yfir sér spænskan blæ og suðrænt yfirbragð og hefur af þeim sökum gengið undir nafninu ameríska rivíeran. Fyrri hluta dagsins munum við njóta dásemda borgarinnar og skoða alla markverðustu staðina áður en við höldum áfram eftir strand-lengjunni til stórborgarinnar Los Angeles. Gist verður tvær nætur á góðu hóteli í nágrenni Venice Beach og þetta kvöld borðum við kvöldverð í Marina del Rey.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

20. september | Hollywood – Beverly Hills – Rodeo Drive

Í dag tökum við allan daginn í að sjá og upplifa þessu stórkostlegu borg. Farið verður á staði sem margir þekkja, eins og Hollywood, Beverly Hills, Rodeo Drive og Olvera Street, sem er í elsta hluta Los Angeles og er stundum nefnd fæðingarstaður Los Angeles. Seinni hluta dagsins förum við í heimsókn í Universal Studios og kynnum okkur ævintýri kvikmyndanna.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

21. september | San Diego

Að morgunverði loknum er förinni heitið til San Diego sem er önnur stærsta borg Kaliforníu. Vinalegt yfirbragð einkennir þessa stórborg og eru hvítar Kyrrahafsstrendur hvarvetna. Við komuna höldum við í skoðunarferð um borgina með innlendan leiðsögumann í fararbroddi en hér er mikið um háskóla og önnur menningarsetur sem gaman er að fræðast um. Sameiginlegur kvöldverður á mexíkönskum veitingastað. Gist verður eina nótt á góðu hóteli í hjarta borgarinnar.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

22. september | Phoenix – Imperial Sand Dunes

Fram undan er fremur langur dagur. Að loknum morgunverði höldum við til Phoenix. Rétt áður en komið er að fylkismörkunum yfir til Arizona verðum við vitni að stærsta sandöldusvæði Norður-Ameríku, Imperial Sand Dunes. Svæðið hefur ótal sinnum verið nýtt til kvikmyndatöku enda landslagið engu líkt en risastórar sandöldurnar rísa allt að 900 m yfir sjávarmáli. Við stöldrum einnig við í bænum Yuma, þar sem sólin skín 310 daga á ári er bærinn sannkölluð vin í eyðimörkinni. Við höldum ferð okkar til Phoenix í Arizona áfram og komum á hótel síðla dags. Í borginni verður gist í eina nótt.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

23. september | Grand Canyon

Í dag er komið að einum hápunkti ferðarinnar. Að loknum morgunverði á hótelinu höldum við inn í Sonoran eyðimörkina, eina heitustu og stærstu eyðimörk Norður-Ameríku. Þess má geta að hún er um 311.000 km2 að stærð, eða um þrisvar sinnum stærri en Ísland! Hún hefur að geyma mikinn fjölbreytileika dýra og plantna, s.s. kaktusa, pálma og fleiri. Við heimsækjum Sedona en þar er að finna risastóra rauða kletta sem eru einkennandi fyrir landslagið. Við höldum leið okkar áfram og nú er komið að því að skoða hið stórfenglega Grand Canyon. Haldið er á einn fallegasta útsýnisstaðinn, þar sem hægt er að sjá hvernig Colorado áin hefur mótað landslagið og gjána í gegnum árhundruðin. Sumir telja Grand Canyon eitt af náttúruundrum veraldar og er náttúrufegurðin hreint stórfengleg. Þegar allir hafa tekið inn nægju sína af krafti þessara náttúruundra verður haldið heim á hótel en gist verður eina nótt í Grand Canyon þjóðgarðinum.

 • Morgunverður

24. september | Grand Canyon – Las Vegas

Nú liggur leið okkar til þekktustu spilaborgar Ameríku, Las Vegas, en á leiðinni ökum við meðal annars eftir hinum fræga þjóðvegi númer 66. Við keyrum sem leið liggur að Hoover stíflunni og þar fáum við leiðsögn um þetta mikla mannvirki sem tók fleiri þúsundir manna að byggja á árunum 1931 - 1936. Þegar líða tekur á daginn komum við til borgarinnar sem þekkt er fyrir iðandi mannlíf, fjárhættuspil og stórfenglegar söngva- og danssýningar. Gist 2 nætur á hóteli í hjarta borgarinnar.

 • Morgunverður

25. september | Las Vegas

Í dag er frjáls dagur í þessari skemmtilegu borg. Aðalgata borgarinnar, The Strip er 6,8 km löng og þar er staðsettur ótrúlegur fjöldi hótela og spilavíta. Í dag er upplagt að láta langþráða drauma rætast, kíkja í spilavítin, heimsfrægar verslanir, sjá eftirgerð pýramídanna og Eiffel turnsins og njóta alls þess sem þessi ótrúlega borg hefur upp á að bjóða. Um kvöldið stendur til boða að fara í skoðunarferð með rútu um Las Vegas með innlendan leiðsögumann í broddi fylkingar og skoða borgina að kvöldi til.

 • Morgunverður

26. september | Las Vegas - Bakersfield

Nú verður ekið frá Las Vegas og til Death Valley þjóðgarðsins með viðkomu á Furnace Creek þar sem finna má upplýsingamiðstöð þjóðgarðsins. Lægsti punktur Norður-Ameríku er í Death Valley þjóðgarðinum og þar má finna ummyndað berg sem talið er um 1,7 milljarða ára gamalt. Þarna verður mjög heitt yfir sumartímann, úrkoma er nánast engin og meðalhitinn í júlímánuði um 46°C. Boðið verður upp á hádegisverð í Stovepipe wells þorpinu. Haldið áfram til Bakersfield en þar gistum við eina nótt.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður

27. september | Bakersfield – San Francisco

Að morgunverði loknum verður ekið áleiðis til San Francisco en á leiðinni verður snæddur hádegisverður. Þegar á leiðarenda er komið er frjáls tími til að skoða sig um á eigin vegum í borginni. Þeir sem vilja geta farið í bátsferð um San Francisco flóa þar sem meðal annars er siglt undir Golden Gate brúnna og hægt að njóta dásamlegs útsýnis yfir borgina. Um kvöldið verður sameiginlegur kveðjukvöldverður á veitingastað.  

 • Morgunverður

28. september | San Francisco – Keflavík

Nú er komið að heimferð eftir dásamlega daga í Kaliforníu. Brottför frá San Francisco International Airport til Keflavíkur kl. 15:00.

 • Morgunverður

29. september | Heimkoma

Lending kl. 06:40 á Keflavíkurflugvelli.

Myndir úr ferðinni

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005
Úr Kaliforníuferð Bændaferða 2005

Fararstjórn

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann hefur víðtæka reynslu af ferðalögum um framandi menningarheima. Auk sinna eigin ferðalaga vítt og breitt um heiminn hefur Guðrún starfað sem fararstjóri í ferðum Bændaferða frá árinu 2005. Á þeirra vegum hafa leiðir hennar legið til Egyptalands, Perú, Bólivíu, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Kína og vesturstrandar Bandaríkjanna, en einnig hefur Guðrún starfað í Tyrklandi og á Tenerife. Innanlands hefur hún starfað sem fararstjóri fyrir sérhópa frá árinu 1999, en um fimm ára skeið rak hún ferðaskrifstofuna Guiding Light Tours og tíu ár Hótel Hellna.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir