Transviamala & Transruinaulta utanvegahlaup

Bændaferðir bjóða upp á spennandi og skemmtilega utanvegaveislu í svissnesku Ölpunum þegar við tökumst á við hin krefjandi og fallegu utanvegahlaup, Transviamala og Transruinaulta. Hlauparar geta valið um fjórar mismunandi vegalengdir með þátttöku í Transruinaulta trail maraþoninu eða Transviamala sem fram fara hvort sinn daginn en jafnframt er hægt að hlaupa báða dagana (e. stage run). Hlaupin fara fram í Viamala héraði í Sviss sem er þekkt fyrir mikilfengleg gljúfur sem árnar Vorderrhein og Hinterrhein hafa myndað og setja þau ævintýralegan ljóma á hlaupaleiðina. Á laugardeginum er Transruinaulta, 42 km maraþon, en leiðin liggur um stórfenglegt Ruinaulta gljúfrið og á sunnudeginum hlaupum við Transviamala, 19 km leið í gegnum Viamala gljúfrið. Jafnframt er boðið upp á styttri útgáfu af báðum hlaupunum sem og göngu. Hér helst stórfengleg náttúra í hendur við ferskt fjallaloft og einstakan hlaupakraft en Transviamala hefur sex sinnum verið kosin fallegasta hlaupaleiðin í Sviss og það ekki að ástæðulausu. Fjöldatakmarkanir eru í öllum vegalengdum hlaupsins svo það borgar sig að bóka strax. 

Verð á mann 167.700 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 16.600 kr.


Innifalið

 • 5 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
 • Ferðir til og frá flugvelli í Zürich.
 • Gisting í 2ja manna herbergi.
 • Morgunverður.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra.

Ekki innifalið

 • Þátttökugjöld í hlaupið.
 • Hádegis- og kvöldverðir.
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Þátttökugjöld

Transviamala Run and Walk 11.500 kr. (19 km)
Transviamala curta Run and Walk 9.800 kr. (11,5 km)

Innifalið í þátttökugjaldi:

 • Viamala kræsingar á borð við brauð, pylsur og osta frá Viamala-héraðinu.
 • Hádegisverður í marki (Viamala Pizokels eða pasta).
 • Frír aðgangur að Mineralbad Andeer ( https://mineralbad-andeer.ch/).
 • Frír aðgangur að Viamala gljúfrinu https://www.graubuenden.ch/en/explore-regions/viamala/viamala-gorge).
 • Skutl frá Donat (endamark) til Thusis (rásmark).
 • Flutningur á fatnaði frá Thusis (rásmark) til Donat (endamark).
 • Veitingar á leiðinni ( k4speed orkudrykkur, te, súpusoð, orkugel og ávextir).
 • Tímataka með flögu (eingöngu fyrir hlaupara).

Transruinaulta 15.500 kr. (42,2 km)
Transruinaulta Curta 12.300 kr. (24 km)

Innifalið í þátttökugjaldi:

 • Verðlaunapeningur.
 • Viamala kræsingar á borð við brauð, pylsur og osta frá Viamala-héraðinu í marki.
 • Flutningur á fatnaði frá Ilanz (rásmark) til Thusis eða Rhäzüns (endamark).
 • Skutlþjónusta fyrir Transruinaulta Curta hlaupara frá Rhäzüns til Thusis.
 • Skutlþjónusta Thusis-Ilanz um morguninn og kvöldið.
 • Veitingar á leiðinni ( k4speed orkudrykkur, te, súpusoð, orkugel, kók, orkustangir og ávextir).
 • Tímataka með flögu.

Canyon King 42,2 Transruinaulta + 19 km Transviamala 26.900 kr.
Gorges Prince 24 km Transruinaulta Curta + 11,5 km Transviamala Curta 22.200 kr.

Innifalið í þátttökugjaldi:

 • Sama og tilgreint er hér að ofan.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Transruinaulta │ 19. október

Transruinaulta 42 km og Transruinaulta Curta 24 km fara fram laugardaginn 19. október. Þau hefjast í bænum Ilanz og endar lengra hlaupið í Thusis en styttra hlaupið í Rhäzüns. Frá Ilanz, fyrsta bænum við ána Rín, liggur hlaupaleiðin um fallegan einstíg meðfram ánni Vorderrhein um Rín gljúfrið. Eftir 11 km í miðju Rín gljúfrinu hefst mikil hækkun að Versam, í gegnum Versam gljúfrið til Scardanal og áfram til Rhäzüns. Í Rhäzüns endar Transruinaulta curta og þaðan eru skutlþjónustur til Thusis. Leiðin í Transruinaulta liggur áfram frá Rhäzüns og liggur leiðin meðfram Hinterrhein ánni að Heinzenberg til Präz. Útsýnið yfir Domleschg dalinn í átt að Thusis er mikilfenglegt og vel verðskuldað eftir hækkunina. Frá hæsta punkti liggur leiðin smám saman niður í móti um einstíg meðfram Heinzenberg en tekist verður á við nokkrar stuttar hækkanir áður en komið er í mark í Thusis.

Transruinultra:
Start: Ilanz
Mark: Thusis
Vegalengd: 42,2 km
Hæðarmetrar: 1800 m
Þátttakendafjöldi 2018: 459


Transruinultra curta:
Start: Ilanz
Mark: Rhäzüns
Vegalend: 24 km
Hæðarmetrar: 780 m
Þátttakendafjöldi 2018: 296

Transviamala │ 20. október

Transviamala 19 km og Transviamala Curta 11,5 km hefjast í Thusis og liggja um gamla veginn í gegnum hina svokölluðu týndu holu í átt að Rongellen. Eftir fyrstu hækkunina förum við út af veginum og leiðin heldur áfram meðfram Via Spluga, þekktri gönguleið sem hefur um aldir tengt svissneska bæinn Thusis og ítalska bæinn Chiacenna saman, áleiðis að hinu fræga Viamala gljúfri. Á þessum hluta leiðarinnar má vænta ríkulegrar hækkunar, einstíga meðfram klettasyllum og stórfenglegs útsýnis inn í gljúfrið en leiðin liggur yfir fagrar brýr sem þvera Viamala gljúfrið. Áfram heldur leiðin niður að ánni Rhein og yfir Punt Suransuns brúna. Eftir það liggur leiðin ýmist upp og niður þar til kemur að klifri upp að Reischen. Þetta er mikilfenglegasta hluti leiðarinnar en eftir bratt niðurhlaup í dimmum skógi opnast hinn víði Schamse dalur og Viamala gljúfrið er að baki. Klifrið heldur áfram og leiðin liggur frá Reischen um fallegan einstíg fyrir ofan Zillis. Í Zillis skilja leiðir og hlauparar í Transviamala curta hlaupa í gegnum Zillis framhjá St. Martin kirkjunni og beint til bæjarins Donat. Þátttakendur í Transviamala halda áfram upp frá Zillis um hina klassísku gönguleið Schamserlaufstrecke um Pignia til Andeer. Þá tekur við smá klifur í átt að Clugin sem undirbýr þátttakendur fyrir lokaklifrið í átt að endamarki við Donat. Frá Donat er skutlþjónusta fyrir þátttakendur til baka til Thusis.

Transviamala – hlaup og ganga
Start: Thusis
Mark: Donat
Vegalengd: 19 km hlaup / 15,8 km ganga
Hæðarmetrar: Hlaup +950/–620 | ganga +930/–610
Þátttakendafjöldi 2018: 638 / 51

Transviamala Curta– hlaup / ganga
Start: Thusis
Mark: Donat
Vegalengd: Hlaup 11,5 km | Ganga 11,5 km
Hæðametrar: +720 / –410
Þátttakendafjöldi 2018: 242 / 66

Samsett hlaup

Hlauparar geta jafnframt tekið þátt í „samsettu“ hlaupi (e. stage running) sem kallast annars vegar Canyon King/Queen og hins vegar Gorges Prince/Princess en þá er hlaupið bæði á laugardegi og sunnudegi. Í Canyon King/Queen hlaupa þátttakendur í Transruinaulta á laugardeginum og Transviamala á sunnudeginum. Í Gorges Prince/Princess hlaupa þátttakendur Transruinaulta curta á laugardeginum og Transviamala curta á sunnudeginum.

Opna allt

Thusis

Thusis er dásamlegur smábær með um 10 þúsund íbúum og hefur hann notið sívaxandi áhuga ferðamanna undanfarin ár sem einstök útivistarperla. Hér er það fegurð sveitarinnar og fjöldamargir göngu- og hjólastígar sem heilla en umhverfis bæinn liggja yfir 350 slíkir stígar. Thusis liggur við munna hins stórkostlega Viamala gljúfurs við Hinterrhein ána. Viamala er stærsta og tilkomumesta gljúfur Graubünen kantónunnar og þar tróna allt að 300 metra háir klettaveggir sem mynda gljúfrið sem er afar þröngt á köflum, aðeins örfáir metrar að breidd. Fjölmargar brýr þvera gljúfrið í mikilli hæð yfir ánni og þaðan er tilkomumikið útsýni. Thusis gjöreyðilagðist að hluta í miklum eldsvoða árið 1845 og var endurreistur undir ítölskum byggingaráhrifum. Meðal áhugaverðra staða í Thusis má nefna gotnesku kirkjuna frá 1506 og rústir Obertagstein kastala sem rís hátt fyrir ofan bæinn. 

Flugið

Flogið verður með Icelandair til Zürich þann 18. október. Brottför frá Keflavík kl. 7:20 en mæting í Leifstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lent verður í Zürich kl. 13:00 að staðartíma. Frá flugvelli verður ekið til Thusis en þangað er um 2,5 klst. akstur. Flogið verður heim þann 22. október kl. 14:00 frá Zürich og lent í Keflavík kl. 15:50 að staðartíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Kjartan Steindórsson og Elísa Jóhannsdóttir

Hjónin Kjartan Steindórsson og Elísa Jóhannsdóttir hafa verið búsett í Suður-Þýskalandi síðastliðin 20 ár. Þau hafa mikla ánægju af útiveru og hafa gengið og hlaupið víða um evrópsku Alpana og m.a. tekið þátt í Transviamala hlaupinu, EBM-Papst Marathon, 3königslauf SHA, Laugarvegshlaupinu og Jökulsárhlaupinu svo eitthvað sé nefnt. 

Hótel

Hotel Weiss Kreuz

Gist verður á Hotel Weiss Kreuz, sem er þriggja stjörnu hótel í Thusis. Hótelið er lítið og notalegt og þaðan er aðeins um 4 mínútna gangur að aðalbrautarstöð bæjarins. Í næsta nágrenni eru fjölmargar verslanir og veitingastaðir. Á hótelinu eru 96 herbergi með baði, flatskjá, hárþurrku, öryggishólfi og síma. Þráðlaust internet er á öllum herbergjum og í móttöku.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir