Hjólað á Sri Lanka

Sri Lanka er eyja stórbrotins margbreytileika og menningarlegra hápunkta. Endalausar strandir, tímalausar rústir, gestrisið fólk, fílahjarðir, frægt te og bragðmikill matur. Allt þetta gerir Sri Lanka að mögnuðum áfangastað sem var nánast í felum beint fyrir framan nefið á okkur en nú hafa sífellt fleiri uppgötvað töfra þessa lands. Svo borgar sig beinlínis að kanna þessa eyju hjólandi, á góðum hliðarvegum og stígum, í gegnum lítil þorp og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Stöðug tilbreyting, frá grösugu flatlendi til hálendis sem einkennist af terækt og græna hitabeltissvæðisins í suðri. Skoðaðir verða merkir staðir líkt og Gullna musterið í Dambulla, göngum upp á fræga klettinn í Sigiriya, hjólum meðfram Wasgomuwa þjóðgarðinum og tækifæri gefst til að heimsækja munaðarlaus fílsafkvæmi. Einnig verður farið í safarí í þjóðgarði þar sem hægt er að sjá ýmis villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Hjólað verður að dýrðlegum ströndum og við eina slíka, Tangalle getum við slakað á og notið lífsins. Einnig fáum við innsýn í lifnaðarhætti hjartahlýrra heimamanna þessarar mikilfenglegu eyju. 

Verð á mann 549.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 72.800 kr.


Innifalið

 • Áætlunarflug með Icelandair: Keflavík – London Heathrow – Keflavík.
 • Áætlunarflug með Qatar Airways: London Heathrow – Doha - Colombo – London Heathrow.
 • Flugvallaskattar fyrir alla ferðina.
 • Allur akstur til og frá flugvelli í Colombo.
 • Allar rútu- og jeppaferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Gisting í 11 nætur í tveggja manna herbergi með baði á góðum hótelum, samkvæmt landsmælikvarða.
 • Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
 • Leiga á 27 gíra trekkinghjóli ásamt hliðartösku samkvæmt ferðalýsingu.
 • Flutningar á fólki og hjólum samkvæmt ferðalýsingu.
 • Aðgangur í hofin í Sigiriya, Polonnaruwa og Dambulla.
 • Jeppa Safarí í Udawalawe þjóðarðinum.
 • Heimsókn til slöngulæknis.
 • Innlend staðarleiðsögn í hjólaferðum.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Ekki innifalið

 • Þjórfé fyrir erlenda staðarleiðsögumenn og rútubílstjóra.
 • Aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp í ferðalýsingu.
 • Vegabréfsáritun til Sri Lanka ( ETA ) ca 35 USD
 • Forfalla- og ferðatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

4. október │ Flug til Keflavíkur og Doha

Flug til Doha í Katar, í gegnum London. Brottför frá Keflavík kl. 12:30. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í London kl. 16:30 að staðartíma og flug áfram til Doha kl. 21:55. Lending í Doha kl. 06:45 næsta dag.

5. október │ Flug til Colombo – Negombo

Lendum í Doha kl. 06:45 og fljúgum áfram til Colombo í Sri Lanka. Lendum á alþjóðaflugvellinum í Colombo kl. 15:20 að staðartíma. Förum með rútu að víðum sandströndum Negombo þar sem við getum hvílt okkur það sem eftir er dags og aðlagast umhverfinu. Hér gistum við 1 nótt.

6. október │ Dankotuwa – Kubilipitiya - Dambulla

Eftir morgunverð förum við með rútu til Dankotuwa, þaðan sem við hjólum af stað, aðallega á rólegum hliðarvegum og í gegnum hitabeltisskóg á góðum stíg. Við förum í gegnum lítil byggðarlög, áður en við komum til Kubilipitiya þaðan sem við förum með rútu til Dambulla. Fyrir kvöldverð skoðum við hið fræga hellamusteri Dambulla en það er skráð á heimsminjaskrá UNESCO og þekkist undir nafninu Gullna hof Dambulla.

 • Dagleið: 40 km
Opna allt

7. október │ Kletturinn í Sigiriya – Minneriya – Polonnaruwa

Fyrir hádegi hjólum við ca 23 km meðfram síkjum og í gegnum grænt hitabeltislandslag að fræga klettinum frá Sigiriya, hugsanlega einni áhrifamestu sýn Sri Lanka. Við göngum upp klettinn (+/- 250 m) og skoðum hofin, enn einn menningarlegan hápunkt. Í kringum þennan konunglega klettarisa sem er á heimsminjaskrá UNESCO hafa orðið til margar ævintýragoðsagnir. Nú förum við með rútu til Minneriya og hjólum þaðan áfram á slóðum um 27 km í gegnum dásamlegt landbúnaðarsvæði, meðfram u.þ.b. 1000 ára gömlu síki til hótelsins okkar í Polonnaruwa. Hér gistum við 2 nætur.

 • Dagleið: 50 km

8. október │ Polonnaruwa

Í dag hjólum við inn í bæinn Polonnaruwa og skoðum fornar leifar þessarar gömlu konunglegu höfuðborgar sem var miðpunktur verslunar- og trúarbragða fyrir 800 árum síðan. Við upplifum sögu búddismans nánast á eigin skinni er við könnum rústirnar og hofin sem skráð eru á heimsminjaskrá UNESCO. Eftir hádegisverð höldum við áfram í gegnum hrísgrjónaakra og meðfram síkjum til baka á hótelið.

 • Dagleið: 32 km

9. október │ Knuckles Range – Matale – Kandy

Eftir morgunverð hjólum við frá hótelinu meðfram Parakrama Samudra stöðuvatninu. Steinsnar frá Wasgomuwa þjóðgarðinum höldum við svo áfram með rútu og njótum stórfenglegs landslags fjallgarðsins Knuckles Range og ökum yfir nokkra fjallvegi áður en komið er til Matale. Komum til Kandy fyrir kvöldverð og gistum þar í 2 nætur.

 • Dagleið: 61 km

10. október │ Frjáls dagur í Kandy

Í dag er engin skipulögð dagskrá heldur eigum við frídag í Kandy, höfuðstað miðhálendis Sri Lanka, einstaklega falleg borg sem skráð er á heimsminjaskrá UNESCO. Fyrir þá sem vilja væri hægt að skoða helgasta hof Singalesa, stærsta þjóðernishóps Sri Lanka. Einnig er gaman að fara í grasagarðinn fallega sem var áður hallargarður singalesíska konungsins.

11. október │ Teplantekrur á hálendinu – Nuwara Eliya

Í dag förum við inn á miðhálendi eyjunnar. Það er ekki að ástæðulausu að miðhálendið sé skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Við skoðum teplantekrur og lærum allt um leyndarmál hins fræga Ceylon tes en áður fyrr hét Sri Lanka Ceylon. Við förum í um tveggja klukkustunda gönguferð um teakrana og hittum fólk sem vinnur við að tína te. Í framhaldi af því förum við með rútu til Nuwara Eliya, sem stundum er kölluð „litla England“ Sri Lanka. Þessi gamla nýlenduborg liggur hátt upp í fjöllum í fallegu landslagi. Gistum hér 1 nótt.

12. október │ Fossar Bambarakanda – Haputale – Beliuhuloya

Við hjólum af stað frá hótelinu og njótum útsýnis yfir hálendið í um það bil 2000 m hæð yfir sjávarmáli, áður en farið er niður á við, langa en rólega leið til Haputale. Hjólum aftur upp á við, í gegnum teplantekrur og hrísgrjónaakra. Stoppað verður á milli brekkna og áð áður en haldið er áfram. Fyrir þá sem vilja sleppa við brekkurnar er einnig möguleiki að fá far með fylgibílnum okkar. Í suðurhlíðum fjallanna bíður okkar stórglæsileg leið niður á við alla leið á hótelið okkar í Beliuhuloya. Á þessari leið stoppum við til að skoða hæstu fossa Sri Lanka í Bambarakanda. Gistum 1 nótt í Beliuhuloya.

 • Dagleið: 60 - 80 km

13. október │ Udawalawe þjóðgarðurinn

Við förum með rútu til Samanalawewa stöðuvatnsins og hjólum þaðan á hliðarvegum í átt að Udawalawe þjóðgarðinum. Um hádegisbil komum við á hótelið okkar. Þeir sem vilja geta heimsótt heimili fyrir munaðarlausa fílsunga þar sem hægt er að fylgjast með því þegar þeim er gefið. Munaðarlausum eða veikum fílsungum er hjúkrað hér þar til hægt er sleppa þeim aftur út í þeirra náttúrulega umhverfi. Eftir hádegi verður farið í jeppasafarí í þjóðgarðinum, þar sem sjá má stórar fílahjarðir. Eins er hægt að sjá krókódíla, refi, mongúsa og vatnabuffla. Gistum 1 nótt í Sewanagala.

 • Dagleið: 32 km

14. október │ Tangalla – Point Dondra - Mirissa

Við hjólum dýrðlega leið að suðurströndinni þar sem við fáum notið nokkurra klukkustunda á paradísarströndinni Tangalla. Þá tökum við rútu til Point of Dondra, syðsta punkts eyjunnar og höldum svo þaðan áfram til Mirissa þar sem við gistum síðustu 2 næturnar.

 • Dagleið: 40 km

15. október │ Heimsókn til slöngulæknis

Fyrir hádegi hjólum við í gegnum gróskumikið hitabeltissvæði dreifbýlisins til Weligama. Við ætlum að heimsækja ayurvedískan slöngulækni sem segir okkur frá leyndarmáli þessara óhefðbundnu læknisaðferða. Þá gefst möguleiki á að fá sér sundsprett í undurfallegri vík Weligama. Síðdegis gefst frjáls tími til að njóta þessa yndislega staðar.

 • Dagleið: 30 km

16. október │ Nýlenduborgin Galle

Um hádegisbil verður farið til Galle, gamallar nýlenduborgar og fyrrum miðstöðvar fríverslunar Hollendinga. Tökum okkur góðan tíma til að skoða staðhætti. Eftir síðasta sameiginlega kvöldverðinn förum við með rútu á flugvöllinn. Ferðin þangað tekur um 2,5 klst.

17. október │ Heimferð

Brottför frá alþjóðaflugvellinum í Colombo er kl. 03:15. Lent í Doha kl. 05:50 að staðartíma. Flogið áfram til London kl. 09:00 og lendum þar kl. 14:00 að staðartíma. Flogið áfram frá London kl. 20:55 og lent í Keflavík kl. 22:55 að íslenskum tíma.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þórður Höskuldsson

Þórður Höskuldsson er fæddur árið 1966, er viðskiptafræðingur en ferðalög hafa lengi verið áhugamál hans. Eitt af þeim farartækjum sem nýst hafa á þessum ferðalögum er reiðhjólið, en þar fara saman hæfilegur hraði, snerting við umhverfið og þægilegur ferðamáti. Þórður á að baki fjölda ferða sem hjólandi fararstjóri í ferðum með erlenda gesti á Íslandi og með Íslendinga á framandi slóðum.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir