Konungsríkið Jórdanía

Jórdanía, stundum kölluð diplómatinn í Miðausturlöndum, hefur skapað sér sérstöðu sem ferðamannaland og það ekki að ástæðulausu. Ferðin okkar er fjölbreytt því við kynnumst menningu og listum Miðausturlanda, upplifum stórbrotna og margbreytilega náttúru og fáum að sjá og upplifa hvað tíminn er afstæður þegar heimsótt verða sögusvið heimsfrægra fornminja.

Flogið verður til Amman og þar hefst ævintýri okkar. Við heimsækjum Wadi Rum í undurfagri rauðsteins eyðimörkinni sem margir kannast við úr kvikmyndinni um Arabíu Lawrence. Eins höldum við til Aqaba þar sem við eigum góðan dag við Rauðahafið og getum jafnvel snorklað eða synt við kóralrifin. Við förum að sjálfsögðu til hinnar fornu klettaborgar Petru sem er ein helsta þjóðargersemi Jórdaníu og ein af sjö nýju undrum veraldar. Petra er arfleið Nabateans þjóðflokksins sem kom sér fyrir í Jórdaníu fyrir meira en 2000 árum síðan og var á sínum tíma dáður fyrir fágaða menningu og glæsilegan arkitektúr. Í ferðinni förum við fram hjá Dana, stærsta friðlandi Jórdaníu, þar sem meðal annars má finna plöntur og dýrategundir frá þremur heimsálfum. Sumir segja að ekkert jafnist á við störnubjartan næturhimininn á þessu svæði. Við förum niður undurfagra hlykkjótta vegi að lægsta punkti jarðar og heimsækjum Dauðahafið, dveljum þar um stund og leyfum okkur að fljóta í söltu vatninu. Miðausturlönd eru þekkt fyrir mósaíklist og í borginni Madaba verður hægt að sjá best varðveitta mósaíklistaverk sem fundist hefur. Rétt fyrir utan borgina er Nebo fjall, staðurinn þar sem Móses stóð og horfði yfir landið helga. Þar má einnig finna úrval fallegra mósaíklistaverka. Við förum ekki frá Jórdaníu án þess að skoða Jerash sem er með stærstu og best varðveittu rómönsku borgum í heimi. Þetta verður menningar-, ævintýra- og landkönnunarferð, þar sem við gefum okkur tíma til að staldra við, næra skynfæri og njóta ilms, birtu og gestrisni þeirra sem landið búa. 

Verð á mann 439.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 87.700 kr.


Innifalið

 • 10 daga ferð.
 • Áætlunarflug með British Airways: Keflavík – London Heathrow – Amman – London.
 • Áætlunarflug með Icelandair: London Heathrow – Keflavík. 
 • Flugvallaskattar fyrir alla ferðina.
 • Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu í loftkældri rútu.
 • Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Gisting í 9 nætur í tveggja manna herbergi á 4* hótelum, samkvæmt landsmælikvarða.
 • Gisting í lúxus Bedúínatjaldbúðum í Wadi Rum.
 • Sjá í ferðalýsingu hvaða máltíðir eru innifaldar.
 • 4 tíma 4x4 jeppa safarí í eyðimörkinni.
 • Enskumælandi staðarleiðsögn.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

1. október | Flug til London & Amman

Brottför frá Keflavík kl. 10:50. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í London kl. 14:45 að staðartíma. Fljúgum áfram til Amman kl. 16:05. Áætlaður lendingartími kl. 23:20 að staðartíma (+2 klst.). Ekið rakleiðis á hótelið okkar þar sem við gistum næstu 3 nætur.

2. október | Skoðunarferð um Amman

Í dag verður farið í skoðunarferð um borgina. Heimsækjum borgarvirki Amman, Jabal al-Qal'a, musteri Herkúlesar, rómverska leikhúsið og Þjóðminjasafnið. Snæðum hádegisverð á veitingastað í borginni og göngum svo niður í bæ, í gegnum markaðstorg, svokölluð Souq, og tími gefst til að kíkja í ýmsar spennandi verslanir og markaðsbása og kanna mannlífið á þessum litríka stað.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

3. október | Forna borgin Jerash – Ajloun virkið

Eftir morgunverð höldum við í norður til borgarinnar Jerash og skoðum óvenju vel varðveittar rústir forna hluta hennar. Göngum fram hjá musteri Seifs og Artemisar og einnig skeiðvellinum þar sem kappreiðar fóru fram til forna. Snæðum hádegisverð hjá heimamönnum og síðan verður haldið áfram norður að Ajloun virkinu, vel varðveittu virki múslíma frá 12. öld. Síðdegis förum við aftur til Amman.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður
Opna allt

4. október | Madaba – Karak - Wadi Rum

Við höldum í suður til Madaba, vingjarnlegs bæjarfélags sem frægt er fyrir mósaíklist. Frægast telst þó kortið á gólfi kirkju heilags Georgs, en mun fleiri falleg mósaíklistaverk er að finna í Madaba, hvert öðru fegurra. Þaðan ökum við um þjóðveg konunganna svokallaða í gegnum Mujib dalinn að Karak kastalanum. Tími gefst til að skoða sig um og snæða hádegisverð áður en áfram er haldið til Wadi Rum eyðimerkurinnar sem er skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Wadi Rum er allt sem búist er við af dæmigerðri eyðimörk, gífurlegur hiti á sumrin og kalt á veturna. Hér snæðum við kvöldverð undir stjörnuhimni og dveljum 1 nótt í lúxus tjaldbúðum sem er einstök upplifun.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

5. október | Wadi Rum – Arabíu Lawrence – Litla Petra – Petra

Eftir morgunverð verður farið í fjögurra klukkustunda jeppaferð þar sem helstu hápunktar svæðisins verða skoðaðir. Við förum að uppsprettulind Arabíu Lawrence en hún myndar laufskrýdda paradís í miðri eyðimörkinni sem nú er eitt af mikilvægum vatnsbólum fyrir úlfaldalestir sem ferðast á milli Sýrlands og Arabíuskagans. Einnig sjáum við hús Lawrence eða það sem eftir er af því, byggt á rústum brunns Nabatea. Nærri húsinu er að finna merkilegar áletranir Nabatea en þetta afskekkta svæði og óhindrað útsýnið á rósrauðar sandöldurnar og klettamyndanir er kyngimagnað. Eftir hádegisverð förum við norðar til Siq Al Barid sem í daglegu tali er kölluð Litla Petra. Spennandi svæði sem gaman er að skoða en hér er að finna elstu byggðir í heimi, þ.á m. Al Beidha. Um kvöldið verður kvöldverður snæddur hjá heimamönnum sem er einstök upplifun. Gistum 2 nætur á hóteli í Petru.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

6. október | Petra

Hin forna borg Petra sem liggur hálffalin, djúpt í klettagljúfri, í vindblásnu landslagi í Suður-Jórdaníu, er einn merkasti og dýrmætasti staður sem skráður er á heimsminjaskrá UNESCO og er eitt af sjö nýju undrum veraldar. Petra er arfleifð Nabateanna, iðins þjóðflokks sem settist að á þessu svæði fyrir meira en 2000 árum síðan. Ávallt var dáðst að Nabateum fyrir fágaða menningu, tilkomumikinn arkitektúr og margslungið hugvit þegar kom að hönnun og byggingu stíflna og skurða. Við tökum daginn í að kanna þennan stórkostlega stað, ganga í gegnum hlykkjótt klettagöng til frægustu byggingar Petru, Al Khazneh eða Treasury, eins og hún er kölluð á ensku, en hún er á ótrúlegan hátt meitluð í klettaveggi líkt og rómverska leikhúsið og aðrar byggingar og helgistaðir Nabateanna. Fyrir þá sem vilja er hægt að ganga upp að klaustrinu. Í dag höfum við hádegisverðarpakka meðferðis. Síðdegis höldum við til baka til Petru.

 • Morgunverður
 • Hádegisverður
 • Kvöldverður

7. október | Aqaba

Í dag ætlum við að eyða deginum í Aqaba og upplifa umhverfið við Rauðahafið. Slökum á og njótum sólarinnar, hitans og sjávargolunnar. Hér gefst okkur tækifæri til að synda í sjónum á meðal kóralrifjanna eða jafnvel snorkla. Aqaba ber með sér afslappað andrúmsloft smábæjar en íbúar telja þó um 80.000. Gistum 1 nótt á 4* hóteli við Rauðahafið.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

8. október | Dauðahafið

Eftir morgunverð ökum við í norðurátt, með fram Dauðahafinu og að lægsta punkti jarðar, í 431 m undir sjávarmáli. Hér ætlum við að slaka á og hægt verður að fá sér sundsprett eða öllu heldur láta sig fljóta. Dauðahafið hefur löngum verið þekkt fyrir græðandi áhrif á húðina en það er ríkt af bæði salti og steinefnum. Við fylgjumst með sólsetrinu yfir á Vesturbakkanum hinum megin við vatnið og sjáum jafnvel ljósin í Jerúsalem og fleiri borgum Vesturbakkans í fjarska! Hér gistum við síðustu 2 nætur okkar á þessum yndislega stað.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

9. október | Dauðahafið – Bethany – Mt. Nebo

Byrjum daginn á að heimsækja skírnarstað Jesú við ána Jórdan. Síðan förum við upp í fjöllin til Nebo fjalls, minningarstaðar Móses en þaðan er frábært útsýni yfir Dauðahafið. Seinni part dags ætlum við að slaka á, láta okkur fljóta svolítið meira í Dauðahafinu eða njóta þess sem heilsulind hótelsins hefur upp á að bjóða þennan síðasta dag okkar í Jórdaníu.

 • Morgunverður
 • Kvöldverður

10. október | Heimferð

Þá er komið að heimferð. Leggjum snemma af stað frá hóteli eftir snemmbúinn morgunverð og förum út á flugvöll. Fljúgum frá Amman til London kl. 08:00 og lendum kl. 11:40 að staðartíma. Fljúgum áfram til Íslands kl. 21:25. Lendum kl. 23:40 að íslenskum tíma. 

 • Morgunverður

Myndir úr ferðinni

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá Petru - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá Petru - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá gæðakvöldstund við Dauðahafið - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá gæðakvöldstund við Dauðahafið - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá sólsetrinu við Dauðahafið - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá sólsetrinu við Dauðahafið - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum tjöld - Ljósm. Björk Håkansson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum tjöld - Ljósm. Björk Håkansson

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá Petru - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá gæðakvöldstund við Dauðahafið - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Frá sólsetrinu við Dauðahafið - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Konungsríkið Jórdanía - Berglind Norðdahl
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Litla Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Petra - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum tjöld - Ljósm. Björk Håkansson
Mynd úr ljósmyndasamkeppni Bændaferða 2019 - Wadi Rum - Ljósm. Sigríður Ingunn Elíasdóttir

Fararstjórn

Björk Håkansson

Björk Håkansson er fædd á Íslandi um hásumar árið 1967 og hefur alla sína ævi verið á faraldsfæti, fyrst með foreldrum sínum og síðar á eigin vegum, svo ekki sér fyrir endann á.

Fyrir rúmum þrjátíu árum fór Björk fyrst til Mið-Austurlanda og settist á skólabekk í Amman í Jórdaníu. Þar með voru línurnar lagðar hvað varðar reglulega búsetu, samskipti og samstarf við arabaheiminn.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00

 

Tengdar ferðir