Maraþon í Chicago - Væntanlegt

9. - 12. október 2020 (4 dagar)

Chicago maraþonið er ekki eingöngu þekkt fyrir hraða og flata braut heldur jafnframt ómælda stemningu sem hvetur þátttakendur til dáða og gerir upplifunina einstaka. Maraþon hlaupaleiðin er sannkölluð skoðunarferð um þessa sögufrægu borg en farið er um 29 hverfi borgarinnar og bæði byrjað og endað í Grant Park. Maraþonið er með vinsælustu maraþonum heims og má búast við keppendum frá öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna og frá yfir 100 löndum heims. Chicago borg er heillandi borg sem gaman er að dvelja í og margt að skoða, þar má meðal annars nefna Willis Tower, Navy Pier og fjölmörg áhugaverð söfn á borð við The Field Museum og John G. Shedd sædýrasafnið.

Maraþonið fer fram þann 11. október 2020.

Ef þú hefur áhuga á þessu hlaupi getur þú skráð þig á áhugalista og við látum þig vita þegar það fer í sölu.

Nánari upplýsingar og verð væntanlegt

Með bókun í ferðina hjá öðlast farþegar rétt á öruggri þátttöku í Chicago maraþonið (athugið að þátttakan í hlaupið er ekki innifalin í pakkanum). Bændaferðum er skylt að selja hlaupaskráninguna sem hluta af ferðapakka. 


Innifalið

    • 4 daga ferð.
    • Gisting í 3 nætur á Swissotel Chicago.
    • Morgunverður.
    • Réttur á skráningu í Chicago maraþonið.
    • Undirbúningsfundur með reyndum hlaupara fyrir ferð.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Maraþonið 11. október 2020

The Bank of America Chicago maraþonið er þekkt fyrir sína hröðu og flötu braut og laðar að sér marga af helstu atvinnuhlaupurum heims enda eitt af sex Abbott World Marathon Majors hlaupunum. Fjögur heimsmet hafa verið sett í Chicago maraþoninu, nokkur landsmet og óteljandi persónuleg met hlaupara um allan heim. Maraþonið er eitt vinsælasta hlaup í heimi og Chicago borgin, sem þykir ein af mest heillandi borgum Bandaríkjanna, iðar af lífi dagana kringum hlaupið. Um 45.000 hlauparar taka þátt í maraþoninu.
Hlaupaleiðin er sannkölluð skoðunarferð um þessa sögufrægu borg. Maraþonið hefst og endar í Grant Park en hlaupararnir leggja leið sína um 29 hverfi borgarinnar. Á leiðinni eru þeir hvattir áfram af um 1.7 milljón áhorfenda. Ýmiskonar tónlistaratriði auka líka enn frekar á stemninguna. Eftir 37 km liggur hlaupaleiðin inn Michigan Avenue í átt að endamarkinu. Það fer ekki milli mála hvenær styttist í markið, þar blasa við skýjakljúfar hvert sem litið er.
Fáar brekkur eru á leiðinni en þó er einn aflíðandi kafli við endamarkið sem margir hlauparar gleyma ekki. Brekkan er stutt og alls ekki brött og maður tæki varla eftir henni ef ekki lægju 41 km að baki. Hún tekur vel á móti þér en það gera einnig þúsundir áhorfenda og kynnirinn í markinu þegar endamarkið nálgast.

Á vefsíðu maraþonsins er að finna upplýsingar um hlaupið sjálft og ýmislegt sem gott er að hafa í huga við undirbúninginn.

Chicago

Chicago, er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna og þekkt fyrir heillandi arkitektúr, skýjakljúfa og kennileiti, líkt og Tribune Tower og John Hancock Center. Borgin hefur að geyma fjölbreytta og alþjóðlega menningarflóru, mikið íþróttalíf og matarmenningu frá öllum heimshornum. Fjölmörg söfn eru í borginni og ætti engum að leiðast.
Vinsælt er að fara upp í annan tveggja hæstu turna borgarinnar. Í Willis Tower (sem heimamenn kalla Sears tower) er hægt að fara upp í Skydeck Chicago þar sem stíga má inn í nokkurskonar glerbox og sjá borgina blasa við beint fyrir neðan fætur þér. Það er einnig upplifun að fara upp í John Hancock Observatory en þar er gott útsýni yfir borgina og Lake Michigan. Daginn fyrir maraþonið er gott að hvíla fætur og njóta þess að fara í bátsferð um borgina þar sem arkitektúr hennar er sérstaklega skoðaður.

Myndir úr ferðinni

Hótel

Swissotel Chicago

Swissotel Chicago sem er einstaklega vel staðsett 4* hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og á herbergjunum er bæði bað og sturta, hárþurrka, öryggishólf, sjónvarp og þráðlaus nettenging. Stuttur gangur er í Grant Park þar sem hlaupið hefst og endar. Einnig er stuttur gangur að þekktum kennileitum borgarinnar á borð við Cloud Gate, verslunargötuna Magnificent Mile og Navy Pier.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir