Maraþon í Chicago

9. - 12. október 2020 (4 dagar)

Chicago maraþonið er ekki eingöngu þekkt fyrir hraða og flata braut heldur jafnframt ómælda stemningu sem hvetur þátttakendur til dáða og gerir upplifunina einstaka. Hlaupaleiðin er sannkölluð skoðunarferð um þessa sögufrægu borg en farið er um 29 hverfi borgarinnar og bæði byrjað og endað í Grant Park. Maraþonið er með vinsælustu maraþonum heims og má búast við keppendum frá öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og frá yfir 100 löndum heims. Chicago borg er heillandi borg sem gaman er að dvelja í og margt að skoða, þar má meðal annars nefna Willis Tower, Navy Pier og fjölmörg áhugaverð söfn á borð við The Field Museum og John G. Shedd sædýrasafnið.

Verð á mann 149.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 149.900 kr.

Athugið að þátttökugjald og flug er ekki innifalið í verði.


Innifalið

  • Gisting í 3 nætur á hótelinu Swissotel Chicago.
  • Morgunverður á veitingastað hótelsins.
  • Réttur á skráningu í Chicago maraþonið. Bændaferðum er skylt að selja hlaupanúmerið sem hluta af ferðapakka.
  • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara fyrir ferð. 

Ekki innifalið

  • Þátttökugjald í Chicago maraþonið.
  • Forfalla- og ferðatryggingar.

Þátttökugjald

Þátttökugjaldið í hlaupið er 79.900 kr.

Með bókun í ferðina öðlast farþegar rétt á öruggri skráningu í Chicago maraþonið (athugið að skráningin í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka. 

 
Innifalið í þátttökugjaldinu

  • Hlaupanúmer í Chicago maraþonið, ásamt tímaflögu.
  • Aðgangur að hlaupasýningu.
  • Stuttermabolur og tímarit um hlaupið.
  • Glæsilegur verðlaunapeningur.

Abbott World Marathon Majors

Chicago maraþonið er eitt af Abbott World Marathon Majors hlaupunum sem margir hlauparar hafa að markmiði að klára. Abbot World Marathon Majors er mótaröð fyrir bæði atvinnu- og áhugamenn. Í hlauparöðinni eru þekktustu og stærstu maraþon heimsins, þ.e. Tokyo, London, Berlín, Chicago, New York og Boston. Ár hvert keppa atvinnumenn innbyrðis í stigakeppni hlauparaðarinnar sem nú fer fram í 12. sinn. Það eru þó ekki einungis atvinnumenn sem taka þátt í Abbot World Marathon Majors því allir þeir sem ljúka öllum sex hlaupunum eru skráðir á frægðarvegginn og kallast „six star finishers“. Þeir sem ná afrekinu fá sérstakan verðlaunapening sem samanstendur af verðlaunapeningum úr öllum sex hlaupunum. 4113 hlauparar um allan heim hafa hlotið þann heiður að vera skráðir á frægðarvegginn og þar af eru 17 Íslendingar, sem margir hverjir hafa náð þeim árangri með Bændaferðum.

Bændaferðir er umboðsaðili fyrir Abbott World Marathon Majors á Íslandi og tryggja örugga skráningu í öll hlaupin.

Tryggðu þér örugga skráningu!

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Chicago maraþonið

The Bank of America Chicago maraþonið er þekkt fyrir sína hröðu og flötu braut og laðar að sér marga af helstu atvinnuhlaupurum heims, enda eitt af sex Abbott World Marathon Majors hlaupunum. Fimm heimsmet hafa verið sett í Chicago maraþoninu, nokkur landsmet og óteljandi persónuleg met hlaupara um allan heim. Maraþonið er eitt vinsælasta hlaup í heimi og Chicago borgin, sem þykir ein af mest heillandi borgum Bandaríkjanna, iðar af lífi dagana kringum hlaupið. Um 45.000 hlauparar taka þátt í maraþoninu og um 1,2 milljón áhorfenda hvetja þá áfram.

Á vefsíðu maraþonsins er að finna upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.

9. október | Komudagur

Innritun á Swisshotel Chicago frá kl. 12:00. Ef komutími á hótelið er í fyrra fallinu þá er upplagt að fara á hlaupasýninguna og sækja hlaupagögnin en opið er frá kl. 9:00 – 20:00.

10. október | Chicago 5K og „keppnisspjall“

Þennan dag gildir að setja ekki þreytu í fæturnar en það þýðir þó ekki að hlaupari eigi að eyða deginum með fætur upp í loft inni á hótelherbergi. Mörgum finnst gott að taka létt skokk degi fyrir maraþon með smá hraðabreytingum á maraþonhraða til að mýkja fætur og róa taugarnar, nóg til að vöðvaminnið hrökkvi í gang. Hópstjóri Bændaferða fer snemma um morgun í stutt morgunskokk í átt að Grant Park eða Navy Pier. Við hvetjum áhugasama til að taka þátt í Chicago 5K árla morguns, hvort heldur maraþonhlaupara morgundagsins eða samferðarfólk, og taka lauflétt skokk um miðborg Chicago.
Skipulögð hópferð verður farin á hlaupasýninguna til að sækja keppnisgögnin en þar er jafnframt hægt að kaupa ýmsan varning. Seinnipart dags verður hópstjóri ferðarinnar með spjallfund um daginn stóra og er fundurinn jafnframt kjörinn vettvangur til að hitta aðra hlaupara, fá ráð og gefa ráð.

Opna allt

11. október | Maraþondagurinn

Maraþonið
Hópstjóri Bændaferða fylgir þeim sem vilja tímanlega á rásmark en stuttur gangur er frá hótelinu.

Hlaupaleiðin er sannkölluð skoðunarferð um þessa sögufrægu borg. Maraþonið hefst og endar í Grant Park en hlaupararnir leggja leið sína um 29 hverfi borgarinnar. Á leiðinni eru þeir hvattir áfram af um 1,7 milljón áhorfenda. Ýmiskonar tónlistaratriði auka líka enn frekar á stemninguna. Eftir 37 km liggur hlaupaleiðin inn Michigan Avenue í átt að endamarkinu. Það fer ekki milli mála hvenær styttist í markið, þar blasa við skýjakljúfar hvert sem litið er.
Fáar brekkur eru á leiðinni en þó er einn aflíðandi kafli við endamarkið sem margir hlauparar gleyma ekki. Brekkan er stutt og alls ekki brött og maður tæki varla eftir henni ef ekki lægju 41 km að baki. Hún tekur vel á
móti þér en það gera einnig þúsundir áhorfenda og kynnirinn í markinu þegar endamarkið nálgast.

Öll umgjörð hlaupsins er til fyrirmyndar og skipulagning eins og best er á kosið. Gnægt er af drykkjarstöðvum á mílu fresti og gel á nokkrum stöðum. Á vefsíðu maraþonsins er að finna allar upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.

Stuðningsliðið
Aðstandendur sem koma með í maraþonferð gegna mikilvægu hlutverki. Það er þægilegt að fylgjast með maraþonhlaupurum í Chicago maraþoninu. Á einfaldan hátt er hægt að reyna að sjá „sína“ hlaupara 2-4 sinnum á meðan á hlaupinu stendur. Í Grant Park er Runner Reunite svæði með stórum skiltum með bókstöfum (A-Z). Það er góð venja að hitta íslenska hlaupara við I-ið.

Að loknu maraþoni – sigri fagnað
Að loknu maraþoni er upplagt að hitta aðra íslenska hlaupara á einum af fjölmörgum börum borgarinnar og fagna áður en haldið er til baka á hótelið. Um kvöldið er gaman að fagna saman og fara yfir afrek dagsins í hóp hlaupara og stuðningsmanna. Hópstjóri Bændaferða á bókað borð á góðum veitingastað um kvöldið sem býður upp á ljúffengar steikur og eru allir ferðafélagar Bændaferða velkomnir með.

22. október | Heimferðardagur

Í dag er heimferðardagur og þarf að skila herbergi á hádegi.

Chicago

Chicago, er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna og þekkt fyrir heillandi arkitektúr, skýjakljúfa og kennileiti, líkt og Tribune Tower og John Hancock Center. Borgin hefur að geyma fjölbreytta og alþjóðlega menningarflóru, mikið íþróttalíf og matarmenningu frá öllum heimshornum. Fjölmörg söfn eru í borginni og ætti engum að leiðast.
Vinsælt er að fara upp í annan tveggja hæstu turna borgarinnar. Í Willis Tower
(sem heimamenn kalla Sears tower) er hægt að fara upp í Skydeck Chicago þar sem stíga má inn í nokkurskonar glerbox og sjá borgina blasa við beint fyrir neðan fætur þér. Það er einnig upplifun að fara upp í John Hancock Observatory en þar er gott útsýni yfir borgina og Lake Michigan. Daginn fyrir maraþonið er gott að hvíla fætur og njóta þess að fara í bátsferð um borgina þar sem arkitektúr hennar er sérstaklega skoðaður.

Hópstjóri - Sævar Skaptason

Chicago maraþonferð Bændaferða er án fararstjóra en hópstjóri ferðarinnar er Sævar Skaptason. Hópstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem er innifalin í ferðapakka Bændaferða, þ.e. það sem snýr að maraþoninu og hótelinu.
Áhugamál Sævars tengjast útivist af ýmsu tagi, eins og fjallahlaup, götuhlaup, gönguferðir, skíðaferðir, hjólaferðir og fleira í þeim dúr. Síðastliðin 30 ár hefur Sævar lagt stund á langhlaup og hefur hann tekið þátt í yfir 15 maraþonum víðsvegar um heiminn, t.d. tók hann þátt í maraþoninu á Kínamúrnum og Tíbetmaraþoninu í 3.800 m hæð yfir sjávarmáli. Síðustu árin hefur hann stundað fjallahlaup af kappi með þátttöku í Laugavegshlaupinu, Vesturgötunni, Mt. Blanc maraþoninu og var hann einnig virkur þátttakandi í Fjallahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar.

Myndir úr ferðinni

Hótel

Swissotel Chicago

Swissotel Chicago sem er einstaklega vel staðsett 4* hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og á herbergjunum er bæði bað og sturta, hárþurrka, öryggishólf, sjónvarp og þráðlaus nettenging. Stuttur gangur er í Grant Park þar sem hlaupið hefst og endar. Einnig er stuttur gangur að þekktum kennileitum borgarinnar á borð við Cloud Gate, verslunargötuna Magnificent Mile og Navy Pier.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir