New Orleans - Nashville - Graceland

Rokk, Elvis, djass, fljótabátar, plantekrur og kántrí. Hér er spennandi ferð um mið- og suðurríki Bandaríkjanna.

Flogið verður til Chicago og þaðan ekið suður til St. Louis. Borg sú stendur á bökkum Mississippi árinnar og á sér langa sögu. Memphis er ekki langt undan og þar er margt að skoða. Hún var mikið aðdráttarafl ungra tónlistarmanna og lagahöfunda um miðbik 20. aldar því um þær mundir var í fæðingu nýr taktur dægurtónlistar, rokkið. Ein merkilegasta gata borgarinnar er Beale stræti þar sem söfn, plötuverslanir, klúbbar og auðvitað tónlistin minna á liðna tíð. Við förum í heimsókn í Sun Studio þar sem Elvis hljóðritaði sína fyrstu plötu og þaðan er viðeigandi að heimsækja Graceland, heimili kóngsins. Í New Orleans sveipa Cajun, Creole og Mardi Gras svæðið frönskum, töfrandi blæ sem er kallaður The Big Easy. Við siglum á dæmigerðum fljótabát á Mississippi, heimsækjum 200 ára plantekru og könnum gamla franska hverfið í stórborginni. New Orleans er fæðingarstaður djasstónlistarinnar og lifir hún þar góðu lífi enn í dag. Frá ströndum Mexíkóflóa keyrum við í norður í gegnum bómullarakra Alabama til Montgomery sem svo mikið kom við sögu í borgarastyrjöld Bandaríkjanna á sínum tíma. Þaðan er farið til tónlistarborgarinnar Nashville sem er hinn eini sanni Kántríbær. Hver þekkir ekki Hank Williams, Willie Nelson, Patsy Cline, Dolly Parton eða Kenny Rogers? Við gistum í Indianapolis eina nótt áður en við snúum aftur til Chicago.

Verð og nánari upplýsingar væntanlegt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Þórhallur Vilhjálmsson

Þorhallur Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann nam markaðsfræði við háskólann í San Francisco og útskrifaðist þaðan árið 1990. Hann hefur starfað að markaðsmálum hjá ýmsum fyrirtækjum bæði hérlendis og í Bandaríkjunum m.a. sem forstöðumaður sölu- og framleiðsluáætlana hjá ISAL í Straumsvík, markaðsstjóri hjá Nýsi hf og markaðsstjóri Portus hf (sem byggði tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna í Reykjavík). 

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir