Jólaferð til Wiesbaden | Auka brottför

Aðventan er tími ljóss og friðar. Ilmurinn af jólaglöggi og ristuðum möndlum liggur í loftinu. Í þessari jólaferð höldum við til Wiesbaden sem stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt. Í Wiesbaden er mikil aðventustemning og í miðbænum er fallegur jólamarkaður þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum. Boðið verður upp á bæjarrölt með fararstjóra en eins gefst tækifæri til að kanna bæinn á eigin vegum, líta inn til kaupmanna eða fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- eða veitingahúsum miðbæjarins. Við förum í dagsferð til Rüdesheim, vinsæls ferðamannabæjar við ána Rín. Í hjarta Rüdesheim er hinn skemmtilegi jólamarkaður þjóðanna, þar sem hægt er að kaupa fallegar gjafavörur og fylgjast með hvernig handverk frá hinum ýmsu þjóðum er unnið. Þá er upplagt að ylja sér við jóladrykkinn Glühwein. Allur miðbærinn er skreyttur jólaljósum og gaman er að rölta um og njóta jólastemningarinnar til fulls.

Verð á mann 119.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 16.600 kr.


Innifalið

 • 4 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Ferðir milli Frankfurt flugvallar og hótels.
 • Gisting í herbergi með baði.
 • Morgunverður.
 • Skoðunarferð til Rüdesheim.
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Þjórfé.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

28. nóvember | Flug til Frankfurt

Brottför frá Keflavík kl. 7:30 og lending í Frankfurt kl. 12:00 að staðartíma. Rúta flytur okkur til Wiesbaden. Þetta er einstaklega falleg borg með merka sögu og státar af fallegum byggingum. Eftir komuna þangað er upplagt að rölta á jólamarkaðinn í bænum. 

29. nóvember | Dagsferð til Rüdesheim

Þennan dag verður ekið til Rüdesheim sem er einn vinsælasti ferðamannabærinn við Rín. Við byrjum á að fara upp á hæðina fyrir ofan bæinn til að njóta stórkostlegs útsýnis yfir árdalinn. Rüdesheim er þekktur fyrir sín gömlu og fallegu bindingsverkshús og skemmtilegar þröngar götur sem iða af mannlífi. Bærinn verður kominn í sannkallaðan jólabúning með jólamarkaði þjóðanna, þar sem gaman er að skoða handgerða muni frá 18 mismunandi þjóðum í 120 jólabásum með ilmandi heitt Glühwein við hönd.

30. nóvember | Frjáls dagur í Wiesbaden

Í dag er frjáls dagur í Wiesbaden. Fararstjórinn mun bjóða upp á bæjarrölt og leiðsögn fyrir hádegi fyrir þá sem vilja en síðan verður frjáls tími. Allar stærstu verslanirnar eru staðsettar á Lang- og Kirchgasse. Þetta eru göngugötur rétt hjá hótelinu og stóru búðirnar eru opnar fram á kvöld. Gott úrval veitingastaða og kaffihúsa er í bænum og að ónefndum jólamarkaðnum sem teygir sig frá ráðhústorginu inn í litlu hliðargöturnar með úrvali af gjafavöru og góðgæti.

Opna allt

1. desember | Heimferð

Eftir morgunverð er farið með rútu út á flugvöll og síðan er flug frá Frankfurt kl. 13:05. Lent í Keflavík kl. 15:40 að íslenskum tíma.
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum.

Myndir úr ferðinni

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Rüdesheim

Rüdesheim

Rüdesheim

Rüdesheim

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Wiesbaden

Marktkirche Wiesbaden

Marktkirche Wiesbaden

Wiesbaden
Wiesbaden
Rüdesheim
Rüdesheim
Wiesbaden
Wiesbaden
Wiesbaden
Wiesbaden
Wiesbaden
Marktkirche Wiesbaden

Fararstjórn

Jón Guðmundsson

Ég heiti Jón Guðmundsson og kem upphaflega að vestan úr dölum, en ólst að mestu leyti upp á höfuðborgarsvæðinu. Ég er grafískur hönnuður og starfa í dag sem tæknimaður.

Hótel

Novum Hotel Wiesbaden City

Novum Hotel Wiesbaden City hótelið er staðsett í miðbæ Wiesbaden, alveg við göngugötuna. Fjöldi veitingastaða og verslana er í nágrenninu að ónefndum jólamarkaðinum. Á hótelinu sem er þriggja stjörnu eru 131 nýtískuleg herbergi með baði, sjónvarpi og síma. Morgunverðarsalurinn er opinn frá kl. 6:30 – 10:00, en móttakan ásamt hótelbar, þar sem hægt er að panta létta rétti og drykki, er opin allan sólarhringinn. Þráðlaust internet er á öllum herbergjum og í móttökunni. 

Í bændaferðunum okkar svokölluðu er farið í einstaklega áhugaverðar rútuferðir um Evrópu og Kanada með fyrsta flokks íslenskum fararstjóra. Okkar markmið er að farþegar okkar öðlist einstaka ferðaupplifun á spennandi áfangastöðum í frábærum félagsskap. Rútuferð með Bændaferðum er afar góður kostur fyrir þá sem vilja fara í áhyggjulaust ferðalag. Í þeim er farið á milli staða þægilegri rútu, ljúffengur matur er í boði - borðaður í skemmtilegum félagsskap, svo ekki sé minnst á fararstjórann sem veitir mikið öryggi. Bændaferðirnar hafa einnig þá sérstöðu að óvenju mikið er innifalið í þeim; flug, flugvallagjöld og skattar, gisting í tveggja manna herbergi með baði, allar skoðunarferðir með rútu og hálft fæði. Oft skapast mikill vinskapur á milli ferðafélaganna í þessum ferðum og minningarnar sem skapast eru óteljandi. 

 
Finndu draumaferðina þína hjá Bændaferðum!

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00